Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Má láta grafa sig án líkkistu á Íslandi?

Kristján Björnsson

Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993 og í reglugerð um kistur, duftker, greftrun og líkbrennslu nr. 668/2007 er ekki að finna skýrt ákvæði um að skylt sé að nota líkkistu við greftranir, eða að það sé ófrávíkjanlegt. Það segir þó ekki alla söguna um útfararsiði því til eru skýr ákvæði um kistur sem nota skal við greftrun og bálfarir þótt ekki segi beinum orðum að alltaf skuli nota grafarkistur. Einnig má benda á að flestöll trúfélög og lífsskoðunarfélög hér á landi virðast alltaf nota kistur, oft einfaldar af gerð og jafnvel ómálaðar, en ýmist með trúartákni eða alveg ómerktar. Ágætt yfirlit um þetta er að finna í bókinni Trúarbrögð og útfararsiðir. Uppruni og inntak.1

Af ákvæðum laganna um kirkjugarða er ljóst að gert er ráð fyrir því að jarðað sé í líkkistu því í nokkrum greinum eru þær nefndar eins og sjálfsagður hlutur, til dæmis um það hversu djúpt skuli niður á kistulok. Það er þó athyglisvert að í lögunum um kirkjugarða eru ítarleg ákvæði um gerð duftkera og er ekki heimilt að víkja frá því við varðveislu ösku hins látna. Í frumvarpi að nýjum lögum um greftrun og grafreiti eru skýrari ákvæði um allan umbúnað hins látna við útfarir, bálfarir og greftrun en þetta frumvarp hefur ekki orðið að lögum. Þar er gert ráð fyrir miklum lagabótum hvað varðar jafnræði trúarbragða.

Líkkistur koma í mörgum gerðum.

Í áðurnefndri reglugerð um kistur eru skýr ákvæði um líkkistur og gerð þeirra. Þar er talað um grafarkistur sem nota skal við útfarir og er þeim lýst mjög nákvæmlega hvað varðar stærð, efni og alla gerð þeirra, málningu, höldur og annað. Þar er einnig talað um þær kistur eða líkpoka sem nota skal við flutning hins látna milli landshluta eða landa, svokallaðar flutningskistur.

Um líkbrennslukistur gilda einnig skýr ákvæði í reglugerðinni. Ljóst er að notast verður við timburkistu við líkbrennslu (sem oft var nefnd kistubrennsla) enda er kistan eldiviðurinn við bálför. Í Danmörku og víðar hefur verið hægt að fá kistu úr óhefluðum ómáluðum við til líkbrennslu, til dæmis ef ekki er viðhöfð kistulagningarbæn eða athöfn við kistu fyrir bálför. Einnig eiga sumar útfararstofur þar í landi hvíta kistu til að bregða utan um slíka bálfararkistu meðan athöfn fer fram í kirkju, kapellu eða annars konar helgidómi eða útfararstofu.

Grafarkistur þurfa að eiga það sameiginlegt að vera úr timbri „sem aðlagast jarðveginum í kirkjugarði á eðlilegum tíma og hindrar ekki náttúrulegt niðurbrot“, eins og segir í reglugerðinni. Er það einnig í samræmi við kenningar flestra trúarbragða að maðurinn sé dauðlegur og þessi hinstu híbýli hans skuli því á táknrænan hátt vera jafn forgengileg. Gyðingar nota til dæmis ekki aðra nagla en trénagla til að undirstrika þetta ásamt því að kistan skuli vera látlaus úr hefluðum ómáluðum borðvið og án útflúrs eða skreytinga. Tengist það trúnni á upprisuna líkt og víða meðal ólíkra trúarbragða.

Ef litið er aftur um fáeina áratugi má finna dæmi þess að í einstaka kirkjugörðum var kistan látin síga ofan í trékassa í gröfinni sem einnig var með loki yfir kistunni, nokkurs konar ytri kistu. Þessi siður hafði þá verið lagður af með lögum en viðgekkst á nokkrum stöðum á landinu þrátt fyrir það sem staðbundinn siður en er nú alveg horfinn.

Tilvísun:
  • 1 Gunnar Neegaard, Trúarbrögð og útfararsiðir. Uppruni og inntak, íslensk þýðing Guttormur Helgi Jóhannesson (Reykjavík: Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæmanna, 2008).

Mynd:

Höfundur

sóknarprestur í Vestmannaeyjum

Útgáfudagur

29.10.2012

Síðast uppfært

15.2.2022

Spyrjandi

Ragnhildur Helga Hannesdóttir

Tilvísun

Kristján Björnsson. „Má láta grafa sig án líkkistu á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 29. október 2012, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63251.

Kristján Björnsson. (2012, 29. október). Má láta grafa sig án líkkistu á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63251

Kristján Björnsson. „Má láta grafa sig án líkkistu á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 29. okt. 2012. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63251>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Má láta grafa sig án líkkistu á Íslandi?
Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993 og í reglugerð um kistur, duftker, greftrun og líkbrennslu nr. 668/2007 er ekki að finna skýrt ákvæði um að skylt sé að nota líkkistu við greftranir, eða að það sé ófrávíkjanlegt. Það segir þó ekki alla söguna um útfararsiði því til eru skýr ákvæði um kistur sem nota skal við greftrun og bálfarir þótt ekki segi beinum orðum að alltaf skuli nota grafarkistur. Einnig má benda á að flestöll trúfélög og lífsskoðunarfélög hér á landi virðast alltaf nota kistur, oft einfaldar af gerð og jafnvel ómálaðar, en ýmist með trúartákni eða alveg ómerktar. Ágætt yfirlit um þetta er að finna í bókinni Trúarbrögð og útfararsiðir. Uppruni og inntak.1

Af ákvæðum laganna um kirkjugarða er ljóst að gert er ráð fyrir því að jarðað sé í líkkistu því í nokkrum greinum eru þær nefndar eins og sjálfsagður hlutur, til dæmis um það hversu djúpt skuli niður á kistulok. Það er þó athyglisvert að í lögunum um kirkjugarða eru ítarleg ákvæði um gerð duftkera og er ekki heimilt að víkja frá því við varðveislu ösku hins látna. Í frumvarpi að nýjum lögum um greftrun og grafreiti eru skýrari ákvæði um allan umbúnað hins látna við útfarir, bálfarir og greftrun en þetta frumvarp hefur ekki orðið að lögum. Þar er gert ráð fyrir miklum lagabótum hvað varðar jafnræði trúarbragða.

Líkkistur koma í mörgum gerðum.

Í áðurnefndri reglugerð um kistur eru skýr ákvæði um líkkistur og gerð þeirra. Þar er talað um grafarkistur sem nota skal við útfarir og er þeim lýst mjög nákvæmlega hvað varðar stærð, efni og alla gerð þeirra, málningu, höldur og annað. Þar er einnig talað um þær kistur eða líkpoka sem nota skal við flutning hins látna milli landshluta eða landa, svokallaðar flutningskistur.

Um líkbrennslukistur gilda einnig skýr ákvæði í reglugerðinni. Ljóst er að notast verður við timburkistu við líkbrennslu (sem oft var nefnd kistubrennsla) enda er kistan eldiviðurinn við bálför. Í Danmörku og víðar hefur verið hægt að fá kistu úr óhefluðum ómáluðum við til líkbrennslu, til dæmis ef ekki er viðhöfð kistulagningarbæn eða athöfn við kistu fyrir bálför. Einnig eiga sumar útfararstofur þar í landi hvíta kistu til að bregða utan um slíka bálfararkistu meðan athöfn fer fram í kirkju, kapellu eða annars konar helgidómi eða útfararstofu.

Grafarkistur þurfa að eiga það sameiginlegt að vera úr timbri „sem aðlagast jarðveginum í kirkjugarði á eðlilegum tíma og hindrar ekki náttúrulegt niðurbrot“, eins og segir í reglugerðinni. Er það einnig í samræmi við kenningar flestra trúarbragða að maðurinn sé dauðlegur og þessi hinstu híbýli hans skuli því á táknrænan hátt vera jafn forgengileg. Gyðingar nota til dæmis ekki aðra nagla en trénagla til að undirstrika þetta ásamt því að kistan skuli vera látlaus úr hefluðum ómáluðum borðvið og án útflúrs eða skreytinga. Tengist það trúnni á upprisuna líkt og víða meðal ólíkra trúarbragða.

Ef litið er aftur um fáeina áratugi má finna dæmi þess að í einstaka kirkjugörðum var kistan látin síga ofan í trékassa í gröfinni sem einnig var með loki yfir kistunni, nokkurs konar ytri kistu. Þessi siður hafði þá verið lagður af með lögum en viðgekkst á nokkrum stöðum á landinu þrátt fyrir það sem staðbundinn siður en er nú alveg horfinn.

Tilvísun:
  • 1 Gunnar Neegaard, Trúarbrögð og útfararsiðir. Uppruni og inntak, íslensk þýðing Guttormur Helgi Jóhannesson (Reykjavík: Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæmanna, 2008).

Mynd:

...