Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

doktor.is

Hvað borða andarungar?

Andarungar þurfa mjög prótínríka fæðu til að vaxa og dafna. Frjósamar tjarnir og vötn eru kjörlendi fyrir andavarp. Andarungarnir éta helst ýmsar skordýralirfur og önnur vatnasmádýr sem innihalda mikið prótín.

Andarungar.

Reykjavíkurtjörn hefur talsvert verið í umræðunni undanfarin misseri vegna þess hversu fáir andarungar hafa komist þar á legg. Það eru nokkrir þættir sem valda því. Einn þeirra er sýnilegt hrun á skordýralífi Tjarnarinnar en undanfarin ár hafa framkvæmdir valdið mikilli röskun á lífríki þar. Meðal annars var vatni hleypt úr Tjörninni. Brauð handa andarungum kemur ekki í staðinn fyrir skordýralirfur og önnur smádýr sem þrífast í vatni.

Fleiri svör um tengt efni:

Mynd:

Útgáfudagur

2.7.2007

Spyrjandi

Sverrir Borgþór, f. 1993
Kristjana Björk, f. 1995

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað borða andarungar?“ Vísindavefurinn, 2. júlí 2007. Sótt 22. febrúar 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=6708.

Jón Már Halldórsson. (2007, 2. júlí). Hvað borða andarungar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6708

Jón Már Halldórsson. „Hvað borða andarungar?“ Vísindavefurinn. 2. júl. 2007. Vefsíða. 22. feb. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6708>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sigurður Reynir Gíslason

1957

Sigurður Reynir Gíslason er vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans. Undanfarin ár hefur hann rannsakað efnaskipti vatns, bergs, lofttegunda og lífvera í náttúrunni og á tilraunastofum, með sérstaka áherslu á hringrás kolefnis á jörðinni, bindingu kolefnis í bergi og áhrif eldgosa á loft, vatn og lífverur.