Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða áhrif hefur eitur tarantúlu á menn?

Jón Már Halldórsson

Allar köngulær eru eitraðar og nota eitur til að lama bráð sína. Hins vegar er eitrið sjaldnast skaðlegt mönnum.

Könglær af ættinni Theraphosidae eru almennt nefndar tarantúlur. Þær finnast í suðvesturfylkjum Bandaríkjanna, aðallega í Kaliforníu, Arizona og Texas. Einnig eru þær algengar á skógarsvæðum Mið-Ameríku, Mexíkó og um alla Suður-Ameríku.

Tarantúlur eru oftast stórar köngulær, þær allra stærstu geta verið með um eða yfir 5 cm langan búk og fótleggi vel yfir 12 cm. Ekki eru til skráðar heimildir um að fólk hafi látist vegna eiturs sem tarantúlur gefa frá sér. Í rauninni eru bit tarantúla afar sjaldgæf enda eru þær þekktar fyrir að flýja frekar af hólmi þegar þeim er ógnað af mönnum eða öðrum stórvöxnum spendýrum, heldur en ráðast til atlögu.

Tarantúla af tegundinni Grammostola rosea er vinsælt gæludýr hjá tarantúluáhugafólki.

Gróflega má flokka eiturefnasambönd sem dýr gefa frá sér í tvo flokka. Annars vegar er hemótoxín eða blóðeitur en það er eitur sem herjar á blóð fórnarlambsins og getur til að mynda eyðilagt rauð blóðkorn eða skemmt virkni storkuþátta blóðsins. Hins vegar er neurotoxín eða taugaeitur sem veldur til dæmis lömun hjá þeim sem verða fyrir eitrinu. Eitur tarantúla er þessum seinni flokki, það er að segja hefur lamandi áhrif.

Eitur tarantúla er ekki lífshættulegt mönnum, alla vega ekki í þeim skömmtum sem tarantúlur gefa frá sér með einu biti. Helsta hættan á skaða vegna eitursins eru ofnæmisáhrif svipuð og vegna eiturs sem til dæmis geitungar gefa frá sér við stungu.

Þeir sem hafa verið bitnir af tarantúlum lýsa bitunum sem sársaukafullum. Sársaukinn stafar af virkni eitursins í bitsárinu og aðliggjandi vefjum. Sársaukinn varir í nokkrar klukkustundir en fjarar síðan út en eftir stendur bólga og kláði. Það er líka vel þekkt að tarantúlur bíti svokölluðu þurru biti en þá fylgir ekki eitur með bitinu. Slíkt getur einnig verið sársaukafullt, sérstaklega ef um er að ræða stærri tegundir þar sem klóskærin geta verið nokkuð stór.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.10.2014

Spyrjandi

Andri Freyr Eiðsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða áhrif hefur eitur tarantúlu á menn?“ Vísindavefurinn, 7. október 2014, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68069.

Jón Már Halldórsson. (2014, 7. október). Hvaða áhrif hefur eitur tarantúlu á menn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68069

Jón Már Halldórsson. „Hvaða áhrif hefur eitur tarantúlu á menn?“ Vísindavefurinn. 7. okt. 2014. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68069>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hefur eitur tarantúlu á menn?
Allar köngulær eru eitraðar og nota eitur til að lama bráð sína. Hins vegar er eitrið sjaldnast skaðlegt mönnum.

Könglær af ættinni Theraphosidae eru almennt nefndar tarantúlur. Þær finnast í suðvesturfylkjum Bandaríkjanna, aðallega í Kaliforníu, Arizona og Texas. Einnig eru þær algengar á skógarsvæðum Mið-Ameríku, Mexíkó og um alla Suður-Ameríku.

Tarantúlur eru oftast stórar köngulær, þær allra stærstu geta verið með um eða yfir 5 cm langan búk og fótleggi vel yfir 12 cm. Ekki eru til skráðar heimildir um að fólk hafi látist vegna eiturs sem tarantúlur gefa frá sér. Í rauninni eru bit tarantúla afar sjaldgæf enda eru þær þekktar fyrir að flýja frekar af hólmi þegar þeim er ógnað af mönnum eða öðrum stórvöxnum spendýrum, heldur en ráðast til atlögu.

Tarantúla af tegundinni Grammostola rosea er vinsælt gæludýr hjá tarantúluáhugafólki.

Gróflega má flokka eiturefnasambönd sem dýr gefa frá sér í tvo flokka. Annars vegar er hemótoxín eða blóðeitur en það er eitur sem herjar á blóð fórnarlambsins og getur til að mynda eyðilagt rauð blóðkorn eða skemmt virkni storkuþátta blóðsins. Hins vegar er neurotoxín eða taugaeitur sem veldur til dæmis lömun hjá þeim sem verða fyrir eitrinu. Eitur tarantúla er þessum seinni flokki, það er að segja hefur lamandi áhrif.

Eitur tarantúla er ekki lífshættulegt mönnum, alla vega ekki í þeim skömmtum sem tarantúlur gefa frá sér með einu biti. Helsta hættan á skaða vegna eitursins eru ofnæmisáhrif svipuð og vegna eiturs sem til dæmis geitungar gefa frá sér við stungu.

Þeir sem hafa verið bitnir af tarantúlum lýsa bitunum sem sársaukafullum. Sársaukinn stafar af virkni eitursins í bitsárinu og aðliggjandi vefjum. Sársaukinn varir í nokkrar klukkustundir en fjarar síðan út en eftir stendur bólga og kláði. Það er líka vel þekkt að tarantúlur bíti svokölluðu þurru biti en þá fylgir ekki eitur með bitinu. Slíkt getur einnig verið sársaukafullt, sérstaklega ef um er að ræða stærri tegundir þar sem klóskærin geta verið nokkuð stór.

Mynd:

...