Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er Óðinn eineygður?

Óðinn er æðstur og elstur ása í Ásatrú. Hann er alfaðir ása. Kona Óðins nefnist Frigg og hún er ein af ásynjum Ásgarðs. Synir þeirra eru Þór, Týr, Baldur, Höður og Váli.

Óðinn er sonur Bors og Bestlu. Þau áttu einnig Vilja og Vé en ásamt þeim skapaði Óðinn jörðina og himininn. Óðinn skapaði mannfólkið ásamt Hæni og Lóða. Óðinn á hrafnana tvo Huginn og Muninn en þeir færa honum fréttir úr allri veröldinni. Sleipnir heitir hestur Óðins og er hann áttfættur. Úlfarnir Geri og Freki fylgja Óðni. Þeir sitja einnig til borðs með honum og éta matinn sem honum er borinn í bústað sínum, Valhöll, vegna þess að Óðinn nærist á miði (bjór) og þarf ekki mat.Óðinn með hrafnana Hugin og Munin og úlfana Gera og Freka.

Óðinn er eineygður vegna þess að hann þurfti að láta annað auga sitt í skiptum fyrir teyg úr viskubrunninum Mímisbrunni. Augað liggur síðan í botni Mímisbrunns. Þegar Óðinn hafði sopið úr brunninum varð hann alvitur.

Fleiri svör um tengd efni:Heimildir og mynd:
Þetta svar er eftir nemanda á námskeiði sem haldið var í júnímánuði 2007 á vegum Háskólaseturs Vestfjarða fyrir ungmenni á aldrinum 12-16 ára.

Útgáfudagur

15.6.2007

Spyrjandi

Ingibjörg Ólafsdóttir

Höfundur

grunnskólanemi

Tilvísun

Erla Sighvatsdóttir. „Af hverju er Óðinn eineygður?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2007. Sótt 13. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=6687.

Erla Sighvatsdóttir. (2007, 15. júní). Af hverju er Óðinn eineygður? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6687

Erla Sighvatsdóttir. „Af hverju er Óðinn eineygður?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2007. Vefsíða. 13. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6687>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Davíð Ólafsson

1971

Davíð Ólafsson er aðjúnkt í menningarfræði við Íslensku- og menningardeild HÍ. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að virkni bóklegrar miðlunar út frá sjónarhóli hversdagsmenningar og hugmyndum um atbeina og iðkun.