Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:32 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:17 • Síðdegis: 23:52 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver er munurinn á því að segja þvílíkur og hvílíkur?

Guðrún Kvaran

Lítill munur er á merkingu orðanna hvílíkur og þvílíkur þegar þau eru notuð í merkingunni 'slíkur, þess konar' til þess að tjá undrun eða gremju: ,,þvílík/hvílík vitleysa“, ,,þvílíkur/hvílíkur asni“.

Hvílíkur úrslitaleikur og þvílík tilþrif hjá Götze!

Þvílíkur, eða fremur hvorugkynsmyndin þvílíkt, er notað nær eingöngu þegar sagt er: „ég hef aldrei heyrt þvílíkt og annað eins“. Þar er annaðhvort verið að lýsa mikilli furðu eða hneykslun eftir því hvert tilefnið er.

Orðið hvílíkur er notað í hátíðlegum stíl í merkingunni 'hvers konar' þar sem þvílíkur er ekki eða mun síður notað, til dæmis „öllum ætti að vera ljóst hvílíkur öðlingur hann var.“ Sömuleiðis sem spurnarorð einnig í hátíðlegum stíl: „hvílíkur maður er þetta?“

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

6.10.2014

Spyrjandi

Hrafnkell Már Stefánsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er munurinn á því að segja þvílíkur og hvílíkur?“ Vísindavefurinn, 6. október 2014. Sótt 20. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67682.

Guðrún Kvaran. (2014, 6. október). Hver er munurinn á því að segja þvílíkur og hvílíkur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67682

Guðrún Kvaran. „Hver er munurinn á því að segja þvílíkur og hvílíkur?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2014. Vefsíða. 20. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67682>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á því að segja þvílíkur og hvílíkur?
Lítill munur er á merkingu orðanna hvílíkur og þvílíkur þegar þau eru notuð í merkingunni 'slíkur, þess konar' til þess að tjá undrun eða gremju: ,,þvílík/hvílík vitleysa“, ,,þvílíkur/hvílíkur asni“.

Hvílíkur úrslitaleikur og þvílík tilþrif hjá Götze!

Þvílíkur, eða fremur hvorugkynsmyndin þvílíkt, er notað nær eingöngu þegar sagt er: „ég hef aldrei heyrt þvílíkt og annað eins“. Þar er annaðhvort verið að lýsa mikilli furðu eða hneykslun eftir því hvert tilefnið er.

Orðið hvílíkur er notað í hátíðlegum stíl í merkingunni 'hvers konar' þar sem þvílíkur er ekki eða mun síður notað, til dæmis „öllum ætti að vera ljóst hvílíkur öðlingur hann var.“ Sömuleiðis sem spurnarorð einnig í hátíðlegum stíl: „hvílíkur maður er þetta?“

Mynd:

...