Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 18:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:55 • Síðdegis: 24:31 í Reykjavík

Hvenær var penisilín fyrst notað á Íslandi?

Þórdís Kristinsdóttir

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hvaða ár kom penisilín til Íslands og hvaða lyf er stærsti samkeppnisaðili penisilíns?

Ekki er auðvelt að nálgast áreiðanlegar heimildir um fyrstu notkun penisilíns á Íslandi en upphaflega var það aðeins til sem stungulyf og var talsvert ertandi. Til eru skriflegar heimildir í lyfjasöluskrám og samkvæmt breytingum á Lyfjasöluskrá frá 1. maí 1946, sem tóku gildi 1. janúar 1947, er þar fyrst getið um penisilín. Aftur á móti leiða munnlegar heimildir líkur að því að það hafi verið notað heldur fyrr hér á landi, eða árið 1944.

Spyrjandi vill einnig fá að vita hvaða lyf sé stærsti samkeppnisaðili penisilíns. Ekki er alveg ljóst við hvað er átt. Í raun er ekki rétt að tala um samkeppnisaðila penisilíns. Mismunandi lyfjafyrirtæki geta framleitt lyfið og eru þá í samkeppni sín á milli en öll framleiða þau samt penisilín, einungis undir ólíkum sérlyfjaheitum.

Ef penisilíni er flett er upp í íslenskri sérlyfjaskrá kemur upp Penicillin Actavis sem er skráð sem innrennlis- og stungulyf. Þetta er benzylpenisilín, sem er beta-lactamasanæmt penisilín, einnig kallað Penicillin G eða náttúrulegt penisilín og er það hið upprunalega penisilín. Það verkar á penisilínasanæmar bakteríur, sem eru einkum Gram-jákvæðar bakteríur (svo sem pneumokokkar, streptokokkar og stahpylokokkar sem ekki framleiða penisilínasa) og sumar Gram-neikvæðar-kokkar, svo sem neisseria gonorrhea sem veldur lekanda og neisseria meningitis er veldur heilahimnubólgu.

Heitið penisilín er notað yfir stóran hóp af lyfjaflokkum og sérlyfjum.

Galli við benzylpenisilín er að það er brotið niður af beta-laktamösum margra baktería og hefur því takmarkað verkunarsvið, auk þess sem frásog þess um munn er lélegt. Vegna þessa var fljótt farið að þróa afbrigði af penisilíni sem höfðu breiðara verkunarsvið, lengri helmingunartíma, frásoguðust betur og voru ekki brotin niður af beta-laktamösum. Þessi lyf eru anti-staphylokokka penisilín (cloxacillin, dicloxacillin) og breiðvirk penisilín af 2., 3. og 4. kynslóð (svo sem ampicillin, carbenicillin og piperacillin). Þessi nýrri lyf eru nú markaðsett undir ýmsum sérlyfjaheitum og mætti kannski segja að þau séu helsti samkeppnisaðili penisilíns. Það sem gerir þetta flóknara er að þessi umbættu afbrigði penisilíns kallast penisilín lyf og er heitið því bæði notað yfir lyfjaflokkinn og penisilín G. Stundum er heitið penisilín einnig notað í daglegu tali yfir öll beta-lactamasa-lyf og bætast þá enn fleiri lyfjaflokkar og sérlyfjaheiti í hópinn.

Engin tvö sýklalyf hafa nákvæmlega sömu verkun og val á sýklalyfi hverju sinni fer eftir sýklalyfjanæmi þeirrar bakteríu sem þarf að vinna á. Ef bakteríuræktun liggur fyrir er gert svokallað næmispróf til að kanna hvaða sýklalyf vinna á bakteríunni og hver ekki en ónæmi baktería fyrir sýklalyfjum er stigvaxandi vandamál samfara aukinni sýklalyfjanotkun. Þegar næmi liggur fyrir er valið sýklalyf sem bakterían er næm fyrir. Ef fleiri en eitt kemur til greina verður ódýrasta lyfið oftast fyrir valinu en einnig spilar inn í hvaða lyf venja er að nota á hverjum stað og hvaða lyf viðkomandi læknir hefur besta reynslu af.

Þegar hefja þarf meðferð áður en ræktun liggur fyrir og ekki er vitað við hvaða sýkil er átt við, er læknisfræðilegri þekkingu beitt til þess að áætla hvaða sýklar eru líklegastir til að vera meinvaldandi og svo hvaða lyf, eitt eða fleiri, eru líkleg til að vinna á sem flestum þeirra. Aftur spila þá inn í venjur á hverjum stað fyrir sig, hvaða lyf eru á markaði og þá markaðsetning lyfjafyrirtækis, verðlag, aðgengi og almennt næmi baktería á viðkomandi landsvæði.

Munnlegar heimildir:
  • Starfsfólk Lyfjafræðisetursins á Seltjarnarnesi og nokkrir læknar.

Mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

23.4.2014

Spyrjandi

Alexandra Bjarkadóttir

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvenær var penisilín fyrst notað á Íslandi? “ Vísindavefurinn, 23. apríl 2014. Sótt 21. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67246.

Þórdís Kristinsdóttir. (2014, 23. apríl). Hvenær var penisilín fyrst notað á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67246

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvenær var penisilín fyrst notað á Íslandi? “ Vísindavefurinn. 23. apr. 2014. Vefsíða. 21. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67246>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær var penisilín fyrst notað á Íslandi?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvaða ár kom penisilín til Íslands og hvaða lyf er stærsti samkeppnisaðili penisilíns?

Ekki er auðvelt að nálgast áreiðanlegar heimildir um fyrstu notkun penisilíns á Íslandi en upphaflega var það aðeins til sem stungulyf og var talsvert ertandi. Til eru skriflegar heimildir í lyfjasöluskrám og samkvæmt breytingum á Lyfjasöluskrá frá 1. maí 1946, sem tóku gildi 1. janúar 1947, er þar fyrst getið um penisilín. Aftur á móti leiða munnlegar heimildir líkur að því að það hafi verið notað heldur fyrr hér á landi, eða árið 1944.

Spyrjandi vill einnig fá að vita hvaða lyf sé stærsti samkeppnisaðili penisilíns. Ekki er alveg ljóst við hvað er átt. Í raun er ekki rétt að tala um samkeppnisaðila penisilíns. Mismunandi lyfjafyrirtæki geta framleitt lyfið og eru þá í samkeppni sín á milli en öll framleiða þau samt penisilín, einungis undir ólíkum sérlyfjaheitum.

Ef penisilíni er flett er upp í íslenskri sérlyfjaskrá kemur upp Penicillin Actavis sem er skráð sem innrennlis- og stungulyf. Þetta er benzylpenisilín, sem er beta-lactamasanæmt penisilín, einnig kallað Penicillin G eða náttúrulegt penisilín og er það hið upprunalega penisilín. Það verkar á penisilínasanæmar bakteríur, sem eru einkum Gram-jákvæðar bakteríur (svo sem pneumokokkar, streptokokkar og stahpylokokkar sem ekki framleiða penisilínasa) og sumar Gram-neikvæðar-kokkar, svo sem neisseria gonorrhea sem veldur lekanda og neisseria meningitis er veldur heilahimnubólgu.

Heitið penisilín er notað yfir stóran hóp af lyfjaflokkum og sérlyfjum.

Galli við benzylpenisilín er að það er brotið niður af beta-laktamösum margra baktería og hefur því takmarkað verkunarsvið, auk þess sem frásog þess um munn er lélegt. Vegna þessa var fljótt farið að þróa afbrigði af penisilíni sem höfðu breiðara verkunarsvið, lengri helmingunartíma, frásoguðust betur og voru ekki brotin niður af beta-laktamösum. Þessi lyf eru anti-staphylokokka penisilín (cloxacillin, dicloxacillin) og breiðvirk penisilín af 2., 3. og 4. kynslóð (svo sem ampicillin, carbenicillin og piperacillin). Þessi nýrri lyf eru nú markaðsett undir ýmsum sérlyfjaheitum og mætti kannski segja að þau séu helsti samkeppnisaðili penisilíns. Það sem gerir þetta flóknara er að þessi umbættu afbrigði penisilíns kallast penisilín lyf og er heitið því bæði notað yfir lyfjaflokkinn og penisilín G. Stundum er heitið penisilín einnig notað í daglegu tali yfir öll beta-lactamasa-lyf og bætast þá enn fleiri lyfjaflokkar og sérlyfjaheiti í hópinn.

Engin tvö sýklalyf hafa nákvæmlega sömu verkun og val á sýklalyfi hverju sinni fer eftir sýklalyfjanæmi þeirrar bakteríu sem þarf að vinna á. Ef bakteríuræktun liggur fyrir er gert svokallað næmispróf til að kanna hvaða sýklalyf vinna á bakteríunni og hver ekki en ónæmi baktería fyrir sýklalyfjum er stigvaxandi vandamál samfara aukinni sýklalyfjanotkun. Þegar næmi liggur fyrir er valið sýklalyf sem bakterían er næm fyrir. Ef fleiri en eitt kemur til greina verður ódýrasta lyfið oftast fyrir valinu en einnig spilar inn í hvaða lyf venja er að nota á hverjum stað og hvaða lyf viðkomandi læknir hefur besta reynslu af.

Þegar hefja þarf meðferð áður en ræktun liggur fyrir og ekki er vitað við hvaða sýkil er átt við, er læknisfræðilegri þekkingu beitt til þess að áætla hvaða sýklar eru líklegastir til að vera meinvaldandi og svo hvaða lyf, eitt eða fleiri, eru líkleg til að vinna á sem flestum þeirra. Aftur spila þá inn í venjur á hverjum stað fyrir sig, hvaða lyf eru á markaði og þá markaðsetning lyfjafyrirtækis, verðlag, aðgengi og almennt næmi baktería á viðkomandi landsvæði.

Munnlegar heimildir:
  • Starfsfólk Lyfjafræðisetursins á Seltjarnarnesi og nokkrir læknar.

Mynd:

...