Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa Ganverjar unnið Þjóðverja á HM? Hvaða íbúaheiti á að nota?

Ari Páll Kristinsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upphafleg spurning hljómar svona:

Vegna HM í fótbolta sker mjög oft í eyru mín það sem leikmenn frá ákveðnum löndum eru kallaðir. Eins og t.d. Ganverjar eru þá þeir sem koma frá Gana - er þetta rétt: Ganverjar, Kýpverjar, Fílbeinungar? Hvað kallast þessir einstaklingar frá þessum þjóðum og getum við ekki með einhverju móti komið þessu inn í daglega málvenjur

Eðlilegt er að fylgja tilmælum Íslenskrar málnefndar um ríkjaheita og íbúaheita enda hefur málnefndin það verkefni með höndum samkvæmt lögum að semja ritreglur.

Samkvæmt leiðbeiningum málnefndarinnar er rétt að segja: Kýpverjarnir og Maltverjarnir fóru heim til Fílabeinsstrendinganna að horfa á Ganverja spila við Þjóðverja. Heitið Möltumenn er einnig samþykkt.

Ganverjar hafa aldrei lagt Þjóðverja að velli á HM í fótbolta.

Árni Böðvarsson var málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins á árunum 1984–1992 og veitti starfsmönnum stofnunarinnar og öllum almenningi meðal annars mikla leiðsögn um landfræðileg heiti og íbúaheiti. Í Íslensku málfari (1992) segir Árni í kaflanum um þjóðaheiti og lýsingarorð (1992: 317):

2) Stundum er örðugt að finna íbúaheiti og lýsingarorð við hæfi þótt komin sé íslensk mynd á staðarnafni. Grannmál okkar leysa þetta oft með viðskeytinu –ani, ft. –anar („Afríkani, Ameríkani, Kúbani, Mexíkani“) um íbúana og nota þá lýsingarorðsviðskeytið –anskur dregið af staðarheitinu („afríkanskur, ameríkanskur, kóreanskur, kúbanskur, perúanskur“). Þessi viðskeyti hafa ekki þótt boðleg í vandaðri íslensku.

3) Endingarnar –verji, –verjar, –ingur eru oft góðar til að mynda íbúaheiti. Lýsingarorðsendingin –verskur samsvarar þá nafnorði á –verji.

...

5) Borgarbúar eru oft nefndir –búi, –búar (Óslóarbúi) en íbúar heilla landa síður; sumum þykir það niðrandi. Þá kjósa menn endinguna –maður eða –verji.

Í riti Árna, Orðalykli (1987), er að finna firnamörg heiti á íbúum ríkja. Árni notar þar mjög oft síðari liðinn –menn (Ganamenn, Hondúrasmenn, Panamamenn og svo framvegis) og stundum –verjar en aldrei –búar þegar þjóðir eiga í hlut, samanber leiðbeiningar hans hér á undan (hins vegar um íbúa borga og bæja: Ammassalikbúar, Bernarbúar, Havanabúar og svo framvegis).

Árið 1994 kom út á vegum málnefnda á Norðurlöndum orðaskrá með ríkjaheitum, íbúaheitum og samsvarandi lýsingarorðum. Við frágang íbúaheitanna sneiddi Íslensk málnefnd algerlega hjá liðnum –búar, samanber leiðbeiningar Árna Böðvarssonar, og notar síðari liðinn –verjar heldur meira en gert hafði verið í fyrri skrá (1974). Auk heitanna Indverjar, Kínverjar, Pólverjar, Spánverjar, Ungverjar, Þjóðverjar komu nú fram heitin Ganverjar, Kúbverjar, Kýpverjar / Kípverjar, Maltverjar, Tongverjar. (Ríkjaheitunum Kúbu (kv.) og Möltu (kv.) fylgja í skránni einnig íbúaheitin Kúbumenn og Möltumenn.)

Ríkjaheitin Gana og Tonga eru hvorugkyns eins og Kína og því má segja að heitinGanverjar og Tongverjar séu mynduð beinlínis með Kínverja að fyrirmynd.

Eins og sjá má eiga íbúaheitin með –verjar það sameiginlegt að fyrri liður orðanna er ávallt aðeins eitt atkvæði (Kín-, Þjóð-, Gan- og svo framvegis). Það sama á við í öðrum hliðstæðum orðum í málinu, samanber Eyverji, Kremlverji, Rómverji, Spartverji, Víkverji, Þrakverji og virðist þetta vera almennt einkenni þessarar orðmyndunar í íslensku, samanber bát(s)verji, dalverji, flugverji, skipverji.

Málnefndin uppfærði skrá sína lítillega árið 2005 og þar var í stórum dráttum áfram fylgt þeirri stefnu sem mörkuð hafði verið 1994.

Íbúaheitin, eins og frá þeim var gengið af Íslenskri málnefnd, er að finna í Stafsetningarorðabókinni (2006). Þá eru þau flest ef ekki öll einnig í Íslenskri orðabók (2007).

Þess má geta að Stafsetningarorðabókin er aðgengileg í rafrænni gerð á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, arnastofnun.is

Mynd:

Höfundur

Ari Páll Kristinsson

rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

27.6.2014

Síðast uppfært

22.5.2019

Spyrjandi

Sigrún Pálsdóttir

Tilvísun

Ari Páll Kristinsson. „Hafa Ganverjar unnið Þjóðverja á HM? Hvaða íbúaheiti á að nota?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2014, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67703.

Ari Páll Kristinsson. (2014, 27. júní). Hafa Ganverjar unnið Þjóðverja á HM? Hvaða íbúaheiti á að nota? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67703

Ari Páll Kristinsson. „Hafa Ganverjar unnið Þjóðverja á HM? Hvaða íbúaheiti á að nota?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2014. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67703>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa Ganverjar unnið Þjóðverja á HM? Hvaða íbúaheiti á að nota?
Upphafleg spurning hljómar svona:

Vegna HM í fótbolta sker mjög oft í eyru mín það sem leikmenn frá ákveðnum löndum eru kallaðir. Eins og t.d. Ganverjar eru þá þeir sem koma frá Gana - er þetta rétt: Ganverjar, Kýpverjar, Fílbeinungar? Hvað kallast þessir einstaklingar frá þessum þjóðum og getum við ekki með einhverju móti komið þessu inn í daglega málvenjur

Eðlilegt er að fylgja tilmælum Íslenskrar málnefndar um ríkjaheita og íbúaheita enda hefur málnefndin það verkefni með höndum samkvæmt lögum að semja ritreglur.

Samkvæmt leiðbeiningum málnefndarinnar er rétt að segja: Kýpverjarnir og Maltverjarnir fóru heim til Fílabeinsstrendinganna að horfa á Ganverja spila við Þjóðverja. Heitið Möltumenn er einnig samþykkt.

Ganverjar hafa aldrei lagt Þjóðverja að velli á HM í fótbolta.

Árni Böðvarsson var málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins á árunum 1984–1992 og veitti starfsmönnum stofnunarinnar og öllum almenningi meðal annars mikla leiðsögn um landfræðileg heiti og íbúaheiti. Í Íslensku málfari (1992) segir Árni í kaflanum um þjóðaheiti og lýsingarorð (1992: 317):

2) Stundum er örðugt að finna íbúaheiti og lýsingarorð við hæfi þótt komin sé íslensk mynd á staðarnafni. Grannmál okkar leysa þetta oft með viðskeytinu –ani, ft. –anar („Afríkani, Ameríkani, Kúbani, Mexíkani“) um íbúana og nota þá lýsingarorðsviðskeytið –anskur dregið af staðarheitinu („afríkanskur, ameríkanskur, kóreanskur, kúbanskur, perúanskur“). Þessi viðskeyti hafa ekki þótt boðleg í vandaðri íslensku.

3) Endingarnar –verji, –verjar, –ingur eru oft góðar til að mynda íbúaheiti. Lýsingarorðsendingin –verskur samsvarar þá nafnorði á –verji.

...

5) Borgarbúar eru oft nefndir –búi, –búar (Óslóarbúi) en íbúar heilla landa síður; sumum þykir það niðrandi. Þá kjósa menn endinguna –maður eða –verji.

Í riti Árna, Orðalykli (1987), er að finna firnamörg heiti á íbúum ríkja. Árni notar þar mjög oft síðari liðinn –menn (Ganamenn, Hondúrasmenn, Panamamenn og svo framvegis) og stundum –verjar en aldrei –búar þegar þjóðir eiga í hlut, samanber leiðbeiningar hans hér á undan (hins vegar um íbúa borga og bæja: Ammassalikbúar, Bernarbúar, Havanabúar og svo framvegis).

Árið 1994 kom út á vegum málnefnda á Norðurlöndum orðaskrá með ríkjaheitum, íbúaheitum og samsvarandi lýsingarorðum. Við frágang íbúaheitanna sneiddi Íslensk málnefnd algerlega hjá liðnum –búar, samanber leiðbeiningar Árna Böðvarssonar, og notar síðari liðinn –verjar heldur meira en gert hafði verið í fyrri skrá (1974). Auk heitanna Indverjar, Kínverjar, Pólverjar, Spánverjar, Ungverjar, Þjóðverjar komu nú fram heitin Ganverjar, Kúbverjar, Kýpverjar / Kípverjar, Maltverjar, Tongverjar. (Ríkjaheitunum Kúbu (kv.) og Möltu (kv.) fylgja í skránni einnig íbúaheitin Kúbumenn og Möltumenn.)

Ríkjaheitin Gana og Tonga eru hvorugkyns eins og Kína og því má segja að heitinGanverjar og Tongverjar séu mynduð beinlínis með Kínverja að fyrirmynd.

Eins og sjá má eiga íbúaheitin með –verjar það sameiginlegt að fyrri liður orðanna er ávallt aðeins eitt atkvæði (Kín-, Þjóð-, Gan- og svo framvegis). Það sama á við í öðrum hliðstæðum orðum í málinu, samanber Eyverji, Kremlverji, Rómverji, Spartverji, Víkverji, Þrakverji og virðist þetta vera almennt einkenni þessarar orðmyndunar í íslensku, samanber bát(s)verji, dalverji, flugverji, skipverji.

Málnefndin uppfærði skrá sína lítillega árið 2005 og þar var í stórum dráttum áfram fylgt þeirri stefnu sem mörkuð hafði verið 1994.

Íbúaheitin, eins og frá þeim var gengið af Íslenskri málnefnd, er að finna í Stafsetningarorðabókinni (2006). Þá eru þau flest ef ekki öll einnig í Íslenskri orðabók (2007).

Þess má geta að Stafsetningarorðabókin er aðgengileg í rafrænni gerð á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, arnastofnun.is

Mynd:

...