Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar verpa uglur á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Aðeins ein uglutegund verpir reglulega hér á landi en það er branduglan (Asio flammeus). Tvær aðrar uglutegundir hafa þó einnig fundist hér; snæuglan (Bubo scandiacus) er hér tíður en óreglulegur gestur og verpir ekki að staðaldri og hreiður eyruglu (Asio otus) hefur fundist að minnsta kosti einu sinni, í skógrækt á Suðurlandi.

Í Íslenskum fuglavísi eftir Jóhann Óla Hilmarsson segir að branduglan verpi helst í lyngmóum, kjarri og graslendi, oft þar sem blautt er. Þrátt fyrir þessa lýsingu er branduglan þó langt frá því að vera bundin við ofangreind búsvæði því hreiður hennar hafa fundist víða, til dæmis á nýplægðum kornökrum.

Líkt og branduglan gerir snæuglan sér hreiður á jörðinni. Snæuglan er heimskautategund og verpir einkum á túndrusvæðum frá ströndum og allt upp í 1.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Snæuglan forðast hávaxinn gróður og kýs heldur að verpa á berangurslegum svæðum þar sem útsýni er gott og auðvelt er að koma auga á óvini eða bráð.



Snæuglan kýs að verpa á berangurslegum svæðum þar sem útsýni er gott.

Ólíkt branduglu og snæuglu leitast eyruglan við að verpa í þéttum, hávöxnum gróðri. Víða í Evrópu gerir hún sér hreiður í háum trjám og þá oft við vötn eða graslendi. Hreiður hennar hafa þó einnig fundist í kjarrlendi og gisnu skóglendi.

Höfundur vill þakka Jóhanni Óla Hilmarssyni fyrir veittar upplýsingar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.8.2007

Spyrjandi

Ari Karlsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar verpa uglur á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 23. ágúst 2007, sótt 16. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6772.

Jón Már Halldórsson. (2007, 23. ágúst). Hvar verpa uglur á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6772

Jón Már Halldórsson. „Hvar verpa uglur á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 23. ágú. 2007. Vefsíða. 16. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6772>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar verpa uglur á Íslandi?
Aðeins ein uglutegund verpir reglulega hér á landi en það er branduglan (Asio flammeus). Tvær aðrar uglutegundir hafa þó einnig fundist hér; snæuglan (Bubo scandiacus) er hér tíður en óreglulegur gestur og verpir ekki að staðaldri og hreiður eyruglu (Asio otus) hefur fundist að minnsta kosti einu sinni, í skógrækt á Suðurlandi.

Í Íslenskum fuglavísi eftir Jóhann Óla Hilmarsson segir að branduglan verpi helst í lyngmóum, kjarri og graslendi, oft þar sem blautt er. Þrátt fyrir þessa lýsingu er branduglan þó langt frá því að vera bundin við ofangreind búsvæði því hreiður hennar hafa fundist víða, til dæmis á nýplægðum kornökrum.

Líkt og branduglan gerir snæuglan sér hreiður á jörðinni. Snæuglan er heimskautategund og verpir einkum á túndrusvæðum frá ströndum og allt upp í 1.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Snæuglan forðast hávaxinn gróður og kýs heldur að verpa á berangurslegum svæðum þar sem útsýni er gott og auðvelt er að koma auga á óvini eða bráð.



Snæuglan kýs að verpa á berangurslegum svæðum þar sem útsýni er gott.

Ólíkt branduglu og snæuglu leitast eyruglan við að verpa í þéttum, hávöxnum gróðri. Víða í Evrópu gerir hún sér hreiður í háum trjám og þá oft við vötn eða graslendi. Hreiður hennar hafa þó einnig fundist í kjarrlendi og gisnu skóglendi.

Höfundur vill þakka Jóhanni Óla Hilmarssyni fyrir veittar upplýsingar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir og myndir:...