Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Átti stríðið í kvikmyndinni 300 sér raunverulega stað eða er þetta allt uppspuni frá byrjun?

Snorri Hjálmarsson

Í kvikmyndinni 300 fer Leonídas, konungur gríska borgríkisins Spörtu, með 300 mönnum sínum til skarðsins Þermopýlæ eða Laugaskarðs í vesturhluta Grikklands til að verja landið fyrir árás mörg þúsund Persa. Þetta stríð átti sér stað í raunveruleikanum en í myndinni hefur margt verið ýkt og sumum staðreyndum breytt.



Leonídas konungur Spartverja.

Konungur Persanna hét Xerxes, bæði í raunveruleikanum og í kvikmyndinni. Hann kom með fjölþjóðlegt herlið skipað mörg hundruð þúsund hermönnum til að hertaka Grikkland árið 480 f. Kr. Til varnar var Leonídas aðeins með 300 manna einvalalið Spartverja en að baki því 7000 aðrir Grikkir, flestir Aþeningar.


Þegar Aþeningar báðu Spartverja um hjálp vegna yfirstandandi Persaógnar neituðu þeir í fyrstu vegna trúarhátíðar sem fram fór í borginni. Það mátti ekki vanhelga goðin með því að berjast. Leonídas tók sig hins vegar til og fékk lið sitt með sér.


Grikkirnir vörðust vel en á endanum sendi Leonídas flesta menn sína burt en varð sjálfur eftir með úrvals liði sínu. Eftir frækilega baráttu féll Leonídas þó ásamt nær öllum mönnum sínum og orrustan tapaðist.

Frekari fróðleikur um Grikki og Persa á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

  • Leonidas á Wikipedia, the free encyclopedia.
  • Helgi Ingólfsson. Grikkland hið forna: Þættir úr sögu fornaldar handa 3. bekk, bls. 24-30. Menntaskólinn í Reykjavík, 1995.
  • Myndin er fengin af Wikimedia Commons.


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2007.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

22.11.2007

Spyrjandi

Axel Fannar Borgarsson

Tilvísun

Snorri Hjálmarsson. „Átti stríðið í kvikmyndinni 300 sér raunverulega stað eða er þetta allt uppspuni frá byrjun?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2007, sótt 3. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6919.

Snorri Hjálmarsson. (2007, 22. nóvember). Átti stríðið í kvikmyndinni 300 sér raunverulega stað eða er þetta allt uppspuni frá byrjun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6919

Snorri Hjálmarsson. „Átti stríðið í kvikmyndinni 300 sér raunverulega stað eða er þetta allt uppspuni frá byrjun?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2007. Vefsíða. 3. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6919>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Átti stríðið í kvikmyndinni 300 sér raunverulega stað eða er þetta allt uppspuni frá byrjun?
Í kvikmyndinni 300 fer Leonídas, konungur gríska borgríkisins Spörtu, með 300 mönnum sínum til skarðsins Þermopýlæ eða Laugaskarðs í vesturhluta Grikklands til að verja landið fyrir árás mörg þúsund Persa. Þetta stríð átti sér stað í raunveruleikanum en í myndinni hefur margt verið ýkt og sumum staðreyndum breytt.



Leonídas konungur Spartverja.

Konungur Persanna hét Xerxes, bæði í raunveruleikanum og í kvikmyndinni. Hann kom með fjölþjóðlegt herlið skipað mörg hundruð þúsund hermönnum til að hertaka Grikkland árið 480 f. Kr. Til varnar var Leonídas aðeins með 300 manna einvalalið Spartverja en að baki því 7000 aðrir Grikkir, flestir Aþeningar.


Þegar Aþeningar báðu Spartverja um hjálp vegna yfirstandandi Persaógnar neituðu þeir í fyrstu vegna trúarhátíðar sem fram fór í borginni. Það mátti ekki vanhelga goðin með því að berjast. Leonídas tók sig hins vegar til og fékk lið sitt með sér.


Grikkirnir vörðust vel en á endanum sendi Leonídas flesta menn sína burt en varð sjálfur eftir með úrvals liði sínu. Eftir frækilega baráttu féll Leonídas þó ásamt nær öllum mönnum sínum og orrustan tapaðist.

Frekari fróðleikur um Grikki og Persa á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

  • Leonidas á Wikipedia, the free encyclopedia.
  • Helgi Ingólfsson. Grikkland hið forna: Þættir úr sögu fornaldar handa 3. bekk, bls. 24-30. Menntaskólinn í Reykjavík, 1995.
  • Myndin er fengin af Wikimedia Commons.


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2007....