Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getur þú sagt mér um sléttuúlfa?

Jón Már Halldórsson

Sléttuúlfar (Canis latrans) nefnast á ensku coyote eða praire wolf. Þessa nafngift má líklega rekja til upprunalegra heimkynna þeirra á sléttum Norður-Ameríku. Orðið coyote kemur hins vegar af orðinu couytl í máli Nahutl-indjána sem bjuggu á svæðum sem tilheyra í dag Mexíkó. Latneska heiti þeirra merkir hins vegar “geltandi hundur”.

Sléttuúlfar eru oft kallaðir litli bróðir úlfsins (Canis lupus), en þessar tegundir eru náskyldar og töluvert líkar í útliti. Sléttuúlfar eru að jafnaði nokkuð minni, að meðaltali um 12-20 kg að þyngd en úlfar eru yfirleitt á bilinu 17-30 kg á þyngd. Til eru þó dæmi um að felldir hafi verið allt að 30 kg sléttuúlfar. Lengd sléttuúlfs er í kringum 100-120 cm og er hann því mitt á milli sjakala og úlfs að stærð.



Sléttuúlfar eru oft kallaðir litli bróðir úlfsins.

Útbreiðsla

Útbreiðslusvæði fárra landdýra nær yfir jafn mörg gróður- og veðurfarsbelti og útbreiðsla sléttuúlfsins. Hann finnst allt frá 72. breiddagráðu við íshafsströnd Alaska og allt suður til regnskóga Gvatemala. Skýringu þessarar miklu útbreiðslu sléttuúlfsins má einkum rekja til mikillar aðlögunarhæfni hans sem og minnkandi samkeppni vegna rénunar úlfastofnsins.

Upprunalega lifðu sléttuúlfar einkum á gresjunum miklu. Í kjölfar þess að stórri veiðibráð var nánast útrýmt þar á öndverðri 19. öld fór hann hins vegar að færa sig inn á ný svæði. Mikil aðlögunarhæfni sléttuúlfsins gerði honum kleift að lifa hvort sem var í skóglendi, fjalllendi og jafnvel á freðmýrum. Síðustu áratugi hefur útbreiðsla hans aukist enn frekar þrátt fyrir miklar ofsóknir mannsins. Útbreiðslumynstur sléttuúlfsins hefur jafnframt þótt sýna sterka samsvörun við útbreiðslu og aðlögun rauðrefsins (Vulpes vulpes) á síðustu áratugum.

Fæðunám og samskipti við önnur dýr

Rannsóknir hafa sýnt að allt að 90% af fæðu sléttuúlfs eru spendýr. Tegundasamsetningin er mjög breytileg milli svæða og eftir árstíma, sérstaklega á norðlægari svæðum. Stærstur hluti fæðunnar er þó venjulega smærri spendýr svo sem skógarkanínur (Sylvilagus floridanus), mýs, moldvörpur (Talpidae) og jarðíkornar (Marmotini). Á sumum svæðum fella sléttuúlfar jafnvel stærri bráðir eins og elgi (Alces alces), hirti og nautgripi. Einnig éta þeir skriðdýr og fugla og jafnvel skordýr eða aðra landhryggleysingja.



Hér sést sléttuúlfur ráðast á kind.

Fyrir utan manninn eru úlfar helstu afræningjar sléttuúlfsins. Þessar tegundir eru jafnframt í beinni samkeppni hvor við aðra, en þær lifa að miklu leyti á sömu svæðum. Rannsóknir hafa sýnt að úlfar halda stofnstærð sléttuúlfa niðri. Á svæðum þar sem úlfurinn hefur horfið hefur fjöldi sléttuúlfa margfaldast en stofnstærðin hefur aftur á móti minnkað þegar úlfum hefur fjölgað. Fjölmörg dæmi um þetta er að finna í Bandaríkjunum. Til dæmis má nefna að þegar úlfar voru fluttir í Yellowstone-þjóðgarðinn árið 1996 hrundi stofn sléttuúlfa þar. Talið er að stofninn hafi minnkað um allt að 50% á aðeins tveimur árum. Annar seigur afræningi sléttuúlfsins er fjallaljónið (Puma concolor).

Merkileg samvinna tíðkast meðal sléttuúlfa og sléttugreifingja (Taxidea taxus). Sléttuúlfar eru afar lélegir að grafa, ólíkt sléttugreifingjum. Sléttuúlfar bregða því á það ráð að elta greifingjana og bíða þess að þeir grafi upp holur nagdýra. Þar sem greifingjar eru frekar svifaseinir sleppa iðulega einhver nagdýr frá þeim. Sléttuúlfurinn sætir þá lagi og grípur bráðina.

Æxlun og félagskerfi

Sléttuúlfynjan verður kynþroska venjulega á öðru ári eða við 20 mánaða aldur. Fengitíminn er í janúar til febrúar en þá gefur úlfynjan frá sér sterka lykt sem laðar að karldýr úr nágrenninu. Úlfynjan velur sér aðeins eitt karldýr til að makast við og sér parið sameiginlega um uppeldi yrðlinganna. Einkvæni er algengt meðal sléttuúlfa en úlfynjan velur sér venjulega sama karldýr og árið áður. Parið byrjar venjulega á því að leita uppi gamla jarðholu sem hefur verið grafin af greifingja, marðardýri eða jafnvel nagdýri. Afar sjaldgæft er að sléttuúlfar grafi sínar eigin holur. Þegar kemur að goti hverfur úlfynjan niður í jarðholuna og karldýrið sér þá eitt um veiðarnar.



Sléttuúlfur í Yellowstone-þjóðgarðinum.

Meðgöngutíminn er venjulega um 60-65 dagar og er got því venjulega í mars eða apríl. Meðalgotstærð er 5-6 ylfingar. Þeir vega um það bil 250 grömm við fæðingu og eru hárlausir og blindir. Fyrstu tvo mánuðina lifa þeir á blöndu af hálfmeltu kjöti og mjólk. Eftir það fara foreldrarnir að bera ofan í þá hrátt kjöt og jafnvel lifandi veiðidýr sem þeir geta þá æft sig á að veiða.

Við 3-4 mánaða aldur er mataræði yrðlinganna og foreldranna orðið það sama og fara þeir þá í vaxandi mæli með foreldrunum til veiða. Fjölskyldan yfirgefur bælið venjulega um hásumarið og þurfa ylfingarnir þá að venjast lífinu algjörlega utan bælisins. Við 9 mánaða aldur eru yrðlingarnir orðnir fullvaxnir og tilbúnir að mæta komandi vetri.

Sléttuúlfar lifa saman í fjölskylduhópum. Þegar ylfingarnir eru fullvaxta að hausti þá er algengt að dæturnar verði eftir hjá foreldrunum og hjálpi til við að undirbúa got mæðra sinna næsta vor en synirnir hverfa á braut.

Samskipti við manninn

Sléttuúlfurinn á einstaklega auðvelt með að laga sig að breytilegri fæðu og er eins og áður segir líkur rauðrefi að því leyti. Fæðufjölbreytnin er þó heldur minni hjá sléttuúlfinum. Þeir leggja sér þó jafnvel til munns ávexti og gras og finna oft fæðu í ruslahaugum. Sléttuúlfurinn er þó rándýr og hefur víða lagst á búpening en maðurinn þrengir sífellt að útbreiðslusvæði hans. Þetta er ein helsta ástæða þess að reynt hefur verið að útrýma honum en slíkar herferðir hafa ekki borið mikinn árangur. Þær hafa þvert á móti haft þau áhrif að hann hefur dreift sér inn á stærri og fjölbreytilegri svæði. Líkt og rauðrefur hefur hann meira að segja komið sér fyrir i borgum og byggðum þar sem hann herjar á gæludýr og rótar í sorpi. Aðgerðir til að útrýma honum þaðan hafa heldur ekki gengið og sennilega er því vænlegast að fólk aðlagist lífi með sléttuúlfinum í úthverfum stórborga Bandaríkjanna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Robert M. Timm, Rex O. Baker, Joe R. Bennett og Craig C. Coolahan. 2004. Coyote Attacks: An Increasing Suburban Problem.. Hopland Research & Extension Center.
  • Morey, Paul. 2004. Landscape use and diet of coyotes, Canis latrans, in the Chicago metropolitan area, meistaraprófsritgerð, Utah State University.
  • Nowak, R. 1999. Walker's Mammals of the World. The Johns Hopkins University Press, Baltomore.
  • Parker, Gerry. 1995. Eastern Coyote: Story of Its Success. Nimbus Publishing, Halifax, Nova Scotia.

Myndir: Wikimedia Commons

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.1.2009

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getur þú sagt mér um sléttuúlfa?“ Vísindavefurinn, 2. janúar 2009, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50010.

Jón Már Halldórsson. (2009, 2. janúar). Hvað getur þú sagt mér um sléttuúlfa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50010

Jón Már Halldórsson. „Hvað getur þú sagt mér um sléttuúlfa?“ Vísindavefurinn. 2. jan. 2009. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50010>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getur þú sagt mér um sléttuúlfa?
Sléttuúlfar (Canis latrans) nefnast á ensku coyote eða praire wolf. Þessa nafngift má líklega rekja til upprunalegra heimkynna þeirra á sléttum Norður-Ameríku. Orðið coyote kemur hins vegar af orðinu couytl í máli Nahutl-indjána sem bjuggu á svæðum sem tilheyra í dag Mexíkó. Latneska heiti þeirra merkir hins vegar “geltandi hundur”.

Sléttuúlfar eru oft kallaðir litli bróðir úlfsins (Canis lupus), en þessar tegundir eru náskyldar og töluvert líkar í útliti. Sléttuúlfar eru að jafnaði nokkuð minni, að meðaltali um 12-20 kg að þyngd en úlfar eru yfirleitt á bilinu 17-30 kg á þyngd. Til eru þó dæmi um að felldir hafi verið allt að 30 kg sléttuúlfar. Lengd sléttuúlfs er í kringum 100-120 cm og er hann því mitt á milli sjakala og úlfs að stærð.



Sléttuúlfar eru oft kallaðir litli bróðir úlfsins.

Útbreiðsla

Útbreiðslusvæði fárra landdýra nær yfir jafn mörg gróður- og veðurfarsbelti og útbreiðsla sléttuúlfsins. Hann finnst allt frá 72. breiddagráðu við íshafsströnd Alaska og allt suður til regnskóga Gvatemala. Skýringu þessarar miklu útbreiðslu sléttuúlfsins má einkum rekja til mikillar aðlögunarhæfni hans sem og minnkandi samkeppni vegna rénunar úlfastofnsins.

Upprunalega lifðu sléttuúlfar einkum á gresjunum miklu. Í kjölfar þess að stórri veiðibráð var nánast útrýmt þar á öndverðri 19. öld fór hann hins vegar að færa sig inn á ný svæði. Mikil aðlögunarhæfni sléttuúlfsins gerði honum kleift að lifa hvort sem var í skóglendi, fjalllendi og jafnvel á freðmýrum. Síðustu áratugi hefur útbreiðsla hans aukist enn frekar þrátt fyrir miklar ofsóknir mannsins. Útbreiðslumynstur sléttuúlfsins hefur jafnframt þótt sýna sterka samsvörun við útbreiðslu og aðlögun rauðrefsins (Vulpes vulpes) á síðustu áratugum.

Fæðunám og samskipti við önnur dýr

Rannsóknir hafa sýnt að allt að 90% af fæðu sléttuúlfs eru spendýr. Tegundasamsetningin er mjög breytileg milli svæða og eftir árstíma, sérstaklega á norðlægari svæðum. Stærstur hluti fæðunnar er þó venjulega smærri spendýr svo sem skógarkanínur (Sylvilagus floridanus), mýs, moldvörpur (Talpidae) og jarðíkornar (Marmotini). Á sumum svæðum fella sléttuúlfar jafnvel stærri bráðir eins og elgi (Alces alces), hirti og nautgripi. Einnig éta þeir skriðdýr og fugla og jafnvel skordýr eða aðra landhryggleysingja.



Hér sést sléttuúlfur ráðast á kind.

Fyrir utan manninn eru úlfar helstu afræningjar sléttuúlfsins. Þessar tegundir eru jafnframt í beinni samkeppni hvor við aðra, en þær lifa að miklu leyti á sömu svæðum. Rannsóknir hafa sýnt að úlfar halda stofnstærð sléttuúlfa niðri. Á svæðum þar sem úlfurinn hefur horfið hefur fjöldi sléttuúlfa margfaldast en stofnstærðin hefur aftur á móti minnkað þegar úlfum hefur fjölgað. Fjölmörg dæmi um þetta er að finna í Bandaríkjunum. Til dæmis má nefna að þegar úlfar voru fluttir í Yellowstone-þjóðgarðinn árið 1996 hrundi stofn sléttuúlfa þar. Talið er að stofninn hafi minnkað um allt að 50% á aðeins tveimur árum. Annar seigur afræningi sléttuúlfsins er fjallaljónið (Puma concolor).

Merkileg samvinna tíðkast meðal sléttuúlfa og sléttugreifingja (Taxidea taxus). Sléttuúlfar eru afar lélegir að grafa, ólíkt sléttugreifingjum. Sléttuúlfar bregða því á það ráð að elta greifingjana og bíða þess að þeir grafi upp holur nagdýra. Þar sem greifingjar eru frekar svifaseinir sleppa iðulega einhver nagdýr frá þeim. Sléttuúlfurinn sætir þá lagi og grípur bráðina.

Æxlun og félagskerfi

Sléttuúlfynjan verður kynþroska venjulega á öðru ári eða við 20 mánaða aldur. Fengitíminn er í janúar til febrúar en þá gefur úlfynjan frá sér sterka lykt sem laðar að karldýr úr nágrenninu. Úlfynjan velur sér aðeins eitt karldýr til að makast við og sér parið sameiginlega um uppeldi yrðlinganna. Einkvæni er algengt meðal sléttuúlfa en úlfynjan velur sér venjulega sama karldýr og árið áður. Parið byrjar venjulega á því að leita uppi gamla jarðholu sem hefur verið grafin af greifingja, marðardýri eða jafnvel nagdýri. Afar sjaldgæft er að sléttuúlfar grafi sínar eigin holur. Þegar kemur að goti hverfur úlfynjan niður í jarðholuna og karldýrið sér þá eitt um veiðarnar.



Sléttuúlfur í Yellowstone-þjóðgarðinum.

Meðgöngutíminn er venjulega um 60-65 dagar og er got því venjulega í mars eða apríl. Meðalgotstærð er 5-6 ylfingar. Þeir vega um það bil 250 grömm við fæðingu og eru hárlausir og blindir. Fyrstu tvo mánuðina lifa þeir á blöndu af hálfmeltu kjöti og mjólk. Eftir það fara foreldrarnir að bera ofan í þá hrátt kjöt og jafnvel lifandi veiðidýr sem þeir geta þá æft sig á að veiða.

Við 3-4 mánaða aldur er mataræði yrðlinganna og foreldranna orðið það sama og fara þeir þá í vaxandi mæli með foreldrunum til veiða. Fjölskyldan yfirgefur bælið venjulega um hásumarið og þurfa ylfingarnir þá að venjast lífinu algjörlega utan bælisins. Við 9 mánaða aldur eru yrðlingarnir orðnir fullvaxnir og tilbúnir að mæta komandi vetri.

Sléttuúlfar lifa saman í fjölskylduhópum. Þegar ylfingarnir eru fullvaxta að hausti þá er algengt að dæturnar verði eftir hjá foreldrunum og hjálpi til við að undirbúa got mæðra sinna næsta vor en synirnir hverfa á braut.

Samskipti við manninn

Sléttuúlfurinn á einstaklega auðvelt með að laga sig að breytilegri fæðu og er eins og áður segir líkur rauðrefi að því leyti. Fæðufjölbreytnin er þó heldur minni hjá sléttuúlfinum. Þeir leggja sér þó jafnvel til munns ávexti og gras og finna oft fæðu í ruslahaugum. Sléttuúlfurinn er þó rándýr og hefur víða lagst á búpening en maðurinn þrengir sífellt að útbreiðslusvæði hans. Þetta er ein helsta ástæða þess að reynt hefur verið að útrýma honum en slíkar herferðir hafa ekki borið mikinn árangur. Þær hafa þvert á móti haft þau áhrif að hann hefur dreift sér inn á stærri og fjölbreytilegri svæði. Líkt og rauðrefur hefur hann meira að segja komið sér fyrir i borgum og byggðum þar sem hann herjar á gæludýr og rótar í sorpi. Aðgerðir til að útrýma honum þaðan hafa heldur ekki gengið og sennilega er því vænlegast að fólk aðlagist lífi með sléttuúlfinum í úthverfum stórborga Bandaríkjanna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Robert M. Timm, Rex O. Baker, Joe R. Bennett og Craig C. Coolahan. 2004. Coyote Attacks: An Increasing Suburban Problem.. Hopland Research & Extension Center.
  • Morey, Paul. 2004. Landscape use and diet of coyotes, Canis latrans, in the Chicago metropolitan area, meistaraprófsritgerð, Utah State University.
  • Nowak, R. 1999. Walker's Mammals of the World. The Johns Hopkins University Press, Baltomore.
  • Parker, Gerry. 1995. Eastern Coyote: Story of Its Success. Nimbus Publishing, Halifax, Nova Scotia.

Myndir: Wikimedia Commons...