Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Húð- er notað sem forliður í herðandi merkingu í ýmsum samsettum orðum, til dæmis í lýsingarorðunum húðlatur, húðvotur, sögnunum húðrigna, húðskamma og nafnorðunum húðarklár, húðarbikkja, húðarjálkur, húðarrigning.
Forliðurinn er sóttur til nafnorðsins húð 'skinn, hörund'. Líklegast er að í orðunum yfir klár, bikkju og jálk hafi hann upphaflega verið notaður í eiginlegri merkingu um hest sem gengið hefur sér til húðar, það er hrossið er magurt og kraftlítið og ekkert er lengur nýtilegt annað en húðin.
Þegar húðrignir geta þeir sem eru ekki með regnhlíf orðið húðblautir.
Í orðunum húðrigning og húðrigna er verið að lýsa svo mikilli rigningu að menn verða blautir inn að skinni. Sú notkun, það er um eitthvað sem er afar mikið, opnar leið fyrir forliðinn til að mynda samsetningar með öðrum orðum, til dæmis húðlatur 'afar latur'. Þá eru ekki bein tengsl við húðina lengur en eftir er notkunin yfir eitthvað sem er afar mikið.
Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur lýsingarorðið húðlatur?“ Vísindavefurinn, 10. júlí 2007, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6714.