Sólin Sólin Rís 07:15 • sest 19:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:55 • Sest 22:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:59 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er munur á því að segjast slátra dýri eða lóga því?

Guðrún Kvaran

Spurningin hljóðaði upprunalega svona:
Er munur á því að segjast slátra dýri eða lóga því? Með öðrum orðum nýtir maður dýr til matar sem hefur verið "lógað"?
Sögnin slátra er einkum notuð um að fella dýr sem hafa á til matar. Dýrin eru þá aflífuð og hlutuð sundur í hæfilega skammta og seld í matvöruverslunum. Slátrunin fer nú orðið fram í sláturhúsi og hana annast slátrarinn.


Kínverskur slátrari að störfum.

Sögnin lóga er aftur á móti notuð um að aflífa dýr sem orðið er gamalt eða haldið einhverjum sjúkdómi. Heimilishundinum er lógað ef hann er kominn til ára sinna og oft verður að lóga ketti sem hlaupið hefur fyrir bíl og meiðst illa. Dýr, sem þarf að lóga, er ekki ætlað til matar. Gömlum reiðhesti þarf stundum að lóga og varla fara menn að leggja hann sér til matar.

Fleiri svör um tengd efni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • Wikipedia.org. Myndin er birt undir Creative Commons Attribution-leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

30.8.2007

Spyrjandi

Guðrún Ingimundardóttir

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er munur á því að segjast slátra dýri eða lóga því?“ Vísindavefurinn, 30. ágúst 2007. Sótt 24. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6783.

Guðrún Kvaran. (2007, 30. ágúst). Er munur á því að segjast slátra dýri eða lóga því? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6783

Guðrún Kvaran. „Er munur á því að segjast slátra dýri eða lóga því?“ Vísindavefurinn. 30. ágú. 2007. Vefsíða. 24. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6783>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er munur á því að segjast slátra dýri eða lóga því?
Spurningin hljóðaði upprunalega svona:

Er munur á því að segjast slátra dýri eða lóga því? Með öðrum orðum nýtir maður dýr til matar sem hefur verið "lógað"?
Sögnin slátra er einkum notuð um að fella dýr sem hafa á til matar. Dýrin eru þá aflífuð og hlutuð sundur í hæfilega skammta og seld í matvöruverslunum. Slátrunin fer nú orðið fram í sláturhúsi og hana annast slátrarinn.


Kínverskur slátrari að störfum.

Sögnin lóga er aftur á móti notuð um að aflífa dýr sem orðið er gamalt eða haldið einhverjum sjúkdómi. Heimilishundinum er lógað ef hann er kominn til ára sinna og oft verður að lóga ketti sem hlaupið hefur fyrir bíl og meiðst illa. Dýr, sem þarf að lóga, er ekki ætlað til matar. Gömlum reiðhesti þarf stundum að lóga og varla fara menn að leggja hann sér til matar.

Fleiri svör um tengd efni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • Wikipedia.org. Myndin er birt undir Creative Commons Attribution-leyfi.
...