Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Mega Megas og Britney Spears 'stíga á stokk' og halda tónleika?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði nokkurn veginn svona:
Við erum að velta ýmsu fyrir okkur sem er í fjölmiðlum þessa dagana. En nú má sjá að margir tónlistarmenn eru að farnir að stíga á stokk. Er þetta málvilla eða geta Megas og Britney Spears stigið á stokk og haldið tónleika?
Við sjáum ekki í fljótu bragði að það sé neitt að því að Megas og Britney Spears stígi saman á stokk og flytji úrval laga sinna. Okkur finnst að vísu ekki líklegt að svo verði enda hafa ekki borist neinar fréttir af samstarfi listamannanna tveggja.

Tungumálið tekur breytingum alveg eins og veröldin í kringum okkur. Til forna stigu menn vissulega á stokk og strengdu heit. Í textasafni Orðabókar Háskólans finnst orðasambandið meðal annars í Harðar sögu og Hólmverja, Örvar Odds sögu og í Göngu-Hrólfs sögu. Í þeirri síðastnefndu segir til dæmis:
Stíg ek á stokk ok strengi ek þess heit, at ek skal eigi fyrr koma í sæng hjá Gyðu, systur þinni, fyrr en ek hefi Hrólf af lífi tekit ok fært yðr höfuð hans.

Og í Harðar sögu og Hólmverja stendur:
Hér stíg eg á stokk og strengi eg þess heit að eg skal hafa brotið haug Sóta víkings fyrir önnur jól.
Þetta eru ágætt dæmi um það hvernig veröldin og ýmis viðmið hafa breyst. Lesendum þessa svars dettur víst ekki í hug að stíga á stokk og strengja þess heit að hálshöggva menn, eyðileggja grafir eða brjóta hauga fornmanna. Ef okkur dytti eitthvað slíkt í hug mundum við væntanlega þegja um það!

Sé leitað áfram í sama textasafni sést að á 20. og 21. öld halda menn áfram að stíga á stokka þó þeir strengi yfirleitt ekki heit um leið. Hér eru nokkur dæmi:
Kristján Árnason hvatti Dagsbrúnarmenn og Framsóknarkonur til að stíga á stokk og heita því að standa saman þar til yfir lyki í baráttunni

Var öllum heimilt að stíga á stokk og láta ljós sitt skína með hvers konar flími, fróðleik eða flinkheitum

Hin landsþekkta Andrea Jónsdóttir þeytir skífum, trúbadorar spila og dragdrottningar stíga á stokk.
Síðasta dæmið sýnir reyndar ágætlega hvernig miðaldir og nútíminn geta mæst. Trúbadúrar voru vel kunnir á miðöldum en draggdrottningar skjóta ekki upp kollinum fyrr en á 20. öld, þó svo að það hafi lengi tíðkast að karlmenn klæddust kvenmannsfötum. Á tímum endurreisnarinnar máttu konur til dæmis ekki stíga á leiksvið á Englandi. Þar voru aðeins karlmenn á sviði og yfirleitt drengir sem léku kvenmannshlutverkin. Þeir voru þá í einskonar draggi en samkvæmt einni orðsifjabók á Netinu er enska orðið drag, í merkingunni karl í kvenmannsfötum, sagt vera slangurmál úr leikhúsi og á líkingin við um það þegar síð kvenmannspilsin drógust við gólfin.


Hér sjást 19 menn stíga á stokk. Myndin er af Anaheim-söngvurunum, tekin um það bil árið 1910.

Í Íslenskri orðabók frá Eddu kemur fram að orðið stokkur var til forna notað um pall innan húss sem var hlaðinn upp af bjálkum. Á þessa palla stigu menn og strengdu heit sín í vitna viðurvist.

Í dag eru hús ekki byggð með stokkum í borðstofum. Þeir sem stíga á stokk og strengja heit á okkar dögum gera það þess vegna í yfirfærðri merkingu. Þeir stíga ef til vill eitt skref fram og mæla orðin, eða láta kannski vini og kunningja vita af því að þeir hafi stigið á stokk og strengt heit.

Á miðöldum virðist það hafa verið opinber athöfn að strengja heit, samanber dæmin hér fyrir ofan. Nú eru heitstrengingar meira einkamál. Margir strengja til dæmis áramótaheit og láta helst engan vita af heitinu.

Það má þess vegna segja að orðanotkunin sem hér er spurt um sé ágætis endurheimt á orðatiltæki sem hefði ella getað fallið í gleymsku. Þegar tónlistarmenn eða aðrir flytja verk sín opinberlega er ágætlega við hæfi að segja að þeir stígi á stokk. Sviðið sem þeir stíga á er þá eins konar stokkur.

Engum dettur í hug að segja að við notum orðið sími ranglega. Til forna merkti það þráður eða band en nú notum við það um tæki sem gerir okkur kleift að tala við fólk þótt það sé ekki í kallfæri. Orðið var þannig endurvakið í nýrri merkingu.

Að sjálfsögðu er hins vegar hægt að ofnota orðatiltækið 'stíga á stokk'. Það getur orðið leiðigjarnt að heyra í sífellu um að hinir og þessir stígi á stokka eins og til dæmis á við um orðatiltækið 'leggja eitthvað á hilluna'. Þegar þannig fer fyrir föstum orðatiltækjum má segja að menn þyrftu að vanda mál sitt betur og klæða hugsun sína í nýjan búning eða jafnvel í nýtt og skrautlegt dragg.

Það telst ekki 'málvilla' að nota orðatiltækið 'stíga á stokk' á þann hátt sem spyrjandi tiltekur. Ari Páll Kristinsson skýrir ágætlega hvað felst í orðunum 'rangt mál', í svari sínu við spurningunni Hvað er rétt og hvað er rangt í máli? en þar segir hann að rangt íslenskt mál er er það sem "samræmist engri íslenskri málvenju."

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.9.2007

Spyrjandi

Halldór Guðjónsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Mega Megas og Britney Spears 'stíga á stokk' og halda tónleika?“ Vísindavefurinn, 7. september 2007, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6793.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2007, 7. september). Mega Megas og Britney Spears 'stíga á stokk' og halda tónleika? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6793

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Mega Megas og Britney Spears 'stíga á stokk' og halda tónleika?“ Vísindavefurinn. 7. sep. 2007. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6793>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Mega Megas og Britney Spears 'stíga á stokk' og halda tónleika?
Spurningin í heild sinni hljóðaði nokkurn veginn svona:

Við erum að velta ýmsu fyrir okkur sem er í fjölmiðlum þessa dagana. En nú má sjá að margir tónlistarmenn eru að farnir að stíga á stokk. Er þetta málvilla eða geta Megas og Britney Spears stigið á stokk og haldið tónleika?
Við sjáum ekki í fljótu bragði að það sé neitt að því að Megas og Britney Spears stígi saman á stokk og flytji úrval laga sinna. Okkur finnst að vísu ekki líklegt að svo verði enda hafa ekki borist neinar fréttir af samstarfi listamannanna tveggja.

Tungumálið tekur breytingum alveg eins og veröldin í kringum okkur. Til forna stigu menn vissulega á stokk og strengdu heit. Í textasafni Orðabókar Háskólans finnst orðasambandið meðal annars í Harðar sögu og Hólmverja, Örvar Odds sögu og í Göngu-Hrólfs sögu. Í þeirri síðastnefndu segir til dæmis:
Stíg ek á stokk ok strengi ek þess heit, at ek skal eigi fyrr koma í sæng hjá Gyðu, systur þinni, fyrr en ek hefi Hrólf af lífi tekit ok fært yðr höfuð hans.

Og í Harðar sögu og Hólmverja stendur:
Hér stíg eg á stokk og strengi eg þess heit að eg skal hafa brotið haug Sóta víkings fyrir önnur jól.
Þetta eru ágætt dæmi um það hvernig veröldin og ýmis viðmið hafa breyst. Lesendum þessa svars dettur víst ekki í hug að stíga á stokk og strengja þess heit að hálshöggva menn, eyðileggja grafir eða brjóta hauga fornmanna. Ef okkur dytti eitthvað slíkt í hug mundum við væntanlega þegja um það!

Sé leitað áfram í sama textasafni sést að á 20. og 21. öld halda menn áfram að stíga á stokka þó þeir strengi yfirleitt ekki heit um leið. Hér eru nokkur dæmi:
Kristján Árnason hvatti Dagsbrúnarmenn og Framsóknarkonur til að stíga á stokk og heita því að standa saman þar til yfir lyki í baráttunni

Var öllum heimilt að stíga á stokk og láta ljós sitt skína með hvers konar flími, fróðleik eða flinkheitum

Hin landsþekkta Andrea Jónsdóttir þeytir skífum, trúbadorar spila og dragdrottningar stíga á stokk.
Síðasta dæmið sýnir reyndar ágætlega hvernig miðaldir og nútíminn geta mæst. Trúbadúrar voru vel kunnir á miðöldum en draggdrottningar skjóta ekki upp kollinum fyrr en á 20. öld, þó svo að það hafi lengi tíðkast að karlmenn klæddust kvenmannsfötum. Á tímum endurreisnarinnar máttu konur til dæmis ekki stíga á leiksvið á Englandi. Þar voru aðeins karlmenn á sviði og yfirleitt drengir sem léku kvenmannshlutverkin. Þeir voru þá í einskonar draggi en samkvæmt einni orðsifjabók á Netinu er enska orðið drag, í merkingunni karl í kvenmannsfötum, sagt vera slangurmál úr leikhúsi og á líkingin við um það þegar síð kvenmannspilsin drógust við gólfin.


Hér sjást 19 menn stíga á stokk. Myndin er af Anaheim-söngvurunum, tekin um það bil árið 1910.

Í Íslenskri orðabók frá Eddu kemur fram að orðið stokkur var til forna notað um pall innan húss sem var hlaðinn upp af bjálkum. Á þessa palla stigu menn og strengdu heit sín í vitna viðurvist.

Í dag eru hús ekki byggð með stokkum í borðstofum. Þeir sem stíga á stokk og strengja heit á okkar dögum gera það þess vegna í yfirfærðri merkingu. Þeir stíga ef til vill eitt skref fram og mæla orðin, eða láta kannski vini og kunningja vita af því að þeir hafi stigið á stokk og strengt heit.

Á miðöldum virðist það hafa verið opinber athöfn að strengja heit, samanber dæmin hér fyrir ofan. Nú eru heitstrengingar meira einkamál. Margir strengja til dæmis áramótaheit og láta helst engan vita af heitinu.

Það má þess vegna segja að orðanotkunin sem hér er spurt um sé ágætis endurheimt á orðatiltæki sem hefði ella getað fallið í gleymsku. Þegar tónlistarmenn eða aðrir flytja verk sín opinberlega er ágætlega við hæfi að segja að þeir stígi á stokk. Sviðið sem þeir stíga á er þá eins konar stokkur.

Engum dettur í hug að segja að við notum orðið sími ranglega. Til forna merkti það þráður eða band en nú notum við það um tæki sem gerir okkur kleift að tala við fólk þótt það sé ekki í kallfæri. Orðið var þannig endurvakið í nýrri merkingu.

Að sjálfsögðu er hins vegar hægt að ofnota orðatiltækið 'stíga á stokk'. Það getur orðið leiðigjarnt að heyra í sífellu um að hinir og þessir stígi á stokka eins og til dæmis á við um orðatiltækið 'leggja eitthvað á hilluna'. Þegar þannig fer fyrir föstum orðatiltækjum má segja að menn þyrftu að vanda mál sitt betur og klæða hugsun sína í nýjan búning eða jafnvel í nýtt og skrautlegt dragg.

Það telst ekki 'málvilla' að nota orðatiltækið 'stíga á stokk' á þann hátt sem spyrjandi tiltekur. Ari Páll Kristinsson skýrir ágætlega hvað felst í orðunum 'rangt mál', í svari sínu við spurningunni Hvað er rétt og hvað er rangt í máli? en þar segir hann að rangt íslenskt mál er er það sem "samræmist engri íslenskri málvenju."

Heimildir og mynd:...