Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er maður lengi að labba frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur?

ÍDÞ

Á vef Vegagerðarinnar má meðal annars finna tölulegar upplýsingar um vegalengdir milli hinna ýmsu staða á landinu. Samkvæmt þeim tölum eru 44 km frá Reykjavík til Ytri-Njarðvíkur, 46 km til Keflavíkur og 51 km til Hafna en Reykjanesbær er sveitarfélag sem stofnað var 11. júní árið 1994 með sameiningu sveitarfélaganna Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna. Ekki koma fram upplýsingar um fjarlægð til Innri-Njarðvíkur en eitthvað styttra er í Innri-Njarðvík en Ytri-Njarðvík.

Meðalmaður yrði 9 klukkustundir að ganga frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur.

Meðalgönguhraði manna er um það bil 5 km/klst. en ef við miðum við að 45 km séu frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur væri meðalmaðurinn 9 klst. að labba áðurnefnda leið. Tölurnar hér að ofan af vef Vegagerðinnar snúa vitanlega að vegakerfinu og því væri ef til vill hægt að spara sér einn og einn kilómetra hér og þar gangi menn ekki meðfram vegum.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

4.9.2012

Spyrjandi

Valdimar Vilhjálmsson

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvað er maður lengi að labba frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur?“ Vísindavefurinn, 4. september 2012, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=14310.

ÍDÞ. (2012, 4. september). Hvað er maður lengi að labba frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=14310

ÍDÞ. „Hvað er maður lengi að labba frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur?“ Vísindavefurinn. 4. sep. 2012. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=14310>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er maður lengi að labba frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur?
Á vef Vegagerðarinnar má meðal annars finna tölulegar upplýsingar um vegalengdir milli hinna ýmsu staða á landinu. Samkvæmt þeim tölum eru 44 km frá Reykjavík til Ytri-Njarðvíkur, 46 km til Keflavíkur og 51 km til Hafna en Reykjanesbær er sveitarfélag sem stofnað var 11. júní árið 1994 með sameiningu sveitarfélaganna Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna. Ekki koma fram upplýsingar um fjarlægð til Innri-Njarðvíkur en eitthvað styttra er í Innri-Njarðvík en Ytri-Njarðvík.

Meðalmaður yrði 9 klukkustundir að ganga frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur.

Meðalgönguhraði manna er um það bil 5 km/klst. en ef við miðum við að 45 km séu frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur væri meðalmaðurinn 9 klst. að labba áðurnefnda leið. Tölurnar hér að ofan af vef Vegagerðinnar snúa vitanlega að vegakerfinu og því væri ef til vill hægt að spara sér einn og einn kilómetra hér og þar gangi menn ekki meðfram vegum.

Heimildir:

Mynd:...