Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er til þjóðsaga um að í Dimmuborgum sé eitt af hliðum helvítis?

Árni Björnsson

Slík þjóðsaga er ekki til í þeim þjóðsagnasöfnum sen hingað til hafa verið prentuð. Í Árbók Ferðafélags Íslands sem út kom 2006 og heitir Mývatnssveit með kostum og kynjum er ekki heldur á þetta minnst. Hún var þó skrifuð var af Mývetningi, Jóni Gauta Jónssyni, sem gerði sér meðal annars far um að tína til þjóðsögur af svæðinu.



Mynd úr Dimmuborgum.

Annað mál er að þjóðsögur geta sífellt verið að myndast; það er eðli þeirra. Þær eru skáldskapur þjóðarinnar eins og frumkvöðull þjóðsagnasöfnunar á Íslandi, Jón Árnason, tók til orða fyrir hálfri annarri öld. Ég veit að leiðsögumenn ferðamanna geta átt það til að spinna upp notalegar skýringar þegar þannig liggur á þeim. Sjálfur laug ég því einhverju sinni að erlendum ferðamönnum að sú tilgáta þekktist að Dimmuborgir hefðu verið dansstaður trölla, þau hefðu eitt sinn gleymt sér í svallinu og dagað uppi.

Frá fyrri öldum er mér ókunnugt um annan stað á Íslandi en Heklu sem öðlast hefur heimsfrægð sem inngangur helvítis. Ástæða þess að til dæmis Vesúvíus eða Etna hlutu ekki sama orðspor er blátt áfram sú að þessi fjöll voru of nærri mannabyggð og heimsmenningunni. Á miðöldum var miklu auðveldara að ljúga hverju sem var um Ísland heldur en Ítalíu.

Fleiri svör um skyld efni:

Mynd: Mats: Myndasafn © Mats Wibe Lund.

Höfundur

Árni Björnsson

dr. phil. í menningarsögu

Útgáfudagur

8.8.2007

Spyrjandi

Margrét Sverrisdóttir

Tilvísun

Árni Björnsson. „Er til þjóðsaga um að í Dimmuborgum sé eitt af hliðum helvítis?“ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2007. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6745.

Árni Björnsson. (2007, 8. ágúst). Er til þjóðsaga um að í Dimmuborgum sé eitt af hliðum helvítis? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6745

Árni Björnsson. „Er til þjóðsaga um að í Dimmuborgum sé eitt af hliðum helvítis?“ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2007. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6745>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er til þjóðsaga um að í Dimmuborgum sé eitt af hliðum helvítis?
Slík þjóðsaga er ekki til í þeim þjóðsagnasöfnum sen hingað til hafa verið prentuð. Í Árbók Ferðafélags Íslands sem út kom 2006 og heitir Mývatnssveit með kostum og kynjum er ekki heldur á þetta minnst. Hún var þó skrifuð var af Mývetningi, Jóni Gauta Jónssyni, sem gerði sér meðal annars far um að tína til þjóðsögur af svæðinu.



Mynd úr Dimmuborgum.

Annað mál er að þjóðsögur geta sífellt verið að myndast; það er eðli þeirra. Þær eru skáldskapur þjóðarinnar eins og frumkvöðull þjóðsagnasöfnunar á Íslandi, Jón Árnason, tók til orða fyrir hálfri annarri öld. Ég veit að leiðsögumenn ferðamanna geta átt það til að spinna upp notalegar skýringar þegar þannig liggur á þeim. Sjálfur laug ég því einhverju sinni að erlendum ferðamönnum að sú tilgáta þekktist að Dimmuborgir hefðu verið dansstaður trölla, þau hefðu eitt sinn gleymt sér í svallinu og dagað uppi.

Frá fyrri öldum er mér ókunnugt um annan stað á Íslandi en Heklu sem öðlast hefur heimsfrægð sem inngangur helvítis. Ástæða þess að til dæmis Vesúvíus eða Etna hlutu ekki sama orðspor er blátt áfram sú að þessi fjöll voru of nærri mannabyggð og heimsmenningunni. Á miðöldum var miklu auðveldara að ljúga hverju sem var um Ísland heldur en Ítalíu.

Fleiri svör um skyld efni:

Mynd: Mats: Myndasafn © Mats Wibe Lund. ...