Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Er hægt að senda kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu á móðurmálinu og hvernig á að standa að kærunni?

Lena Mjöll Markusdóttir

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Er hægt að senda kæru til mannréttindadómstóla á móðurmálinu? Hvernig á að standa að kæru?

Sá mannréttindadómstóll sem hefur langmesta þýðingu fyrir okkur á Íslandi er Mannréttindadómstóll Evrópu og er svar þetta því skrifað út frá gildandi reglum hans. Mannréttindadómstóll Evrópu var stofnaður á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu og á að tryggja að aðildarríki Evrópuráðsins virði þau réttindi sem sáttmálinn kveður á um. Ísland er aðili að Evrópuráðinu og eru úrskurðir Mannréttindadómstóls Evrópu því bindandi fyrir íslenska ríkið.

Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg í Frakklandi.

Tvenns konar kæruleiðir eru í boði hjá Mannréttindadómstól Evrópu, en dómstóllinn getur ekki tekið upp mál af sjálfsdáðum. Annars vegar geta einstaklingar, hópar, fyrirtæki eða félagasamtök kært ríki fyrir meint brot á Mannréttindasáttmála Evrópu og hins vegar geta ríki kært önnur ríki fyrir brot á sáttmálanum. Allir geta lagt fram kærur milliliðalaust, þannig að ekki er þörf á lögmanni þegar kæran er lögð fram. Ekkert kostar að leggja fram kæru.

Þegar kæra skal ríki til Mannréttindadómstóls Evrópu þarf að fylla út staðlað kæruskjal af mikilli nákvæmni. Meirihluti kæra sem berast dómstólnum eru ekki teknar til skoðunar þar sem þær uppfylla ekki öll skilyrði eða eru ranglega útfylltar. Kæra telst tæk fyrir dómstólnum ef öll innlend réttarúrræði hafa verið fullreynd, upp að æðsta stigi landsbundinnar löggjafar. Í tilfelli Íslands myndi það þýða að mál þarf að hafa farið fyrir Hæstarétt til að teljast tækt. Einnig þarf kæran að berast innan sex mánaða frá síðasta dómi eða ákvörðun í málinu.

Kæruskjalið má nálgast á heimasíðu Mannréttindadómstóls Evrópu og má fylla út á öðru af tveimur tungumálum Evrópuráðsins, sem eru enska og franska, eða á einhverju af opinberum tungumálum aðildarríkja Evrópuráðsins. Flestir ættu því að geta sent inn kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu á móðurmáli sínu. Kæruskjalið sjálft er fáanlegt á heimasíðunni á 35 tungumálum en íslenska er ekki eitt þeirra. Íslenskir kærendur þurfa því að velja kæruskjal á einhverju af þeim 35 tungumálum sem í boði eru en geta væntanlega fyllt það út á íslensku, enda er íslenska eitt opinberra tungumála Evrópuráðsins.

Útfyllta kæruskjalið, ásamt afritum af öllum mögulegum fylgigögnum, skal síðan sent með bréfpósti til dómstólsins, sem hefur aðsetur í Strassborg í Frakklandi. Ekki skal senda frumrit af fylgigögnum þar sem kærandinn fær gögnin ekki til baka að loknum rekstri málsins.

Hafi kærandinn fyllt kæruskjalið réttilega út, og uppfylli málið öll önnur skilyrði, skoða lögfræðingar dómstólsins málið og hafa samband við kærandann um næstu skref. Mjög erfitt er að áætla hversu langan tíma það tekur að fara yfir kæruna. Mál eru tekin fyrir í ákveðinni röð og fer það einnig eftir eðli málsins og hversu brýnt það er að fá úr því skorið. Eftir að mál hefur verið tekið upp hjá dómstólnum þurfa öll samskipti kæranda og dómstóls, munnleg og skrifleg, að fara fram á ensku eða frönsku nema dómstóllinn veiti sérstakt leyfi fyrir öðru fyrirkomulagi.

Hér að neðan má sjá gagnlegt myndband frá Mannréttindadómstól Evrópu um kæruferlið:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Lena Mjöll Markusdóttir

laganemi og verkefnastjóri á Evrópuvefnum

Útgáfudagur

4.11.2014

Spyrjandi

Hildur Kristín Hilmarsdóttir

Tilvísun

Lena Mjöll Markusdóttir. „Er hægt að senda kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu á móðurmálinu og hvernig á að standa að kærunni?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2014. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68385.

Lena Mjöll Markusdóttir. (2014, 4. nóvember). Er hægt að senda kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu á móðurmálinu og hvernig á að standa að kærunni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68385

Lena Mjöll Markusdóttir. „Er hægt að senda kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu á móðurmálinu og hvernig á að standa að kærunni?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2014. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68385>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að senda kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu á móðurmálinu og hvernig á að standa að kærunni?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Er hægt að senda kæru til mannréttindadómstóla á móðurmálinu? Hvernig á að standa að kæru?

Sá mannréttindadómstóll sem hefur langmesta þýðingu fyrir okkur á Íslandi er Mannréttindadómstóll Evrópu og er svar þetta því skrifað út frá gildandi reglum hans. Mannréttindadómstóll Evrópu var stofnaður á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu og á að tryggja að aðildarríki Evrópuráðsins virði þau réttindi sem sáttmálinn kveður á um. Ísland er aðili að Evrópuráðinu og eru úrskurðir Mannréttindadómstóls Evrópu því bindandi fyrir íslenska ríkið.

Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg í Frakklandi.

Tvenns konar kæruleiðir eru í boði hjá Mannréttindadómstól Evrópu, en dómstóllinn getur ekki tekið upp mál af sjálfsdáðum. Annars vegar geta einstaklingar, hópar, fyrirtæki eða félagasamtök kært ríki fyrir meint brot á Mannréttindasáttmála Evrópu og hins vegar geta ríki kært önnur ríki fyrir brot á sáttmálanum. Allir geta lagt fram kærur milliliðalaust, þannig að ekki er þörf á lögmanni þegar kæran er lögð fram. Ekkert kostar að leggja fram kæru.

Þegar kæra skal ríki til Mannréttindadómstóls Evrópu þarf að fylla út staðlað kæruskjal af mikilli nákvæmni. Meirihluti kæra sem berast dómstólnum eru ekki teknar til skoðunar þar sem þær uppfylla ekki öll skilyrði eða eru ranglega útfylltar. Kæra telst tæk fyrir dómstólnum ef öll innlend réttarúrræði hafa verið fullreynd, upp að æðsta stigi landsbundinnar löggjafar. Í tilfelli Íslands myndi það þýða að mál þarf að hafa farið fyrir Hæstarétt til að teljast tækt. Einnig þarf kæran að berast innan sex mánaða frá síðasta dómi eða ákvörðun í málinu.

Kæruskjalið má nálgast á heimasíðu Mannréttindadómstóls Evrópu og má fylla út á öðru af tveimur tungumálum Evrópuráðsins, sem eru enska og franska, eða á einhverju af opinberum tungumálum aðildarríkja Evrópuráðsins. Flestir ættu því að geta sent inn kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu á móðurmáli sínu. Kæruskjalið sjálft er fáanlegt á heimasíðunni á 35 tungumálum en íslenska er ekki eitt þeirra. Íslenskir kærendur þurfa því að velja kæruskjal á einhverju af þeim 35 tungumálum sem í boði eru en geta væntanlega fyllt það út á íslensku, enda er íslenska eitt opinberra tungumála Evrópuráðsins.

Útfyllta kæruskjalið, ásamt afritum af öllum mögulegum fylgigögnum, skal síðan sent með bréfpósti til dómstólsins, sem hefur aðsetur í Strassborg í Frakklandi. Ekki skal senda frumrit af fylgigögnum þar sem kærandinn fær gögnin ekki til baka að loknum rekstri málsins.

Hafi kærandinn fyllt kæruskjalið réttilega út, og uppfylli málið öll önnur skilyrði, skoða lögfræðingar dómstólsins málið og hafa samband við kærandann um næstu skref. Mjög erfitt er að áætla hversu langan tíma það tekur að fara yfir kæruna. Mál eru tekin fyrir í ákveðinni röð og fer það einnig eftir eðli málsins og hversu brýnt það er að fá úr því skorið. Eftir að mál hefur verið tekið upp hjá dómstólnum þurfa öll samskipti kæranda og dómstóls, munnleg og skrifleg, að fara fram á ensku eða frönsku nema dómstóllinn veiti sérstakt leyfi fyrir öðru fyrirkomulagi.

Hér að neðan má sjá gagnlegt myndband frá Mannréttindadómstól Evrópu um kæruferlið:

Heimildir og mynd:

...