Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað tekur langan tíma að labba frá Reykjavík til Akureyrar?

EDS

Tíminn sem það tekur að ganga á milli Reykjavíkur og Akureyrar fer að sjálfsögðu eftir því hvaða leið er valin og hversu hratt er gengið.

Á vef Vegagerðarinnar er að finna upplýsingar um vegalengdir á milli margra staða á landinu og er oft hægt að velja fleiri en eina leið. Ef þjóðvegi 1 er fylgt þá er leiðin á milli Reykjavíkur og Akureyrar 388 km. Hægt er að fara aðeins styttri leið með því að beygja út af þjóðvegi 1 áður en komið er að Blönduósi og fara suður fyrir Svínavatn. Sú leið er 381 km, þar af tæpir 20 km á möl, sem skiptir kannski minna máli þegar ferðast er fótgangandi. Svo er sjálfsagt hægt að finna aðrar styttingar ef ekki er gengið á vegi heldur farnar gamlar gönguleiðir. Það er þó ekki víst að það væri sparnaður í tíma ef gengið er um óslétt land með óbrúuðum lækjum og ám. En upplifunin er alveg örugglega betri heldur en að halda sig á þjóðvegi.

Ef þjóðvegi 1 er fylgt eru 388 km á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Miðað við að gönguhraði sé 5 km á klukkustund tekur um 78 klukkutíma að ganga þessa vegalengd.

Þá er það gönguhraðinn. Oft er miðað við að góður gönguhraði sé 5-6 km á klukkustund. Ef lægra viðmiðið er notað, sem er líklegra ef ganga á langt, þá tæki það tæplega 78 klukkutíma eða rétt rúma þrjá sólahringa að ganga eftir þjóðvegi 1 frá Reykjavík til Akureyrar. Það er svo undir hverjum og einum komið hversu langt fólk treystir sér til þess að ganga á einum degi. Ef áfram er miðað við 5 km hraða á klukkustund og að gengið sé 8 klukkustundir á dag þá gera það 40 km á dag. Á þessum hraða tekur það rétt tæplega 10 daga að ganga á milli höfuðborgarinnar og höfuðstaðar Norðurlands.

Heimild og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

2.8.2019

Spyrjandi

Magnea Mist Friðriksdóttir

Tilvísun

EDS. „Hvað tekur langan tíma að labba frá Reykjavík til Akureyrar?“ Vísindavefurinn, 2. ágúst 2019, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67388.

EDS. (2019, 2. ágúst). Hvað tekur langan tíma að labba frá Reykjavík til Akureyrar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67388

EDS. „Hvað tekur langan tíma að labba frá Reykjavík til Akureyrar?“ Vísindavefurinn. 2. ágú. 2019. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67388>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað tekur langan tíma að labba frá Reykjavík til Akureyrar?
Tíminn sem það tekur að ganga á milli Reykjavíkur og Akureyrar fer að sjálfsögðu eftir því hvaða leið er valin og hversu hratt er gengið.

Á vef Vegagerðarinnar er að finna upplýsingar um vegalengdir á milli margra staða á landinu og er oft hægt að velja fleiri en eina leið. Ef þjóðvegi 1 er fylgt þá er leiðin á milli Reykjavíkur og Akureyrar 388 km. Hægt er að fara aðeins styttri leið með því að beygja út af þjóðvegi 1 áður en komið er að Blönduósi og fara suður fyrir Svínavatn. Sú leið er 381 km, þar af tæpir 20 km á möl, sem skiptir kannski minna máli þegar ferðast er fótgangandi. Svo er sjálfsagt hægt að finna aðrar styttingar ef ekki er gengið á vegi heldur farnar gamlar gönguleiðir. Það er þó ekki víst að það væri sparnaður í tíma ef gengið er um óslétt land með óbrúuðum lækjum og ám. En upplifunin er alveg örugglega betri heldur en að halda sig á þjóðvegi.

Ef þjóðvegi 1 er fylgt eru 388 km á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Miðað við að gönguhraði sé 5 km á klukkustund tekur um 78 klukkutíma að ganga þessa vegalengd.

Þá er það gönguhraðinn. Oft er miðað við að góður gönguhraði sé 5-6 km á klukkustund. Ef lægra viðmiðið er notað, sem er líklegra ef ganga á langt, þá tæki það tæplega 78 klukkutíma eða rétt rúma þrjá sólahringa að ganga eftir þjóðvegi 1 frá Reykjavík til Akureyrar. Það er svo undir hverjum og einum komið hversu langt fólk treystir sér til þess að ganga á einum degi. Ef áfram er miðað við 5 km hraða á klukkustund og að gengið sé 8 klukkustundir á dag þá gera það 40 km á dag. Á þessum hraða tekur það rétt tæplega 10 daga að ganga á milli höfuðborgarinnar og höfuðstaðar Norðurlands.

Heimild og mynd:

...