Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er gas?

Öll efni geta verið í þrenns konar ham:
 • storkuham / fast form (e. solid)
 • vökvaham (e. liquid)
 • gasham (e. gas)

Auk þess er til svonefnt rafgas sem á ekki við um venjuleg frumefni.

Af þessu leiðir að gas getur verið nær hvaða efni sem er. Vatn er til dæmis í storkuham þegar það er frosið, í vökvaham er það fljótandi og þegar við sjóðum vatn breytist það í gas.

Dæmigerð sameindabygging efnis í storkuham (til vinstri), í vökvaham (í miðju) og í gasham (til hægri). Þegar efni eru í gasham eru aðdráttarkraftar milli sameindanna hverfandi litlir. Sameindirnar hreyfast þess vegna næstum því óháðar hver annarri. Í lokuðu íláti dreifist gas jafnt.

Viðmiðunarhamur efnis er sá hamur sem efnið hefur við svonefndar staðalaðstæður. Þá er átt við aðstæður sem ríkja í andrúmslofti jarðar, það er um einnar loftþyngdar þrýsting og hitastig milli - 50°C til + 50°C.

Alls eru ellefu frumefni í gasham við staðalaðstæður:
 • vetni (H)
 • helín (He)
 • nitur (N)
 • súrefni (ildi) (O)
 • flúor (F)
 • neon (Ne)
 • klór (Cl)
 • argon (Ar)
 • krypton (Kr)
 • xenon (Xe)
 • radon (Rn)

Gös úr tveimur eða fleiri frumefnum eru hins vegar miklu fleiri og ekki er hægt að telja þau öll upp. Hægt er að lesa meira um gös í mörgum svörum á Vísindavefnum.

Mynd:

Útgáfudagur

6.11.2014

Spyrjandi

Ragnar Þorvaldsson, f. 1995

Höfundur

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er gas?“ Vísindavefurinn, 6. nóvember 2014. Sótt 18. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=66888.

JGÞ. (2014, 6. nóvember). Hvað er gas? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66888

JGÞ. „Hvað er gas?“ Vísindavefurinn. 6. nóv. 2014. Vefsíða. 18. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66888>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sigríður Matthíasdóttir

1965

Sigríður Matthíasdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Rannsóknir hennar spanna allvítt svið innan sagnfræðinnar en hún hefur meðal annars fengist við sögu íslenskrar þjóðernisstefnu, háskólasögu og sögu íslenskra vesturferða með áherslu á sögu kvenna.