Sólin Sólin Rís 04:02 • sest 22:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:47 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers vegna eru óhreinindi undir nöglum kallaðar sorgarrendur?

Guðrún Kvaran

Sorgarrönd er tökuorð úr dönsku, sørgerand, og er notað um svartan ramma í dagblöðum eða á kortum þegar einhvers látins er minnst. Það er einnig notað þar í yfirfærðri merkingu um óhreinindarönd í skyrtukrögum eða skyrtulíningum.

Hérlendis þekkist eiginlega merkingin frá lokum 19. aldar samkvæmt Timarit.is - Leita um svartan ramma utan um tilkynningar um dauðaslys eða andlát en elst dæmi þar um yfirfærðu merkinguna 'óhreinindarönd undir nöglum' er frá 1919.

Sorgarrönd er tökuorð úr dönsku og var upphaflega notað um svartan ramma í dagblöðum eða á kortum þegar einhvers látins er minnst.

Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal, sem út kom á árunum 1920–1924, er orðið ekki fletta en í viðbæti við bókina, sem kom út 1963, er gefin merkingin 'sørgerand', án frekari skýringar. Í Íslenskri orðabók (2002) er aðeins gefin merkingin 'dökk óhreindarönd undir nöglum'. Þróunin hjá okkur er hin sama og í dönsku, fyrst eiginleg merking sem vísar til sorgar og síðan óeiginleg merking þar sem svarti ramminn kallar á líkinguna við óhreinindi undir nöglum.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.12.2014

Spyrjandi

Anna Lind Borgþórsdóttir, Eyjólfur Kristopher Kolbeins

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna eru óhreinindi undir nöglum kallaðar sorgarrendur? “ Vísindavefurinn, 22. desember 2014. Sótt 18. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68078.

Guðrún Kvaran. (2014, 22. desember). Hvers vegna eru óhreinindi undir nöglum kallaðar sorgarrendur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68078

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna eru óhreinindi undir nöglum kallaðar sorgarrendur? “ Vísindavefurinn. 22. des. 2014. Vefsíða. 18. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68078>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru óhreinindi undir nöglum kallaðar sorgarrendur?
Sorgarrönd er tökuorð úr dönsku, sørgerand, og er notað um svartan ramma í dagblöðum eða á kortum þegar einhvers látins er minnst. Það er einnig notað þar í yfirfærðri merkingu um óhreinindarönd í skyrtukrögum eða skyrtulíningum.

Hérlendis þekkist eiginlega merkingin frá lokum 19. aldar samkvæmt Timarit.is - Leita um svartan ramma utan um tilkynningar um dauðaslys eða andlát en elst dæmi þar um yfirfærðu merkinguna 'óhreinindarönd undir nöglum' er frá 1919.

Sorgarrönd er tökuorð úr dönsku og var upphaflega notað um svartan ramma í dagblöðum eða á kortum þegar einhvers látins er minnst.

Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal, sem út kom á árunum 1920–1924, er orðið ekki fletta en í viðbæti við bókina, sem kom út 1963, er gefin merkingin 'sørgerand', án frekari skýringar. Í Íslenskri orðabók (2002) er aðeins gefin merkingin 'dökk óhreindarönd undir nöglum'. Þróunin hjá okkur er hin sama og í dönsku, fyrst eiginleg merking sem vísar til sorgar og síðan óeiginleg merking þar sem svarti ramminn kallar á líkinguna við óhreinindi undir nöglum.

Mynd:

...