Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hvað getiði sagt mér um fuglinn túkan (e. Toucan) eða piparfugl?

Jón Már Halldórsson

Túkanar, eða piparfuglar eins og þeir eru yfirleitt nefndir á íslensku, eru allar tegundir innan ættarinnar Ramphastidae eða piparfuglaættar. Um er að ræða 6 ættkvíslir og 40 tegundir. Piparfuglar eru nokkuð breytilegir að stærð. Sá minnsti er leturarki (Pteroglossus inscriptus) sem er 130 g á þyngd og tæpir 30 cm á lengd, en sá stærsti er stóri túkani (Ramphastos toco) um 680 g á þyngd og tæpir 70 cm á lengd. Athyglisvert er að hjá piparfuglum er lítill sem enginn útlitsmunur á milli kynjanna.Hér má sjá vinalega stóra túkana (Ramphastos toco) en þeir eru stærsta tegund piparfugla.
Mynd: Matthew Piatkowski

Piparfuglar eru litskrúðugir fuglar með óvenju stóran og skrautlegan gogg, en hjá stærstu tegundunum getur hann verið allt að 50% af lengd fuglsins. Heimkynni piparfugla eru hitabeltissvæði Mið- og Suður-Ameríku og eru þeir í hugum margra einkennisfuglar þessara svæða. Jafnframt því að vera mjög skrautlegir í útliti eru þeir ansi háværir og eru hljóð þeirra eitt af mest áberandi frumskógarhljóðum á þessum slóðum.

Helsta fæða piparfugla eru ávextir en þeir éta þó einnig skordýr og litlar eðlur. Þeir halda sig yfirleitt í litlum hópum sem sennilega eru fjölskyldueiningar, það er foreldrar og ungar frá fyrra varpi.

Hinn stórvaxni goggur piparfugla hefur lengi verið vísindamönnum ráðgáta. Hann nýtist ekkert sérlega vel til fæðuöflunar og hann getur varla nýst sem vopn gegn óvinum. Kenningar um að hann sé til að laða að meðlimi hins kynsins eru ekki sannfærandi þar sem goggar kynjanna eru næsta eins að stærð og gerð. Ráðgátan um gogg piparfuglsins er því enn óleyst.

Þess má svo geta að lokum að piparfuglar Amasonsvæðisins spila stórt hlutverk í trú frumbyggja svæðisins. Samkvæmt trúnni eru piparfuglar djöflar og er til dæmis talið að ef feður nýfæddra barna neyti kjöts af piparfugli þá leggist andi djöfulsins í barnið og heltaki það.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Mynd: Wikipedia ©Matthew Piatkowski

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.8.2007

Spyrjandi

Úlfar Viktor

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getiði sagt mér um fuglinn túkan (e. Toucan) eða piparfugl?“ Vísindavefurinn, 20. ágúst 2007. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6766.

Jón Már Halldórsson. (2007, 20. ágúst). Hvað getiði sagt mér um fuglinn túkan (e. Toucan) eða piparfugl? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6766

Jón Már Halldórsson. „Hvað getiði sagt mér um fuglinn túkan (e. Toucan) eða piparfugl?“ Vísindavefurinn. 20. ágú. 2007. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6766>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getiði sagt mér um fuglinn túkan (e. Toucan) eða piparfugl?
Túkanar, eða piparfuglar eins og þeir eru yfirleitt nefndir á íslensku, eru allar tegundir innan ættarinnar Ramphastidae eða piparfuglaættar. Um er að ræða 6 ættkvíslir og 40 tegundir. Piparfuglar eru nokkuð breytilegir að stærð. Sá minnsti er leturarki (Pteroglossus inscriptus) sem er 130 g á þyngd og tæpir 30 cm á lengd, en sá stærsti er stóri túkani (Ramphastos toco) um 680 g á þyngd og tæpir 70 cm á lengd. Athyglisvert er að hjá piparfuglum er lítill sem enginn útlitsmunur á milli kynjanna.Hér má sjá vinalega stóra túkana (Ramphastos toco) en þeir eru stærsta tegund piparfugla.
Mynd: Matthew Piatkowski

Piparfuglar eru litskrúðugir fuglar með óvenju stóran og skrautlegan gogg, en hjá stærstu tegundunum getur hann verið allt að 50% af lengd fuglsins. Heimkynni piparfugla eru hitabeltissvæði Mið- og Suður-Ameríku og eru þeir í hugum margra einkennisfuglar þessara svæða. Jafnframt því að vera mjög skrautlegir í útliti eru þeir ansi háværir og eru hljóð þeirra eitt af mest áberandi frumskógarhljóðum á þessum slóðum.

Helsta fæða piparfugla eru ávextir en þeir éta þó einnig skordýr og litlar eðlur. Þeir halda sig yfirleitt í litlum hópum sem sennilega eru fjölskyldueiningar, það er foreldrar og ungar frá fyrra varpi.

Hinn stórvaxni goggur piparfugla hefur lengi verið vísindamönnum ráðgáta. Hann nýtist ekkert sérlega vel til fæðuöflunar og hann getur varla nýst sem vopn gegn óvinum. Kenningar um að hann sé til að laða að meðlimi hins kynsins eru ekki sannfærandi þar sem goggar kynjanna eru næsta eins að stærð og gerð. Ráðgátan um gogg piparfuglsins er því enn óleyst.

Þess má svo geta að lokum að piparfuglar Amasonsvæðisins spila stórt hlutverk í trú frumbyggja svæðisins. Samkvæmt trúnni eru piparfuglar djöflar og er til dæmis talið að ef feður nýfæddra barna neyti kjöts af piparfugli þá leggist andi djöfulsins í barnið og heltaki það.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Mynd: Wikipedia ©Matthew Piatkowski...