Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er þyngdaraflið öðruvísi á öðrum hnöttum?

FGJ

Þyngdarkraftur annarra hnatta er í raun ekki öðruvísi en jarðarinnar, heldur einungis mismikill. Þyngdarkraftur stjórnast af tveimur þáttum, það er hversu mikill massi upphaflega hlutarins, í þessu tilfelli plánetanna, er og hversu langt það sem þyngdarkrafturinn verkar á er frá miðju hans.

Þyngdarkrafturinn á öðrum hnöttum er ekki öðruvísi en annars staðar, heldur er hann mismikill eftir massa þeirra og lengd hlutar frá miðju þeirra.

Ef við tökum tunglið sem dæmi, þá er massi þess minni en jarðarinnar sem gerir það að verkum að hlutur á tunglinu léttist miðað við þyngd hans á jörðinni. Radíus tunglsins er einnig mun minni en jarðarinnar sem verkar til þess að þyngja hlutinn. Einfalt reikningsdæmi má setja upp út frá þessu til þess að meta heildarþyngd hlutar á tunglinu ef þyngd hans á jörðinni er þekkt, en formúluna má sjá í svari við spurningunni Hvað veldur aðdráttaraflinu og hvers vegna er það mismunandi milli tungla og reikistjarna? eftir Þorstein Vilhjálmsson.

Mynd:
  • Flickr.. Mynd birt af Project Apollo Archive. (Sótt 6.5.2019).

Höfundur

Útgáfudagur

6.5.2019

Spyrjandi

Guðmundur Grétar Magnússon

Tilvísun

FGJ. „Af hverju er þyngdaraflið öðruvísi á öðrum hnöttum?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2019, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67100.

FGJ. (2019, 6. maí). Af hverju er þyngdaraflið öðruvísi á öðrum hnöttum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67100

FGJ. „Af hverju er þyngdaraflið öðruvísi á öðrum hnöttum?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2019. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67100>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er þyngdaraflið öðruvísi á öðrum hnöttum?
Þyngdarkraftur annarra hnatta er í raun ekki öðruvísi en jarðarinnar, heldur einungis mismikill. Þyngdarkraftur stjórnast af tveimur þáttum, það er hversu mikill massi upphaflega hlutarins, í þessu tilfelli plánetanna, er og hversu langt það sem þyngdarkrafturinn verkar á er frá miðju hans.

Þyngdarkrafturinn á öðrum hnöttum er ekki öðruvísi en annars staðar, heldur er hann mismikill eftir massa þeirra og lengd hlutar frá miðju þeirra.

Ef við tökum tunglið sem dæmi, þá er massi þess minni en jarðarinnar sem gerir það að verkum að hlutur á tunglinu léttist miðað við þyngd hans á jörðinni. Radíus tunglsins er einnig mun minni en jarðarinnar sem verkar til þess að þyngja hlutinn. Einfalt reikningsdæmi má setja upp út frá þessu til þess að meta heildarþyngd hlutar á tunglinu ef þyngd hans á jörðinni er þekkt, en formúluna má sjá í svari við spurningunni Hvað veldur aðdráttaraflinu og hvers vegna er það mismunandi milli tungla og reikistjarna? eftir Þorstein Vilhjálmsson.

Mynd:
  • Flickr.. Mynd birt af Project Apollo Archive. (Sótt 6.5.2019).
...