Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða tungumál ætli Nói og niðjar hans hafi talað?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Ellefti kafli fyrstu Mósebókar hefst á þessum orðum: "En jörðin hafði eitt tungumál og ein og sömu orð." Þetta er skrifað í framhaldi af lokum 10. kafla (32. versi) þar sem segir frá því að eftir syndaflóðið hafi ættkvíslir Nóa og sona hans og þær þjóðir sem frá þeim greindust dreifst um jörðina. Niðjar Nóa fóru víða um Austurlönd. Er þeir komu á láglendi í Sínearlandi hófu þeir að reisa sér borg og turn, sem ná átti til himins, til þess að þeir tvístruðust ekki um jörðina. Þetta líkaði Drottni illa og ákvað að rugla tungumál þeirra þannig að enginn skildi framar annars mál. Hætt var við að reisa borgina, sem kölluð var Babel, "því að þar ruglaði Drottinn tungumál allrar jarðarinnar og þaðan tvístraði hann þeim um alla jörðina." Þetta er frásögn Biblíunnar af uppruna tungumálanna.



Fræg mynd af Babelsturninum eftir Pieter Bruegel eldri (um 1525-1569).

Einn sona Nóa var Sem og var hann forfaðir Abrahams. Semitíska málaættin er við hann kennd. Er því ekki ólíklegt að Nói hafi talað mál sem semitíska á rætur að rekja til ef frásögnin í fyrstu Mósebók er tekin bókstaflega.

Semitísk mál greinast í tvær kvíslir, austur- og vestursemitísk mál. Til austursemitísku telst akkadíska sem var það mál sem talað var í Babýlóníu og Assýríu. Það mál dó út fyrir Krists burð og varð að lúta í lægra haldi fyrir arameísku.

Vestursemitíska greinist aftur í tvennt, norður- og suðursemitísku. Til norðursemitísku teljast kanaanítíska en til hennar taldist fönikíska, sem nú er ekki töluð lengur, og hebreska, sem arameíska ruddi að mestu úr vegi.

Arameíska var útbreitt tungumál fyrir Krist en fáir tala hana nú. Hebreska hefur hins vegar verið endurvakin, ef svo má að orði komast, og er nú tal- og ritmál Gyðinga. Til suðursemitísku telst arabíska. Talsverðar mjög fornar ritheimildir eru til á öllum þeim málum sem nefnd hafa verið.

Önnur svör á Vísindavefnum um Nóa á Vísindvefnum:

Mynd: Warburg Electronic Library

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

13.6.2007

Spyrjandi

Evelina Butkute, f. 1990

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða tungumál ætli Nói og niðjar hans hafi talað?“ Vísindavefurinn, 13. júní 2007, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6679.

Guðrún Kvaran. (2007, 13. júní). Hvaða tungumál ætli Nói og niðjar hans hafi talað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6679

Guðrún Kvaran. „Hvaða tungumál ætli Nói og niðjar hans hafi talað?“ Vísindavefurinn. 13. jún. 2007. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6679>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða tungumál ætli Nói og niðjar hans hafi talað?
Ellefti kafli fyrstu Mósebókar hefst á þessum orðum: "En jörðin hafði eitt tungumál og ein og sömu orð." Þetta er skrifað í framhaldi af lokum 10. kafla (32. versi) þar sem segir frá því að eftir syndaflóðið hafi ættkvíslir Nóa og sona hans og þær þjóðir sem frá þeim greindust dreifst um jörðina. Niðjar Nóa fóru víða um Austurlönd. Er þeir komu á láglendi í Sínearlandi hófu þeir að reisa sér borg og turn, sem ná átti til himins, til þess að þeir tvístruðust ekki um jörðina. Þetta líkaði Drottni illa og ákvað að rugla tungumál þeirra þannig að enginn skildi framar annars mál. Hætt var við að reisa borgina, sem kölluð var Babel, "því að þar ruglaði Drottinn tungumál allrar jarðarinnar og þaðan tvístraði hann þeim um alla jörðina." Þetta er frásögn Biblíunnar af uppruna tungumálanna.



Fræg mynd af Babelsturninum eftir Pieter Bruegel eldri (um 1525-1569).

Einn sona Nóa var Sem og var hann forfaðir Abrahams. Semitíska málaættin er við hann kennd. Er því ekki ólíklegt að Nói hafi talað mál sem semitíska á rætur að rekja til ef frásögnin í fyrstu Mósebók er tekin bókstaflega.

Semitísk mál greinast í tvær kvíslir, austur- og vestursemitísk mál. Til austursemitísku telst akkadíska sem var það mál sem talað var í Babýlóníu og Assýríu. Það mál dó út fyrir Krists burð og varð að lúta í lægra haldi fyrir arameísku.

Vestursemitíska greinist aftur í tvennt, norður- og suðursemitísku. Til norðursemitísku teljast kanaanítíska en til hennar taldist fönikíska, sem nú er ekki töluð lengur, og hebreska, sem arameíska ruddi að mestu úr vegi.

Arameíska var útbreitt tungumál fyrir Krist en fáir tala hana nú. Hebreska hefur hins vegar verið endurvakin, ef svo má að orði komast, og er nú tal- og ritmál Gyðinga. Til suðursemitísku telst arabíska. Talsverðar mjög fornar ritheimildir eru til á öllum þeim málum sem nefnd hafa verið.

Önnur svör á Vísindavefnum um Nóa á Vísindvefnum:

Mynd: Warburg Electronic Library...