Sólin Sólin Rís 03:14 • sest 23:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:58 • Síðdegis: 19:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:59 • Síðdegis: 13:05 í Reykjavík

Hvað er Grænlandsjökull mörg prósent af öllu landinu?

Kjartan Geir Karlsson

Grænland er 2.166.086 km2 að flatarmáli. Þar af hylur ís 1.755.637 km2 eða rúmlega 80% af landinu. Til samanburðar má geta þess að jöklar á Íslandi eru um 10% af flatarmáli landsins.

Grænlandsjökull er önnur stærsta jökulbreiða heims á eftir Suðurskautsjöklinum. Jökullinn er um 2.400 km langur frá norðri til suðurs og mesta breidd hans er næstum 1.100 km. Þar sem jökullinn er þykkastur er hann um 3 km en meðalþykktin er um 1,5 km. Vegna þess hve íshellan er þung pressar hún landið niður þannig að undir miðjum jöklinum er landið um 300 m undir sjávarmáli.

Vegna hlýnunar jarðar er Grænlandsjökull að bráðna eins og aðrir jöklar. Vísindamenn eru ekki á einu máli um hversu hratt jökullinn bráðnar eða hvenær hann gæti hugsanlega verið horfinn, en ljóst er að áhrifin af bráðnun hans verða mikil. Ef allur jökullinn bráðnar er talið að sjávarborð geti hækkað um allt að 7 metra. Það er meira en nóg til þess að færa margar fjölmennar borgir sem standa við sjóinn í kaf.

Auk þess mundi landið undir jöklinum og í kringum hann rísa ef hann hyrfi. Slíkar hreyfingar hafa meðal annars verið mældar kringum íslenska jökla eins og Vatnajökul. Þær stafa af því að landið flýtur á kvikunni sem er undir og flotjafnvægið breytist þegar jökullinn fer, rétt eins og þegar skip hækkar í vatni eða sjó þegar farmurinn minnkar.

Á Vísindavefnum er hægt að lesa meira bæði um Grænland og um jökla, til dæmis í svörum við spurningunum:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda á námskeiði sem haldið var í júnímánuði 2007 á vegum Háskólaseturs Vestfjarða fyrir ungmenni á aldrinum 12-16 ára.

Höfundur

nemi í Grunnskólanum í Súðavík

Útgáfudagur

23.11.2007

Spyrjandi

Ívar Pétursson
Ágúst Ingi

Tilvísun

Kjartan Geir Karlsson. „Hvað er Grænlandsjökull mörg prósent af öllu landinu?“ Vísindavefurinn, 23. nóvember 2007. Sótt 5. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6921.

Kjartan Geir Karlsson. (2007, 23. nóvember). Hvað er Grænlandsjökull mörg prósent af öllu landinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6921

Kjartan Geir Karlsson. „Hvað er Grænlandsjökull mörg prósent af öllu landinu?“ Vísindavefurinn. 23. nóv. 2007. Vefsíða. 5. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6921>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er Grænlandsjökull mörg prósent af öllu landinu?
Grænland er 2.166.086 km2 að flatarmáli. Þar af hylur ís 1.755.637 km2 eða rúmlega 80% af landinu. Til samanburðar má geta þess að jöklar á Íslandi eru um 10% af flatarmáli landsins.

Grænlandsjökull er önnur stærsta jökulbreiða heims á eftir Suðurskautsjöklinum. Jökullinn er um 2.400 km langur frá norðri til suðurs og mesta breidd hans er næstum 1.100 km. Þar sem jökullinn er þykkastur er hann um 3 km en meðalþykktin er um 1,5 km. Vegna þess hve íshellan er þung pressar hún landið niður þannig að undir miðjum jöklinum er landið um 300 m undir sjávarmáli.

Vegna hlýnunar jarðar er Grænlandsjökull að bráðna eins og aðrir jöklar. Vísindamenn eru ekki á einu máli um hversu hratt jökullinn bráðnar eða hvenær hann gæti hugsanlega verið horfinn, en ljóst er að áhrifin af bráðnun hans verða mikil. Ef allur jökullinn bráðnar er talið að sjávarborð geti hækkað um allt að 7 metra. Það er meira en nóg til þess að færa margar fjölmennar borgir sem standa við sjóinn í kaf.

Auk þess mundi landið undir jöklinum og í kringum hann rísa ef hann hyrfi. Slíkar hreyfingar hafa meðal annars verið mældar kringum íslenska jökla eins og Vatnajökul. Þær stafa af því að landið flýtur á kvikunni sem er undir og flotjafnvægið breytist þegar jökullinn fer, rétt eins og þegar skip hækkar í vatni eða sjó þegar farmurinn minnkar.

Á Vísindavefnum er hægt að lesa meira bæði um Grænland og um jökla, til dæmis í svörum við spurningunum:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda á námskeiði sem haldið var í júnímánuði 2007 á vegum Háskólaseturs Vestfjarða fyrir ungmenni á aldrinum 12-16 ára....