Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvenær hófust fuglamerkingar á Íslandi og af hverju eru fuglar merktir?

Jón Már Halldórsson

Fuglamerkingar hófust hér á landi árið 1921 fyrir tilstilli danska fuglafræðingsins Peter Skovgaard. Þrátt fyrir að hafa verið upphafsmaður fuglamerkinga á Íslandi kom Skovgaard aldrei til Íslands heldur sendi hann merkin hingað og fékk góðan hóp heimamanna til þess að sjá um merkingarnar.

Árið 1932 hóf Hið íslenska náttúrufræðifélag og Náttúrugripasafnið að merkja fugla og var fyrsti umsjónarmaður verkefnisins Magnús Björnsson. Finnur Guðmundsson fuglafræðingur tók við umsjón fuglamerkinga árið 1942. Árið 1947 gaf Hið íslenska náttúrufræðifélag ríkinu Náttúrugripasafnið. Þau verkefni sem því fylgdu, þar með talið fuglamerkingar, færðust síðan til Náttúrufræðistofnunar árið 1962 við stofnun hennar. Finnur hafði umsjón með merkingunum allt til ársins 1978 en þá tók Ævar Petersen dýrfræðingur við verkefninu til ársins 2010. Nú sér sérstakur stýrihópur um verkefnið.

Mest hefur verið merkt af lunda hérlendis.

Á tímabilinu frá 1921 til 2010 hafa 613 þúsund fuglar verkið merktir. Af þeim hafa 44 þúsund fuglar verið endurheimtir, þar af 33 þúsund hérlendis. Á þessu tímabili var mest merkt af lunda eða um 76 þúsund fuglar, 72 þúsund snjótittlingar og 56 þúsund skógarþrestir. Alls eru þessar þrjár tegundir þriðjungur allra merktra fugla á landinu. Mest hefur endurheimst af lunda.

Að meðaltali eru 10-12 þúsund fuglar merktir hérlendis árlega. Það er ósköp lítið miðað við víða erlendis. Til dæmis eru yfir milljón fuglar merktir á Bretlandseyjum árlega.

Þess má geta að mikilvirkasti fuglamerkingamaður landsins er Óskar J. Sigurðsson vitavörður og veðurathugunarmaður á Stórhöfða en hann hefur merkt rúmlega 91 þúsund fugla síðan 1953. Næstur í röðinni er Sverrir Thorstensen en hann hefur merkt rúmlega 58 þúsund fugla síðan 1979.

En hvers vegna er verið að merkja fugla? Merkingar gefa mjög mikilvægar upplýsingar meðal annars um endurheimt ýmissa farfugla á vetrarstöðvum. Meðal annars hafa rúmlega 5 þúsund spóar verkið merktir og hafa merki endurheimst á Bretlandseyjum, meðfram vesturströnd Evrópu og í vestur Afríku meðal annars í Gíneu, Senegal og allt suður til Benín.

Hægt er að lesa meira um fuglamerkingar á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Heimild og mynd:
  • Guðmundur A. Guðmundsson. Hrafnaþing. Um fuglamerkingar. Fyrirlestur haldinn þann 29. Febrúar 2013.
  • Mynd: Lundi - Aves.is. Höfundur myndar: Jakob Sigurðsson. (Sótt 27. 8. 2014).

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.11.2014

Spyrjandi

Halldór Gunnarsson, f. 2001

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvenær hófust fuglamerkingar á Íslandi og af hverju eru fuglar merktir? “ Vísindavefurinn, 7. nóvember 2014. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67543.

Jón Már Halldórsson. (2014, 7. nóvember). Hvenær hófust fuglamerkingar á Íslandi og af hverju eru fuglar merktir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67543

Jón Már Halldórsson. „Hvenær hófust fuglamerkingar á Íslandi og af hverju eru fuglar merktir? “ Vísindavefurinn. 7. nóv. 2014. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67543>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær hófust fuglamerkingar á Íslandi og af hverju eru fuglar merktir?
Fuglamerkingar hófust hér á landi árið 1921 fyrir tilstilli danska fuglafræðingsins Peter Skovgaard. Þrátt fyrir að hafa verið upphafsmaður fuglamerkinga á Íslandi kom Skovgaard aldrei til Íslands heldur sendi hann merkin hingað og fékk góðan hóp heimamanna til þess að sjá um merkingarnar.

Árið 1932 hóf Hið íslenska náttúrufræðifélag og Náttúrugripasafnið að merkja fugla og var fyrsti umsjónarmaður verkefnisins Magnús Björnsson. Finnur Guðmundsson fuglafræðingur tók við umsjón fuglamerkinga árið 1942. Árið 1947 gaf Hið íslenska náttúrufræðifélag ríkinu Náttúrugripasafnið. Þau verkefni sem því fylgdu, þar með talið fuglamerkingar, færðust síðan til Náttúrufræðistofnunar árið 1962 við stofnun hennar. Finnur hafði umsjón með merkingunum allt til ársins 1978 en þá tók Ævar Petersen dýrfræðingur við verkefninu til ársins 2010. Nú sér sérstakur stýrihópur um verkefnið.

Mest hefur verið merkt af lunda hérlendis.

Á tímabilinu frá 1921 til 2010 hafa 613 þúsund fuglar verkið merktir. Af þeim hafa 44 þúsund fuglar verið endurheimtir, þar af 33 þúsund hérlendis. Á þessu tímabili var mest merkt af lunda eða um 76 þúsund fuglar, 72 þúsund snjótittlingar og 56 þúsund skógarþrestir. Alls eru þessar þrjár tegundir þriðjungur allra merktra fugla á landinu. Mest hefur endurheimst af lunda.

Að meðaltali eru 10-12 þúsund fuglar merktir hérlendis árlega. Það er ósköp lítið miðað við víða erlendis. Til dæmis eru yfir milljón fuglar merktir á Bretlandseyjum árlega.

Þess má geta að mikilvirkasti fuglamerkingamaður landsins er Óskar J. Sigurðsson vitavörður og veðurathugunarmaður á Stórhöfða en hann hefur merkt rúmlega 91 þúsund fugla síðan 1953. Næstur í röðinni er Sverrir Thorstensen en hann hefur merkt rúmlega 58 þúsund fugla síðan 1979.

En hvers vegna er verið að merkja fugla? Merkingar gefa mjög mikilvægar upplýsingar meðal annars um endurheimt ýmissa farfugla á vetrarstöðvum. Meðal annars hafa rúmlega 5 þúsund spóar verkið merktir og hafa merki endurheimst á Bretlandseyjum, meðfram vesturströnd Evrópu og í vestur Afríku meðal annars í Gíneu, Senegal og allt suður til Benín.

Hægt er að lesa meira um fuglamerkingar á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Heimild og mynd:
  • Guðmundur A. Guðmundsson. Hrafnaþing. Um fuglamerkingar. Fyrirlestur haldinn þann 29. Febrúar 2013.
  • Mynd: Lundi - Aves.is. Höfundur myndar: Jakob Sigurðsson. (Sótt 27. 8. 2014).

...