Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Er vitað hvernig sortulyngsblek var búið til á Íslandi og hver er þá uppskriftin?

Svanhildur María Gunnarsdóttir

Engar lýsingar eru til á blekgerð á Íslandi til forna en elsta heimildin um þá iðju er frá 17. öld. Þar er um að ræða kvæði Árna Þorvarðarsonar prests á Þingvöllum (um 1650 til 1702) en í því felst uppskrift af bleki þar sem sortulyng kemur við sögu og lýsing á aðferð við blekgerðina.

Kvæðið er eftirfarandi:

Að gjöra blek

Kenni eg (þó tungan óð að yrkja ei sé hög)

að sjóða blek úr sortulög.

Í efni hverju ei þó kúnst sé æði há,

laglega fara lítið má.

Góðan sortulitunarlög þú lát til fyrst,

svo nógan að ei ábætist.

Sé honum viðbætt seinna þegar sýður í,

samvellast má hann síst með því,

spannlanga tvenna leggi víðis lát til þrjá;

laufin ei þeim loði á.

Láttu þá sjóða litla stund í luktum hver,

burtkasta svo þá þóknast þér.

Nær skrift úr heitu skýra og fagra skoða má,

leyf þú ei sjóðist lengur þá.

Undir því loki sem er nærhæfis ofan þétt

sjóða skal blekið seint og rétt.

En ekki vella elds með megni og ofsa há;

meira af gufunni missist þá.

Froðuna þá sem fyrsta gufan færir af sér

öngvaneginn burt taka ber.

Heldur skaltu hana hræra í sundur hægt með mak;

víðileggskorn þú til þess tak.

Í pott úr járni best mun gjöra blekið þér.

Síist þegar fullsoðið er.

Hirð í leirkalli, heng svo loksins hátt í rót,

Bene, vale, brúka og njót.

Umorða mætti kvæðið og gæti uppskriftin þá hljóðað svona:
Hráefni:

Góður sortulitunarlögur sem inniheldur sortu og sortulyng.

6 spannarlangir ólaufgaðir víðileggir. (Hvað ‘sorta’ er má lesa um í Ritmálssafninu á vef Árnastofnunar).

Best er að sjóða blekið í járnpotti.

Aðferð:

Settu sortulitunarlöginn í pott og láttu hann sjóða. Bættu víðileggjunum út í þegar suðan kemur upp. Láttu sjóða saman litla stund í lokuðum potti en taktu víðileggina síðan upp úr leginum.

Löginn skaltu seyða í potti með þéttu loki yfir hægum eldi en ekki láta sjóða svo velli, þangað til skrift með heitu bleki er skýr, en ekki lengur. Froðu sem myndast áttu ekki að henda heldur hræra hana saman við löginn með víðilegg.

Blekið verður svart, þykkt og gljáandi ef rétt er að farið.

Líklegt þykir að þessi aðferð við blekgerð sé gömul og blek unnið með þessari aðferð prýði flest íslensk miðaldahandrit. Höfundur þessa svars getur vitnað um að uppskriftin virkar, en hún hefur sjálf soðið blek úr þessu hráefni - og tilbrigði við það, til dæmis notað steytt krækiber (saft og hrat) í stað mýrarsortu - í mörg ár og notað við kennslu tengdri fræðslu um handritin okkar og handverk forðum daga.

Sortulyng (Arctostaphylos uva-ursi) hefur þykk, gljáandi og sígræn blöð. Það vex í lyngmóum og skóglendi frá láglendi upp í um 600-700 m hæð. Plantan hefur verið notuð til ýmissa hluta annarra en blekgerðar, til dæmis til litunar auk þess sem duft og seyði til lækninga var gert úr berjum og blöðum.

Aðra dýrmæta heimild um notkun sortulyngs til blekgerðar er að finna í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar (frá miðri 18. öld) en þar segir Eggert um blekgerð:

Meginið af bleki því, sem notað er á Íslandi, er búið til úr víði, sem hér segir: Tekið er sortulyngsseyði og því blandað við sortu og soðið saman eins og til litunar. Ýmsir nota þó aðeins hið svartasta af legi þessum. Í löginn eru lagðir spænir af hráum víði, og eru þeir látnir liggja þar um hríð. Síðan er lögurinn seyddur, þangað til hann verður þykkur og stundum dálítið límkenndur. Þegar hann er orðinn svo þykkur, að hnöttóttur dropi situr kyrr, ef hann er látinn drjúpa á nögl manns, er blekið fullgert. Þó þarf að sía það. Blek þetta er allvel svart og gljáir mjög, en ef of mikill víðisafi er í því, þornar það seint, og eftir nokkur ár verður pappírinn mórauður, af því að það brýst í honum.

Heimild og mynd:
  • Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar 1752-57, I og II bindi. Eggert Ólafsson samdi. Steindór Steindórsson frá Hlöðum íslenskaði 1942. Þjóðhátíðarútgáfa 1974, bls. 101. (Jón Eiríksson og Gerhard Schöning bjuggu frumútgáfuna til prentunar 1772.)
  • Mynd: Arctostaphylos-uva-ursi - Sortulyng - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið. Höfundur myndar: Sten Porse. (Sótt 3. 9. 2014).

Höfundur

safnkennari hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

19.9.2014

Spyrjandi

Aðalsteinn Þórsson

Tilvísun

Svanhildur María Gunnarsdóttir. „Er vitað hvernig sortulyngsblek var búið til á Íslandi og hver er þá uppskriftin?“ Vísindavefurinn, 19. september 2014. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67818.

Svanhildur María Gunnarsdóttir. (2014, 19. september). Er vitað hvernig sortulyngsblek var búið til á Íslandi og hver er þá uppskriftin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67818

Svanhildur María Gunnarsdóttir. „Er vitað hvernig sortulyngsblek var búið til á Íslandi og hver er þá uppskriftin?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2014. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67818>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er vitað hvernig sortulyngsblek var búið til á Íslandi og hver er þá uppskriftin?
Engar lýsingar eru til á blekgerð á Íslandi til forna en elsta heimildin um þá iðju er frá 17. öld. Þar er um að ræða kvæði Árna Þorvarðarsonar prests á Þingvöllum (um 1650 til 1702) en í því felst uppskrift af bleki þar sem sortulyng kemur við sögu og lýsing á aðferð við blekgerðina.

Kvæðið er eftirfarandi:

Að gjöra blek

Kenni eg (þó tungan óð að yrkja ei sé hög)

að sjóða blek úr sortulög.

Í efni hverju ei þó kúnst sé æði há,

laglega fara lítið má.

Góðan sortulitunarlög þú lát til fyrst,

svo nógan að ei ábætist.

Sé honum viðbætt seinna þegar sýður í,

samvellast má hann síst með því,

spannlanga tvenna leggi víðis lát til þrjá;

laufin ei þeim loði á.

Láttu þá sjóða litla stund í luktum hver,

burtkasta svo þá þóknast þér.

Nær skrift úr heitu skýra og fagra skoða má,

leyf þú ei sjóðist lengur þá.

Undir því loki sem er nærhæfis ofan þétt

sjóða skal blekið seint og rétt.

En ekki vella elds með megni og ofsa há;

meira af gufunni missist þá.

Froðuna þá sem fyrsta gufan færir af sér

öngvaneginn burt taka ber.

Heldur skaltu hana hræra í sundur hægt með mak;

víðileggskorn þú til þess tak.

Í pott úr járni best mun gjöra blekið þér.

Síist þegar fullsoðið er.

Hirð í leirkalli, heng svo loksins hátt í rót,

Bene, vale, brúka og njót.

Umorða mætti kvæðið og gæti uppskriftin þá hljóðað svona:
Hráefni:

Góður sortulitunarlögur sem inniheldur sortu og sortulyng.

6 spannarlangir ólaufgaðir víðileggir. (Hvað ‘sorta’ er má lesa um í Ritmálssafninu á vef Árnastofnunar).

Best er að sjóða blekið í járnpotti.

Aðferð:

Settu sortulitunarlöginn í pott og láttu hann sjóða. Bættu víðileggjunum út í þegar suðan kemur upp. Láttu sjóða saman litla stund í lokuðum potti en taktu víðileggina síðan upp úr leginum.

Löginn skaltu seyða í potti með þéttu loki yfir hægum eldi en ekki láta sjóða svo velli, þangað til skrift með heitu bleki er skýr, en ekki lengur. Froðu sem myndast áttu ekki að henda heldur hræra hana saman við löginn með víðilegg.

Blekið verður svart, þykkt og gljáandi ef rétt er að farið.

Líklegt þykir að þessi aðferð við blekgerð sé gömul og blek unnið með þessari aðferð prýði flest íslensk miðaldahandrit. Höfundur þessa svars getur vitnað um að uppskriftin virkar, en hún hefur sjálf soðið blek úr þessu hráefni - og tilbrigði við það, til dæmis notað steytt krækiber (saft og hrat) í stað mýrarsortu - í mörg ár og notað við kennslu tengdri fræðslu um handritin okkar og handverk forðum daga.

Sortulyng (Arctostaphylos uva-ursi) hefur þykk, gljáandi og sígræn blöð. Það vex í lyngmóum og skóglendi frá láglendi upp í um 600-700 m hæð. Plantan hefur verið notuð til ýmissa hluta annarra en blekgerðar, til dæmis til litunar auk þess sem duft og seyði til lækninga var gert úr berjum og blöðum.

Aðra dýrmæta heimild um notkun sortulyngs til blekgerðar er að finna í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar (frá miðri 18. öld) en þar segir Eggert um blekgerð:

Meginið af bleki því, sem notað er á Íslandi, er búið til úr víði, sem hér segir: Tekið er sortulyngsseyði og því blandað við sortu og soðið saman eins og til litunar. Ýmsir nota þó aðeins hið svartasta af legi þessum. Í löginn eru lagðir spænir af hráum víði, og eru þeir látnir liggja þar um hríð. Síðan er lögurinn seyddur, þangað til hann verður þykkur og stundum dálítið límkenndur. Þegar hann er orðinn svo þykkur, að hnöttóttur dropi situr kyrr, ef hann er látinn drjúpa á nögl manns, er blekið fullgert. Þó þarf að sía það. Blek þetta er allvel svart og gljáir mjög, en ef of mikill víðisafi er í því, þornar það seint, og eftir nokkur ár verður pappírinn mórauður, af því að það brýst í honum.

Heimild og mynd:
  • Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar 1752-57, I og II bindi. Eggert Ólafsson samdi. Steindór Steindórsson frá Hlöðum íslenskaði 1942. Þjóðhátíðarútgáfa 1974, bls. 101. (Jón Eiríksson og Gerhard Schöning bjuggu frumútgáfuna til prentunar 1772.)
  • Mynd: Arctostaphylos-uva-ursi - Sortulyng - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið. Höfundur myndar: Sten Porse. (Sótt 3. 9. 2014).
...