Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Hvernig hefur munnvatn úr leðurblöku áhrif á storknun blóðs?

Jón Már Halldórsson

Í munnvatni leðurblaka af tegundum Desmodus spp. sem í daglegu tali eru nefndar vampírur er efni hefur áhrif á storknun blóðs. Þetta efni er hvati sem nefnist á fræðimáli desmoteplase (DSPA). Hann hefur það hlutverk að óvirkja storkuprótín í blóði fórnarlambsins og koma í veg fyrir storknun þess svo blóðið flæði óhindrað úr bitsárinu.

Leðurblökur af tegundum Desmodus spp nærast fyrst og fremst á blóði spendýra, aðallega nautgripa og hrossa.

Læknisfræðin er farin að hagnýta sér munnvatn úr tegundinni Desmodus rotundus sem er mjög útbreidd í regnskógum Suður- og Mið-Ameríku. Það er meðal annars notað í meðferð gegn heilablóðfalli og blóðtöppum. Prótínið DSPA sem hefur verið einangrað úr munnvatni vampíranna nefnist eðlilega því lýsandi nafni Draculin.

Helstu heimildir og mynd

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.11.2014

Spyrjandi

Jóhann Reynir, f. 1995

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig hefur munnvatn úr leðurblöku áhrif á storknun blóðs?“ Vísindavefurinn, 26. nóvember 2014. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68469.

Jón Már Halldórsson. (2014, 26. nóvember). Hvernig hefur munnvatn úr leðurblöku áhrif á storknun blóðs? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68469

Jón Már Halldórsson. „Hvernig hefur munnvatn úr leðurblöku áhrif á storknun blóðs?“ Vísindavefurinn. 26. nóv. 2014. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68469>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig hefur munnvatn úr leðurblöku áhrif á storknun blóðs?
Í munnvatni leðurblaka af tegundum Desmodus spp. sem í daglegu tali eru nefndar vampírur er efni hefur áhrif á storknun blóðs. Þetta efni er hvati sem nefnist á fræðimáli desmoteplase (DSPA). Hann hefur það hlutverk að óvirkja storkuprótín í blóði fórnarlambsins og koma í veg fyrir storknun þess svo blóðið flæði óhindrað úr bitsárinu.

Leðurblökur af tegundum Desmodus spp nærast fyrst og fremst á blóði spendýra, aðallega nautgripa og hrossa.

Læknisfræðin er farin að hagnýta sér munnvatn úr tegundinni Desmodus rotundus sem er mjög útbreidd í regnskógum Suður- og Mið-Ameríku. Það er meðal annars notað í meðferð gegn heilablóðfalli og blóðtöppum. Prótínið DSPA sem hefur verið einangrað úr munnvatni vampíranna nefnist eðlilega því lýsandi nafni Draculin.

Helstu heimildir og mynd

...