Sólin Sólin Rís 10:44 • sest 16:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 12:16 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:24 • Síðdegis: 19:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:13 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um silky terrier hunda?

nemandi í Háskóla unga fólksins

Hundakynið silky terrier er upprunalega frá Ástralíu og kom fram undir lok 19. aldar. Það talið vera blanda af yorkshire terrier, áströlskum terrier og nokkrum öðrum tegundum.

Í Evrópu eru þessir hundar flokkaðir sem terrier en annars staðar eru þeir flokkaðir sem toy-hundar. Þeir eru 3-4 kg að þyngd og um 23 cm háir við herðablöðin. Þeir geta orðið allt að 14 ára gamlir. Feldur þeirra er silkimjúkur, hárin 12-15 cm löng og þarfnast ekki mikillar umhirðu.

Lífsglaður Silky Terrier hundur.

Silky terrier eru orkumiklir hundar og þurfa að vera mikið innan um fólk. Þeir eru góðir varðhundar en gelta ekki mikið. Þeir eru gáfaðir og fljótir að læra en geta verið þrjóskir og sjálfstæðir og hlýða ekki hverjum sem er. Það er sagt að það sé ekki ósvipað að vera með silky terrier og að hafa 3 ára barn. Ef þeir fá ekki nægan tíma og athygli geta komið upp ýmis hegðunarvandamál. Þeir þurfa ekki mikla hreyfingu en fullvaxnir hundar geta hlaupið í allt að tvo klukkutíma.

Silky terrier hundar eru vinalegir við alla fjölskyldumeðlimi en venjulega er einn á heimilinu í uppáhaldi. Ef gestur kemur í heimsókn og eigandinn býður hann velkominn þá samþykkir hundurinn gestinn oftast og reynir að fá athygli hans.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um hunda, til dæmis:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2007.

Útgáfudagur

8.11.2007

Spyrjandi

Alda Magnúsdóttir
Daði Einarsson

Tilvísun

nemandi í Háskóla unga fólksins. „Hvað getið þið sagt mér um silky terrier hunda?“ Vísindavefurinn, 8. nóvember 2007. Sótt 19. janúar 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=6893.

nemandi í Háskóla unga fólksins. (2007, 8. nóvember). Hvað getið þið sagt mér um silky terrier hunda? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6893

nemandi í Háskóla unga fólksins. „Hvað getið þið sagt mér um silky terrier hunda?“ Vísindavefurinn. 8. nóv. 2007. Vefsíða. 19. jan. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6893>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um silky terrier hunda?
Hundakynið silky terrier er upprunalega frá Ástralíu og kom fram undir lok 19. aldar. Það talið vera blanda af yorkshire terrier, áströlskum terrier og nokkrum öðrum tegundum.

Í Evrópu eru þessir hundar flokkaðir sem terrier en annars staðar eru þeir flokkaðir sem toy-hundar. Þeir eru 3-4 kg að þyngd og um 23 cm háir við herðablöðin. Þeir geta orðið allt að 14 ára gamlir. Feldur þeirra er silkimjúkur, hárin 12-15 cm löng og þarfnast ekki mikillar umhirðu.

Lífsglaður Silky Terrier hundur.

Silky terrier eru orkumiklir hundar og þurfa að vera mikið innan um fólk. Þeir eru góðir varðhundar en gelta ekki mikið. Þeir eru gáfaðir og fljótir að læra en geta verið þrjóskir og sjálfstæðir og hlýða ekki hverjum sem er. Það er sagt að það sé ekki ósvipað að vera með silky terrier og að hafa 3 ára barn. Ef þeir fá ekki nægan tíma og athygli geta komið upp ýmis hegðunarvandamál. Þeir þurfa ekki mikla hreyfingu en fullvaxnir hundar geta hlaupið í allt að tvo klukkutíma.

Silky terrier hundar eru vinalegir við alla fjölskyldumeðlimi en venjulega er einn á heimilinu í uppáhaldi. Ef gestur kemur í heimsókn og eigandinn býður hann velkominn þá samþykkir hundurinn gestinn oftast og reynir að fá athygli hans.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um hunda, til dæmis:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2007....