Sólin Sólin Rís 06:05 • sest 20:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:45 • Síðdegis: 21:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:36 • Síðdegis: 14:49 í Reykjavík

Er leyfilegt að dreifa ösku látinna einstaklinga hvar sem er?

Þórsteinn Ragnarsson

Núgildandi lög nr. 36/1993 með síðari breytingum heimila að ösku látinna manna sé dreift yfir öræfi og sjó með leyfi sýslumannsins á Norðurlandi eystra[1]. Þar segir enn fremur:

Óheimilt er að dreifa ösku á fleiri en einn stað sem og að merkja dreifingarstað. Sömuleiðis er óheimilt að geyma duftker fram að ráðstöfun þess annars staðar en í líkhúsi. Duftker sem ætluð eru til dreifingar ösku skulu vera úr forgengilegu efni og brennd strax að lokinni dreifingu.

Leyfilegt er að dreifa ösku látinna einstaklinga yfir öræfi og sjó með leyfi sýslumanns.

Nánari útfærslu um dreifingu ösku utan kirkjugarðs má lesa í reglugerð nr. 203/2003. Einnig er leyfilegt að dreifa ösku á sérreiti innan kirkjugarðs án þess að geta nafna hinna látnu eða grafanúmera; nöfnin skulu hins vegar færð í legstaðaskrá. Efst í Fossvogskirkjugarði er dreifilundur til að dreifa dufti frá bálstofu og eru nöfn ekki tilgreind. Fyrsta dreifing fór fram 19. júlí 2004. Ekki er mikið um það að ösku sé dreift þar enda vita fáir af þessum möguleika.

Hægt er að lesa meira um duftker og ösku í svari eftir sama höfund við spurningunni Hvar er hægt að jarðsetja duftker?

Mynd

Tilvísun:
  1. ^ Sjá: Reglugerð um breytingar á reglugerðum er varða sérstök verkefni sýslumanna. - Reglugerðir - Reglugerðasafn. (Sótt 5.07.2017).

Höfundur

Þórsteinn Ragnarsson

forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma

Útgáfudagur

26.5.2014

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Þórsteinn Ragnarsson. „Er leyfilegt að dreifa ösku látinna einstaklinga hvar sem er?“ Vísindavefurinn, 26. maí 2014. Sótt 12. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67526.

Þórsteinn Ragnarsson. (2014, 26. maí). Er leyfilegt að dreifa ösku látinna einstaklinga hvar sem er? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67526

Þórsteinn Ragnarsson. „Er leyfilegt að dreifa ösku látinna einstaklinga hvar sem er?“ Vísindavefurinn. 26. maí. 2014. Vefsíða. 12. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67526>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er leyfilegt að dreifa ösku látinna einstaklinga hvar sem er?
Núgildandi lög nr. 36/1993 með síðari breytingum heimila að ösku látinna manna sé dreift yfir öræfi og sjó með leyfi sýslumannsins á Norðurlandi eystra[1]. Þar segir enn fremur:

Óheimilt er að dreifa ösku á fleiri en einn stað sem og að merkja dreifingarstað. Sömuleiðis er óheimilt að geyma duftker fram að ráðstöfun þess annars staðar en í líkhúsi. Duftker sem ætluð eru til dreifingar ösku skulu vera úr forgengilegu efni og brennd strax að lokinni dreifingu.

Leyfilegt er að dreifa ösku látinna einstaklinga yfir öræfi og sjó með leyfi sýslumanns.

Nánari útfærslu um dreifingu ösku utan kirkjugarðs má lesa í reglugerð nr. 203/2003. Einnig er leyfilegt að dreifa ösku á sérreiti innan kirkjugarðs án þess að geta nafna hinna látnu eða grafanúmera; nöfnin skulu hins vegar færð í legstaðaskrá. Efst í Fossvogskirkjugarði er dreifilundur til að dreifa dufti frá bálstofu og eru nöfn ekki tilgreind. Fyrsta dreifing fór fram 19. júlí 2004. Ekki er mikið um það að ösku sé dreift þar enda vita fáir af þessum möguleika.

Hægt er að lesa meira um duftker og ösku í svari eftir sama höfund við spurningunni Hvar er hægt að jarðsetja duftker?

Mynd

Tilvísun:
  1. ^ Sjá: Reglugerð um breytingar á reglugerðum er varða sérstök verkefni sýslumanna. - Reglugerðir - Reglugerðasafn. (Sótt 5.07.2017).

...