Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hver er þessi slyðra og hvað er svo svakalega slæmt við þetta fyrirbæri að menn þurfa beinlínis að reka af sér orðið eitt & sér?
Nafnorðið slyðra hefur fleiri en eina merkingu: ‘lint, úr sér vaxið gras; lingerð manneskja eða skepna; leti, ómennska, linka; ósigur, ófarir; kjarkleysa, bleyðimennska’. Elsta dæmið í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er í Ritum þess Islendska Lærdóms-Lista Felags (VIII:197) frá síðari hluta 18. aldar og sýnir fyrstu merkinguna í upptalningunni hér á undan:
Í kríngum tradir, vid þiódbrautir og bæi, vex at sønnu gras mikit; en fáum sképnum finnz til sliðru, á medan hún er græn.
Dæmi úr Skírni frá 1875 sýnir merkinguna ‘kjarkleysi, bleyðimennska’ og er nálægt því sem spurt var um:
að reka af sjer alla slyðru og sýna meiri hlutanum í hinni þingdeildinni, að.
Elsta heimild um orðasambandið að reka af sér slyðruorðið er enn eldra og kemur fyrir í málshátta- og orðasambandasafni Jóns Rúgmanns sem hann safnaði til á miðri 17. öld:
Ad reka Af sier slidru ordid.
Orðasambandið merkir að sýna í verki að maður er ekki duglaus þótt einhverjir haldi því ef til vill fram.
Heimild og mynd:
Guðrún Kvaran. „Hvað er slyðra og hvernig er hægt að reka af sér slyðruorðið?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2026, sótt 16. janúar 2026, https://visindavefur.is/svar.php?id=88269.
Guðrún Kvaran. (2026, 16. janúar). Hvað er slyðra og hvernig er hægt að reka af sér slyðruorðið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88269
Guðrún Kvaran. „Hvað er slyðra og hvernig er hægt að reka af sér slyðruorðið?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2026. Vefsíða. 16. jan. 2026. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88269>.