Sólin Sólin Rís 05:09 • sest 21:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:44 • Sest 04:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:28 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:27 • Síðdegis: 12:35 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur orðatiltækið að vera komin á steypirinn?

Guðrún Kvaran

Nafnorðið steypir „sá sem steypir, veltir um koll; barnsburður; heljarþröm“ er leitt af sögninni steypa „fella; hafa endaskipti á; varpa (sér), svipta völdum“. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Haskólans er frá síðari hluta 16. aldar:

Verøllden [ [...]] anar framm [ [...]] og giæter ecke ad fyrr enn hun er komen a Steyperenn.

Þarna er átt við að veröldin sé komin á heljarþröm, sé um það bil að steypast. Annað dæmi frá 1671 er um kirkju sem er að falli komin:

ad hun [::kirkjan] er næsta ofær til embættis, og næsta þui a steyper og fall komen.

Hún er um það bil að steypast.

Kona langt gengin með barn, komin á steypirinn.

Í nútímamáli er orðasambandið að vera kominn á steypirinn nær eingöngu notað um konu sem er langt gengin með barn, fer fljótlega að leggjast á sæng: „Það er ekki langt í það hjá henni, hún er alveg komin á steypirinn.“

Steypir er nafnorð af svokölluðum ija-beygingarflokki og beygist svona í eintölu:

Nf.steypir
Þf.steypi
Þgf.steypi
Ef.steypis

Snemma fór r-ið í nefnifallsendingu ija-stofna að þrengja sér inn í önnur föll og litið var á það sem stofnlægt. Þetta varð til þess að orð eins og læknir, vísir og mörg önnur fengu inn -r- á undan -i-, til dæmis:

Nf.læknir
Þf.læknir
Þgf.læknir
Ef.læknirs

Til dæmis ,„Ég var hjá læknirnum“ í stað lækninum. ,,Ég fór til læknirsins“ í stað læknisins. Þegar kom fram á 19. öld fóru málvöndunarmenn að amast við þessari þróun og svo fór að það tókst að snúa henni við og orð í þessum beygingarflokki beygjast nú eins og til forna. Steypir með stofnlægu r-i hefur þó haldist í orðasambandinu að vera komin á steypirinn um barnshafandi konu allt fram á þennan dag.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

15.5.2015

Spyrjandi

Þuríður Davíðsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðatiltækið að vera komin á steypirinn?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2015. Sótt 12. ágúst 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=67913.

Guðrún Kvaran. (2015, 15. maí). Hvaðan kemur orðatiltækið að vera komin á steypirinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67913

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðatiltækið að vera komin á steypirinn?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2015. Vefsíða. 12. ágú. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67913>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðatiltækið að vera komin á steypirinn?
Nafnorðið steypir „sá sem steypir, veltir um koll; barnsburður; heljarþröm“ er leitt af sögninni steypa „fella; hafa endaskipti á; varpa (sér), svipta völdum“. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Haskólans er frá síðari hluta 16. aldar:

Verøllden [ [...]] anar framm [ [...]] og giæter ecke ad fyrr enn hun er komen a Steyperenn.

Þarna er átt við að veröldin sé komin á heljarþröm, sé um það bil að steypast. Annað dæmi frá 1671 er um kirkju sem er að falli komin:

ad hun [::kirkjan] er næsta ofær til embættis, og næsta þui a steyper og fall komen.

Hún er um það bil að steypast.

Kona langt gengin með barn, komin á steypirinn.

Í nútímamáli er orðasambandið að vera kominn á steypirinn nær eingöngu notað um konu sem er langt gengin með barn, fer fljótlega að leggjast á sæng: „Það er ekki langt í það hjá henni, hún er alveg komin á steypirinn.“

Steypir er nafnorð af svokölluðum ija-beygingarflokki og beygist svona í eintölu:

Nf.steypir
Þf.steypi
Þgf.steypi
Ef.steypis

Snemma fór r-ið í nefnifallsendingu ija-stofna að þrengja sér inn í önnur föll og litið var á það sem stofnlægt. Þetta varð til þess að orð eins og læknir, vísir og mörg önnur fengu inn -r- á undan -i-, til dæmis:

Nf.læknir
Þf.læknir
Þgf.læknir
Ef.læknirs

Til dæmis ,„Ég var hjá læknirnum“ í stað lækninum. ,,Ég fór til læknirsins“ í stað læknisins. Þegar kom fram á 19. öld fóru málvöndunarmenn að amast við þessari þróun og svo fór að það tókst að snúa henni við og orð í þessum beygingarflokki beygjast nú eins og til forna. Steypir með stofnlægu r-i hefur þó haldist í orðasambandinu að vera komin á steypirinn um barnshafandi konu allt fram á þennan dag.

Mynd: