Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær komust frummenn fyrst í kynni við eldgos og hvernig vitið þið það?

Páll Imsland

Fræg er sagan sem fornmannfræðingar hafa dregið upp af „frummanni“ þeim sem kallast Australopithecus afarensis og lifði fyrir 3,6 milljónum ára í Austur-Afríku, þar sem mannkynið á uppruna sinn. Meðal skýrustu mannvistarleifa sem fundist hafa frá þessu tímaskeiði í frumsögu mannkyns eru spor þriggja tvífætlinga sem gengu uppréttir og án þess að stinga niður framlimum til stuðnings.

Sporin eru mörkuð í nýfallna eða öllu heldur fallandi gjósku úr eldfjalli. Gjóskan var svo fersk að undan þunga þessara einstaklinga myndaðist þjappað djúpt far eftir iljarnar. Gjóskan hefur síðan harðnað og sporin varðveist. Þau fann hinn frægi fornleifa- og mannfræðingur Mary Leakey árið 1978 í Tansaníu. Voru þau rannsökuð í bak og fyrir með hliðsjón af öðrum uppgreftri fornleifafræðinga í nágrenninu.[1]

Fótsporin sem Mary Leakey uppgötvaði í Laetoli í Tansaníu.

Túlkun á þessum fundi er yfirleitt tengd flótta þessara „mannvera“ undan gjóskufalli úr nálægu eldfjalli. Australopithecus var einn nánasti forverið tegundarinnar Homo sapiens og farinn að ganga uppréttur. Í þessu forna eldfjalli, sem hefur verið kallað Sandiman, stóð yfir gos og bendir sporaslóðin til óttalauss og að því er virðist markviss flótta mannveranna, sem meðal annars sést af því að fullvaxið par hefur að öllum líkindum haldist í hendur á leiðinni og stefnt stöðugt og óhikað áfram.

Slóðin er yfirleitt bein og jafnt bil milli einstaklinganna, engin frávik eða rjátl sem bent gæti til þess að verur þessar hafi verið að rölta þarna um í ætisleit eða að öðru daglegu athæfi, heldur verið á meðvitaðri leið burt frá hættu. Smærri spor, líklega unglings, víkja meira frá beinni línu en spor hinna fullorðnu. Ólíklegt er að þetta sé fyrsti flótti „mannvera“ undan eldgosi, en þetta er sá fyrsti sem vitneskja er um.

Fótsporin í Laetoli eru líklega eftir frummenn af tegundinni Australopithecus afarensis.

Tilvísun:
  1. ^ Leake, R og R. Levin, 1993. Origins reconsidered. In search of what makes us human. Abacus, London. Dunbar, R. 2004. The human story. Faber and Faber, London.

Myndir:


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Páll Imsland

jarðfræðingur

Útgáfudagur

7.1.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Páll Imsland. „Hvenær komust frummenn fyrst í kynni við eldgos og hvernig vitið þið það?“ Vísindavefurinn, 7. janúar 2015, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68713.

Páll Imsland. (2015, 7. janúar). Hvenær komust frummenn fyrst í kynni við eldgos og hvernig vitið þið það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68713

Páll Imsland. „Hvenær komust frummenn fyrst í kynni við eldgos og hvernig vitið þið það?“ Vísindavefurinn. 7. jan. 2015. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68713>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær komust frummenn fyrst í kynni við eldgos og hvernig vitið þið það?
Fræg er sagan sem fornmannfræðingar hafa dregið upp af „frummanni“ þeim sem kallast Australopithecus afarensis og lifði fyrir 3,6 milljónum ára í Austur-Afríku, þar sem mannkynið á uppruna sinn. Meðal skýrustu mannvistarleifa sem fundist hafa frá þessu tímaskeiði í frumsögu mannkyns eru spor þriggja tvífætlinga sem gengu uppréttir og án þess að stinga niður framlimum til stuðnings.

Sporin eru mörkuð í nýfallna eða öllu heldur fallandi gjósku úr eldfjalli. Gjóskan var svo fersk að undan þunga þessara einstaklinga myndaðist þjappað djúpt far eftir iljarnar. Gjóskan hefur síðan harðnað og sporin varðveist. Þau fann hinn frægi fornleifa- og mannfræðingur Mary Leakey árið 1978 í Tansaníu. Voru þau rannsökuð í bak og fyrir með hliðsjón af öðrum uppgreftri fornleifafræðinga í nágrenninu.[1]

Fótsporin sem Mary Leakey uppgötvaði í Laetoli í Tansaníu.

Túlkun á þessum fundi er yfirleitt tengd flótta þessara „mannvera“ undan gjóskufalli úr nálægu eldfjalli. Australopithecus var einn nánasti forverið tegundarinnar Homo sapiens og farinn að ganga uppréttur. Í þessu forna eldfjalli, sem hefur verið kallað Sandiman, stóð yfir gos og bendir sporaslóðin til óttalauss og að því er virðist markviss flótta mannveranna, sem meðal annars sést af því að fullvaxið par hefur að öllum líkindum haldist í hendur á leiðinni og stefnt stöðugt og óhikað áfram.

Slóðin er yfirleitt bein og jafnt bil milli einstaklinganna, engin frávik eða rjátl sem bent gæti til þess að verur þessar hafi verið að rölta þarna um í ætisleit eða að öðru daglegu athæfi, heldur verið á meðvitaðri leið burt frá hættu. Smærri spor, líklega unglings, víkja meira frá beinni línu en spor hinna fullorðnu. Ólíklegt er að þetta sé fyrsti flótti „mannvera“ undan eldgosi, en þetta er sá fyrsti sem vitneskja er um.

Fótsporin í Laetoli eru líklega eftir frummenn af tegundinni Australopithecus afarensis.

Tilvísun:
  1. ^ Leake, R og R. Levin, 1993. Origins reconsidered. In search of what makes us human. Abacus, London. Dunbar, R. 2004. The human story. Faber and Faber, London.

Myndir:


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi....