Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Tengist orðið læðingur því að læðast?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Mig langar að spyrja ykkur um orðið læðing. Mér finnst ómögulegt að það tengist ekki því að læðast eins og hlaup tengist því að hlaupa eða róður tengist því að róa. Ég kíkti í orðabók og þar var bara talað um fjöturinn Læðing og skafrenning. Þá prófaði ég að gúggla læðing og fann orðasambandið „laum og læðingur“ á vef Árnastofnunar. Má tala um þörf sé fyrir læðing þegar maður ætlar sér að læðast?

Orðið læðingur er til annars vegar sem afleiðsla af sögninni að læða og merkir „það að læðast; smá skafrenningur; lautardrag“. Hins vegar er læðingur nafn á fjötri þeim sem Fenrisúlfur var bundinn með en uppruni þess orðs er umdeildur (sjá Íslenska orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon, 1989:591).

Læðingur merkir meðal annars „það að læðast“. Hlébarðar eru sérlega slyngir í að læðast.

Þar sem læðingur merkir „það að læðast“ er ekki rangt að tala um að „þörf sé fyrir læðing“ en ekki er það fallegt mál. Nafnorðastíll þykir ekki fallegur íslenskur stíll. Betra er einfaldlega að segja: „það er nauðsynlegt að læðast“, „við skulum læðast“ eða eitthvað í þá veru.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

5.5.2015

Spyrjandi

Tómas Zoëga

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Tengist orðið læðingur því að læðast?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2015, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67990.

Guðrún Kvaran. (2015, 5. maí). Tengist orðið læðingur því að læðast? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67990

Guðrún Kvaran. „Tengist orðið læðingur því að læðast?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2015. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67990>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Tengist orðið læðingur því að læðast?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Mig langar að spyrja ykkur um orðið læðing. Mér finnst ómögulegt að það tengist ekki því að læðast eins og hlaup tengist því að hlaupa eða róður tengist því að róa. Ég kíkti í orðabók og þar var bara talað um fjöturinn Læðing og skafrenning. Þá prófaði ég að gúggla læðing og fann orðasambandið „laum og læðingur“ á vef Árnastofnunar. Má tala um þörf sé fyrir læðing þegar maður ætlar sér að læðast?

Orðið læðingur er til annars vegar sem afleiðsla af sögninni að læða og merkir „það að læðast; smá skafrenningur; lautardrag“. Hins vegar er læðingur nafn á fjötri þeim sem Fenrisúlfur var bundinn með en uppruni þess orðs er umdeildur (sjá Íslenska orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon, 1989:591).

Læðingur merkir meðal annars „það að læðast“. Hlébarðar eru sérlega slyngir í að læðast.

Þar sem læðingur merkir „það að læðast“ er ekki rangt að tala um að „þörf sé fyrir læðing“ en ekki er það fallegt mál. Nafnorðastíll þykir ekki fallegur íslenskur stíll. Betra er einfaldlega að segja: „það er nauðsynlegt að læðast“, „við skulum læðast“ eða eitthvað í þá veru.

Mynd: