Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:32 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:17 • Síðdegis: 23:52 í Reykjavík

Hvaða merkingu hefur frasinn „að öðru jöfnu“ í samningum?

Baldur S. Blöndal

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Túlkun í orðasamhengi: "vilji leigutaki selja eignir sínar á lóðinni, á leigusali forkaupsrétt að öðru jöfnu" Spurningin er: hvað þýðir í þessu tilfelli og eflaust öðrum: "að öðru jöfnu"?

Orðasambandið „að öðru jöfnu“ er þýðing á latnesku orðunum 'ceteris paribus'. Orðasambandið hefur verið þýtt á íslensku sem „að öðru jöfnu“, „að öllu jöfnu“ eða „að öllu öðru óbreyttu“. Orðasambandið er til að mynda notað í hagfræði og við þýðingu EES-gerða og tilskipana. Notkun orðanna gefur í skyn að niðurstaðan sem lögð er fram er gerð með þeim áskilnaði að engir utanaðkomandi þættir hafi áhrif á hana.

Einfalt dæmi væri „ég fer að öllu jöfnu heim eftir vinnu“. Hér gefa orðin „að öllu jöfnu“ í skyn að stundum fari ég ekki beint heim eftir vinnu, ef til vill býður samstarfsfólk mitt mér í kvikmyndahús og þá fer ég þangað beint eftir vinnu, áður en heim er haldið. En setningunni er aðallega ætlað að miðla því að ef ekkert annað kemur til, fari ég beint heim eftir vinnu.

Orðasambandið „að öðru jöfnu“ er þýðing á latnesku orðunum 'ceteris paribus'.

Í samhengi við forkaupsréttarsamningsákvæðið sem spyrjandi nefnir sérstaklega í spurningunni mætti segja þetta: Leigusali og leigutaki gætu til dæmis hafa sammælst um að forkaupsréttur leigutaka falli niður eða færist annað. Einnig gætu hafa verið sett ný lög sem veita ríkinu forkaupsrétt að tilteknum eignum. Er hér gert ráð fyrir að engir aðrir samningar hafi áhrif á réttarstöðu þessara aðila og þá gildir forkaupsréttur leigusala. Er því inntak þessara orða að lýsa því sem yrði ef ekkert annað hefði áhrif á niðurstöðuna en samningurinn, en ekki er verið að meitla forkaupsrétt leigusalans í stein. Aðilum er ennþá frjálst að semja sín á milli um annars konar samningssamband.

Mynd:

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

28.10.2021

Spyrjandi

Einar Sigurjón Bjarnason

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Hvaða merkingu hefur frasinn „að öðru jöfnu“ í samningum?“ Vísindavefurinn, 28. október 2021. Sótt 20. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=69194.

Baldur S. Blöndal. (2021, 28. október). Hvaða merkingu hefur frasinn „að öðru jöfnu“ í samningum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69194

Baldur S. Blöndal. „Hvaða merkingu hefur frasinn „að öðru jöfnu“ í samningum?“ Vísindavefurinn. 28. okt. 2021. Vefsíða. 20. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69194>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða merkingu hefur frasinn „að öðru jöfnu“ í samningum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Túlkun í orðasamhengi: "vilji leigutaki selja eignir sínar á lóðinni, á leigusali forkaupsrétt að öðru jöfnu" Spurningin er: hvað þýðir í þessu tilfelli og eflaust öðrum: "að öðru jöfnu"?

Orðasambandið „að öðru jöfnu“ er þýðing á latnesku orðunum 'ceteris paribus'. Orðasambandið hefur verið þýtt á íslensku sem „að öðru jöfnu“, „að öllu jöfnu“ eða „að öllu öðru óbreyttu“. Orðasambandið er til að mynda notað í hagfræði og við þýðingu EES-gerða og tilskipana. Notkun orðanna gefur í skyn að niðurstaðan sem lögð er fram er gerð með þeim áskilnaði að engir utanaðkomandi þættir hafi áhrif á hana.

Einfalt dæmi væri „ég fer að öllu jöfnu heim eftir vinnu“. Hér gefa orðin „að öllu jöfnu“ í skyn að stundum fari ég ekki beint heim eftir vinnu, ef til vill býður samstarfsfólk mitt mér í kvikmyndahús og þá fer ég þangað beint eftir vinnu, áður en heim er haldið. En setningunni er aðallega ætlað að miðla því að ef ekkert annað kemur til, fari ég beint heim eftir vinnu.

Orðasambandið „að öðru jöfnu“ er þýðing á latnesku orðunum 'ceteris paribus'.

Í samhengi við forkaupsréttarsamningsákvæðið sem spyrjandi nefnir sérstaklega í spurningunni mætti segja þetta: Leigusali og leigutaki gætu til dæmis hafa sammælst um að forkaupsréttur leigutaka falli niður eða færist annað. Einnig gætu hafa verið sett ný lög sem veita ríkinu forkaupsrétt að tilteknum eignum. Er hér gert ráð fyrir að engir aðrir samningar hafi áhrif á réttarstöðu þessara aðila og þá gildir forkaupsréttur leigusala. Er því inntak þessara orða að lýsa því sem yrði ef ekkert annað hefði áhrif á niðurstöðuna en samningurinn, en ekki er verið að meitla forkaupsrétt leigusalans í stein. Aðilum er ennþá frjálst að semja sín á milli um annars konar samningssamband.

Mynd:...