Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Af hverju voru sumir togarar fyrr á tíð nefndir sáputogarar?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Árið 1947 voru tveir togarar keyptir til Patreksfjarðar, Gylfi og Vörður. Þeir hafa ávallt verið kallaðir „sáputogarar“. Hvaðan kemur sú nafngift?

Það er einföld skýring á því af hverju nokkur fjöldi enska togara gekk undir heitinu sáputogarar: Þeir voru notaðir til að greiða fyrir skuldir Þjóðverja til fyrirtækis í Bretlandi sem var þekkt fyrir framleiðslu á sápu.

Auglýsing fyrir Sunlight Soap frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Sápan var aðallega ætluð til þvotta á fatnaði.

Umræddir togarar voru smíðaðir í þýsku hafnarborgunum Bremen og Wesermünde af skipasmíðafyrirtækinu Seebeckwerft A.G. og afhentir árið 1936 til alþjóðlega fyrirtækisins Unilever í Bretlandi. Það hafði orðið til í ársbyrjun 1930, við samruna breska fyrirtækisins Lever Brothers, sem framleiddi þekktar sápur og hreinsiefni eins og Lux, Vim og Sunlight Soap, og hollenska fyrirtækisins Margarine Unie, sem var þá stærsti framleiðandi smjörlíkis á Bretlandi. Fyrirtækið Leverhulme Ltd. var hluti af fyrirtækjasamsteypunni Unilever og sá um pöntun á togurunum. Styrktarsjóðurinn The Leverhulme Trust á enn í dag hlut í Unilever-fyrirtækinu.

Svo virðist sem útistandandi skuldir Þjóðverja, meðal annars vegna kaupa þeirra á Sunlight Soap, hafi ekki fengist greiddar með peningum. Greiðslan hafi því farið fram með vöruskiptum þar sem allt að 15 togarar hafi verið smíðaðir og sendir til Bretlands. Af þessum sökum voru togararnir bæði nefndir Sunlight-togarar og sáputogarar.

Einn af svonefndum „sáputogurum“.

Á stríðsárunum voru togararnir notaðir við kafbátaleit og til að vernda skipalestir. Þrír þeirra fórust í stríðinu en 12 skip héldu aftur til veiða, mörg hver hér við land. Þrír „sáputogarar“ voru enn fremur keyptir hingað árið 1947 og gerðir út frá Patreksfirði og Reykjavík undir nöfnunum Gylfi, Vörður og Kári.

Heimildir og frekara lesefni:

Myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.3.2023

Spyrjandi

Ásgeir Hjálmar Sigurðsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju voru sumir togarar fyrr á tíð nefndir sáputogarar?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2023. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68512.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2023, 10. mars). Af hverju voru sumir togarar fyrr á tíð nefndir sáputogarar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68512

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju voru sumir togarar fyrr á tíð nefndir sáputogarar?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2023. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68512>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju voru sumir togarar fyrr á tíð nefndir sáputogarar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Árið 1947 voru tveir togarar keyptir til Patreksfjarðar, Gylfi og Vörður. Þeir hafa ávallt verið kallaðir „sáputogarar“. Hvaðan kemur sú nafngift?

Það er einföld skýring á því af hverju nokkur fjöldi enska togara gekk undir heitinu sáputogarar: Þeir voru notaðir til að greiða fyrir skuldir Þjóðverja til fyrirtækis í Bretlandi sem var þekkt fyrir framleiðslu á sápu.

Auglýsing fyrir Sunlight Soap frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Sápan var aðallega ætluð til þvotta á fatnaði.

Umræddir togarar voru smíðaðir í þýsku hafnarborgunum Bremen og Wesermünde af skipasmíðafyrirtækinu Seebeckwerft A.G. og afhentir árið 1936 til alþjóðlega fyrirtækisins Unilever í Bretlandi. Það hafði orðið til í ársbyrjun 1930, við samruna breska fyrirtækisins Lever Brothers, sem framleiddi þekktar sápur og hreinsiefni eins og Lux, Vim og Sunlight Soap, og hollenska fyrirtækisins Margarine Unie, sem var þá stærsti framleiðandi smjörlíkis á Bretlandi. Fyrirtækið Leverhulme Ltd. var hluti af fyrirtækjasamsteypunni Unilever og sá um pöntun á togurunum. Styrktarsjóðurinn The Leverhulme Trust á enn í dag hlut í Unilever-fyrirtækinu.

Svo virðist sem útistandandi skuldir Þjóðverja, meðal annars vegna kaupa þeirra á Sunlight Soap, hafi ekki fengist greiddar með peningum. Greiðslan hafi því farið fram með vöruskiptum þar sem allt að 15 togarar hafi verið smíðaðir og sendir til Bretlands. Af þessum sökum voru togararnir bæði nefndir Sunlight-togarar og sáputogarar.

Einn af svonefndum „sáputogurum“.

Á stríðsárunum voru togararnir notaðir við kafbátaleit og til að vernda skipalestir. Þrír þeirra fórust í stríðinu en 12 skip héldu aftur til veiða, mörg hver hér við land. Þrír „sáputogarar“ voru enn fremur keyptir hingað árið 1947 og gerðir út frá Patreksfirði og Reykjavík undir nöfnunum Gylfi, Vörður og Kári.

Heimildir og frekara lesefni:

Myndir:...