Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það satt að allt gas sé lyktarlaust og lykt sé bætt í til að finna gasleka?

Eggert Eggertsson

Gas eða lofttegund er efni í gasham við aðstæður sem ríkja í andrúmslofti jarðar, það er um einnar loftþyngdar þrýsting og hitastig milli - 50°C til + 50°C. Orðið gas hefur lengi verið notað einungis yfir brennanlegar gastegundir. Iðnaðarmenn hafa kallað asetýlengas og súrefni, gas og súr, en það er notað við logsuðu og logskurð. Margir nota orðið gas einungis yfir gas fyrir eldmennsku með própani. Própangas, sem notað er á útigrill og til heimilisnota á Íslandi, er eða hefur verið selt undir nöfnunum Agagas, Gasol, Kosangas, Primus og smellugas.

Metangas (jarðgas) er notað sem orkugjafi á bíla á Íslandi og til eldunar og húshitunar erlendis. Rússland sér Evrópu fyrir gasi til húshitunar með gasleiðslum og er það mest megnis metan eða blöndur af því. Á Íslandi er ekkert metan í jörðu en það metan sem við höfum kemur úr sorphaugnum á Álfsnesi og er það takmörkuð auðlind. Gastegundir sem fluttar eru milli landa eru þéttar við mikinn þrýsting í sérstökum stálkútum sem gerðir eru til að þola mörg hundruð loftþyngda þrýsting. Þetta er gert til að minnka rúmmál vörunnar en mun minna fer fyrir efni sem er í vökvaham en gasham. Ástæðan fyrir því að própan hefur festst í sessi á Íslandi en ekki metan er að það er mun auðveldara að þétta própan (suðumark -42°C) en metan (suðumark -164°C) og því er própan frekar flutt inn til Íslands. Það ber að hafa í huga að eldavélar og grill sem gerð eru fyrir metan skal ekki nota fyrir própan og öfugt. Ef bruninn í eldavélinni er ekki réttur getur myndast koleinildi sem einnig er nefnt koleinoxíð (CO) og það er lífshættulegt.

Þar sem auðveldara er að flytja própangas en metangas til Íslands er própangas notað á útigrill og til heimilisnota hérlendis. Erlendis ganga gasgrillin aðallega fyrir própangasi en metangasið er hins vegar vinsælla til eldunar og húshitunar.

Brennanlegar gastegundir eru iðulega með ísettu lyktarefni til að auka öryggi þeirra við notkun. Lyktarefni er einnig sett í súrefni til iðnaðarnota öryggisins vegna til að leki eða ofurmagn af súrefni uppgötvist í tíma. Á Íslandi er súrefni með lykt selt undir nafninu Odorox. Lyktarefni sem sett eru í brennanlegt gas eru yfirleitt brennisteinskolvetni og eru þau í milljónustu hlutum (ppm) í gasinu. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá upptalningu á lykt og áhrif fjölmargra gastegunda. Þar sést að sumar gastegundir eru lyktarlausar meðan aðrar hafa einkennandi lykt.

Tafla sem sýnir lykt nokkura gastegunda.

HeitiEfnaformúlaLykt - áhrif
AsetýlenC2H2Hvítlaukslykt - brennanleg
AmmóníakNH3Ógleði, ertandi lykt - ertir skinn
ArgonArLyktarlaus - mjög óhvarfgjörn
BrennisteinstvíildiSO2Bítandi lykt - ertandi
BrennisteinshexaflúoríðSF6Lyktarlaus - mjög óhvarfgjörn
BrennisteinsvetniH2SRotið egg - brennanleg, eitruð
n-BútanC4H10Óþægileg lykt - brennanleg
Tvímetýlamín(CH3)2NHFisklykt - brennaleg
Tvínitureinildi, glaðloftN2OSæt lykt - róandi
HelínHeLyktarlaus - mjög óhvarfgjörn
ÍsóbútanC4H10Örlítið sæt lykt - brennanleg
KlórCl2Bítandi lykt - mjög oxandi
Klórtvíflúormetan, R22, FreonCHF2ClMild eter lykt - óhvarfgjörn
Koltvíildi (kolsýra)CO2Lyktarlaus - ekki brennanleg, veik sýra
KoleinildiCOLyktarlaus - brennanleg, eitruð
Köfnunarefni, niturN2Lyktarlaus - frekar óhvarfgjörn
Loft (blanda)O2 + N2Lyktarlaus - oxandi
NeonNeLyktarlaus - mjög óhvarfgjörn
NiturtvíildiNO2Örlítið ertandi lykt - litur í lofti fer eftir magni og hita
NitureinildiNOÖrlítið ertandi lykt - hvarfgjörn
ÓsonO3Bítandi lykt - mjög oxandi
PrópanC3H8Lyktarlaus - brennanleg
SúrefniO2Lyktarlaus - mjög oxandi
VetniH2Lyktarlaus - brennanleg
XenonXeLyktarlaus - mjög óhvarfgjörn

Heimildir:

Mynd:

Eftirfarandi spurningu var einnig svarað:
  • Er ekki hægt að nota metangas til þess að grilla eða elda? (spyrjandi Sverrir J. Hannesson)

Höfundur

lyfjafræðingur og gæða- og öryggisstjóri ÍSAGA

Útgáfudagur

14.5.2014

Spyrjandi

Tinna Jökulsdóttir

Tilvísun

Eggert Eggertsson. „Er það satt að allt gas sé lyktarlaust og lykt sé bætt í til að finna gasleka?“ Vísindavefurinn, 14. maí 2014, sótt 16. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=23689.

Eggert Eggertsson. (2014, 14. maí). Er það satt að allt gas sé lyktarlaust og lykt sé bætt í til að finna gasleka? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=23689

Eggert Eggertsson. „Er það satt að allt gas sé lyktarlaust og lykt sé bætt í til að finna gasleka?“ Vísindavefurinn. 14. maí. 2014. Vefsíða. 16. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=23689>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það satt að allt gas sé lyktarlaust og lykt sé bætt í til að finna gasleka?
Gas eða lofttegund er efni í gasham við aðstæður sem ríkja í andrúmslofti jarðar, það er um einnar loftþyngdar þrýsting og hitastig milli - 50°C til + 50°C. Orðið gas hefur lengi verið notað einungis yfir brennanlegar gastegundir. Iðnaðarmenn hafa kallað asetýlengas og súrefni, gas og súr, en það er notað við logsuðu og logskurð. Margir nota orðið gas einungis yfir gas fyrir eldmennsku með própani. Própangas, sem notað er á útigrill og til heimilisnota á Íslandi, er eða hefur verið selt undir nöfnunum Agagas, Gasol, Kosangas, Primus og smellugas.

Metangas (jarðgas) er notað sem orkugjafi á bíla á Íslandi og til eldunar og húshitunar erlendis. Rússland sér Evrópu fyrir gasi til húshitunar með gasleiðslum og er það mest megnis metan eða blöndur af því. Á Íslandi er ekkert metan í jörðu en það metan sem við höfum kemur úr sorphaugnum á Álfsnesi og er það takmörkuð auðlind. Gastegundir sem fluttar eru milli landa eru þéttar við mikinn þrýsting í sérstökum stálkútum sem gerðir eru til að þola mörg hundruð loftþyngda þrýsting. Þetta er gert til að minnka rúmmál vörunnar en mun minna fer fyrir efni sem er í vökvaham en gasham. Ástæðan fyrir því að própan hefur festst í sessi á Íslandi en ekki metan er að það er mun auðveldara að þétta própan (suðumark -42°C) en metan (suðumark -164°C) og því er própan frekar flutt inn til Íslands. Það ber að hafa í huga að eldavélar og grill sem gerð eru fyrir metan skal ekki nota fyrir própan og öfugt. Ef bruninn í eldavélinni er ekki réttur getur myndast koleinildi sem einnig er nefnt koleinoxíð (CO) og það er lífshættulegt.

Þar sem auðveldara er að flytja própangas en metangas til Íslands er própangas notað á útigrill og til heimilisnota hérlendis. Erlendis ganga gasgrillin aðallega fyrir própangasi en metangasið er hins vegar vinsælla til eldunar og húshitunar.

Brennanlegar gastegundir eru iðulega með ísettu lyktarefni til að auka öryggi þeirra við notkun. Lyktarefni er einnig sett í súrefni til iðnaðarnota öryggisins vegna til að leki eða ofurmagn af súrefni uppgötvist í tíma. Á Íslandi er súrefni með lykt selt undir nafninu Odorox. Lyktarefni sem sett eru í brennanlegt gas eru yfirleitt brennisteinskolvetni og eru þau í milljónustu hlutum (ppm) í gasinu. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá upptalningu á lykt og áhrif fjölmargra gastegunda. Þar sést að sumar gastegundir eru lyktarlausar meðan aðrar hafa einkennandi lykt.

Tafla sem sýnir lykt nokkura gastegunda.

HeitiEfnaformúlaLykt - áhrif
AsetýlenC2H2Hvítlaukslykt - brennanleg
AmmóníakNH3Ógleði, ertandi lykt - ertir skinn
ArgonArLyktarlaus - mjög óhvarfgjörn
BrennisteinstvíildiSO2Bítandi lykt - ertandi
BrennisteinshexaflúoríðSF6Lyktarlaus - mjög óhvarfgjörn
BrennisteinsvetniH2SRotið egg - brennanleg, eitruð
n-BútanC4H10Óþægileg lykt - brennanleg
Tvímetýlamín(CH3)2NHFisklykt - brennaleg
Tvínitureinildi, glaðloftN2OSæt lykt - róandi
HelínHeLyktarlaus - mjög óhvarfgjörn
ÍsóbútanC4H10Örlítið sæt lykt - brennanleg
KlórCl2Bítandi lykt - mjög oxandi
Klórtvíflúormetan, R22, FreonCHF2ClMild eter lykt - óhvarfgjörn
Koltvíildi (kolsýra)CO2Lyktarlaus - ekki brennanleg, veik sýra
KoleinildiCOLyktarlaus - brennanleg, eitruð
Köfnunarefni, niturN2Lyktarlaus - frekar óhvarfgjörn
Loft (blanda)O2 + N2Lyktarlaus - oxandi
NeonNeLyktarlaus - mjög óhvarfgjörn
NiturtvíildiNO2Örlítið ertandi lykt - litur í lofti fer eftir magni og hita
NitureinildiNOÖrlítið ertandi lykt - hvarfgjörn
ÓsonO3Bítandi lykt - mjög oxandi
PrópanC3H8Lyktarlaus - brennanleg
SúrefniO2Lyktarlaus - mjög oxandi
VetniH2Lyktarlaus - brennanleg
XenonXeLyktarlaus - mjög óhvarfgjörn

Heimildir:

Mynd:

Eftirfarandi spurningu var einnig svarað:
  • Er ekki hægt að nota metangas til þess að grilla eða elda? (spyrjandi Sverrir J. Hannesson)

...