Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er neon?

Dagur Snær Sævarsson

Neon (Ne) er frumefni, eitt svonefndra eðalgasa sem má finna í dálkinum lengst til hægri í lotukerfinu. Þau gös sem þar eru eiga það sameiginlegt að ystu rafeindahvolf þeirra eru fullskipuð. Þau hvarfast því ekki við önnur efni og geta þar af leiðandi ekki brunnið, því að bruni er ekkert annað en hvörfun efnis við súrefni. Einnig leiðir af þessu að atómin eru kúlulaga og víxlverka afar lítið sín á milli. Þess vegna þarf að kæla gasið mjög mikið til að það þéttist og storkni síðan, og gasið hagar sér á allan hátt svipað því sem skilgreint er sem kjörgas (ideal gas) í varmafræði. Önnur eðalgös sem við könnumst vel við eru helín (helíum), argon, krypton og xenon. Munurinn á þessum gösum liggur fyrst og fremst í atómmassanum.

Neon hefur sætistöluna 10, mólmassann 20,2 g/mól og eðlismassann 0,0009 g/cm3. Erfitt er að halda neoni á fljótandi formi því einungis tvær og hálf gráða er á milli bræðslumarks efnisins (-248,6°C) og suðumarks (-246,1°C) þess. Við stofuhita er neon því í gasham.

Neon uppgötvaðist árið 1898 þegar efnafræðingarnir Sir William Ramsay (1852 - 1916) og Morris W. Travers (1872-1961) unnu að því að kæla andrúmsloft þar til það varð fljótandi. Þá hituðu þeir vökvann og söfnuðu þeim gastegundum sem losnuðu. Auk neons uppgötvuðust krypton og xenon við þessar tilraunir. Þótt neon finnist aðeins í mjög litlu magni í andrúmslofti jarðar er það eitt af algengustu efnum alheimsins á eftir vetni, helíni og súrefni.

Flestir þekkja hin svokölluðu neonljós sem lýsa upp skilti búða og veitingastaða víðs vegar um heiminn. "Neonljós" eru þó einungis samheiti yfir þessi ljósaskilti því mörg þeirra innihalda ekki neon heldur önnur eðalgös, svo sem krypton, xenon eða argon. Raunveruleg neonljós eru appelsínugul og gefa einn bjartasta litinn.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

nemi í lífefnafræði við Kaupmannahafnarháskóla

Útgáfudagur

6.2.2008

Spyrjandi

Adam Pétursson
Fríða Helgadóttir
Hrafnhildur Ólafía Axelsdóttir

Tilvísun

Dagur Snær Sævarsson. „Hvað er neon?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2008, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7052.

Dagur Snær Sævarsson. (2008, 6. febrúar). Hvað er neon? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7052

Dagur Snær Sævarsson. „Hvað er neon?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2008. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7052>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er neon?
Neon (Ne) er frumefni, eitt svonefndra eðalgasa sem má finna í dálkinum lengst til hægri í lotukerfinu. Þau gös sem þar eru eiga það sameiginlegt að ystu rafeindahvolf þeirra eru fullskipuð. Þau hvarfast því ekki við önnur efni og geta þar af leiðandi ekki brunnið, því að bruni er ekkert annað en hvörfun efnis við súrefni. Einnig leiðir af þessu að atómin eru kúlulaga og víxlverka afar lítið sín á milli. Þess vegna þarf að kæla gasið mjög mikið til að það þéttist og storkni síðan, og gasið hagar sér á allan hátt svipað því sem skilgreint er sem kjörgas (ideal gas) í varmafræði. Önnur eðalgös sem við könnumst vel við eru helín (helíum), argon, krypton og xenon. Munurinn á þessum gösum liggur fyrst og fremst í atómmassanum.

Neon hefur sætistöluna 10, mólmassann 20,2 g/mól og eðlismassann 0,0009 g/cm3. Erfitt er að halda neoni á fljótandi formi því einungis tvær og hálf gráða er á milli bræðslumarks efnisins (-248,6°C) og suðumarks (-246,1°C) þess. Við stofuhita er neon því í gasham.

Neon uppgötvaðist árið 1898 þegar efnafræðingarnir Sir William Ramsay (1852 - 1916) og Morris W. Travers (1872-1961) unnu að því að kæla andrúmsloft þar til það varð fljótandi. Þá hituðu þeir vökvann og söfnuðu þeim gastegundum sem losnuðu. Auk neons uppgötvuðust krypton og xenon við þessar tilraunir. Þótt neon finnist aðeins í mjög litlu magni í andrúmslofti jarðar er það eitt af algengustu efnum alheimsins á eftir vetni, helíni og súrefni.

Flestir þekkja hin svokölluðu neonljós sem lýsa upp skilti búða og veitingastaða víðs vegar um heiminn. "Neonljós" eru þó einungis samheiti yfir þessi ljósaskilti því mörg þeirra innihalda ekki neon heldur önnur eðalgös, svo sem krypton, xenon eða argon. Raunveruleg neonljós eru appelsínugul og gefa einn bjartasta litinn.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

...