Sólin Sólin Rís 03:00 • sest 24:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:05 • Síðdegis: 18:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:03 • Síðdegis: 12:08 í Reykjavík

Hvernig er áfengisprósenta drykkja reiknuð? Hvernig tengist hún mólstyrk?

Dagur Snær Sævarsson

Þegar talað er um áfengisprósentu í drykk er yfirleitt átt við hlutfall etanóls af rúmmáli hans. Einnig er stundum átt við hlutfall etanóls af massa drykkjarins, en slíkt er þó sjaldgæfara. Þegar þeirri aðferð er beitt er því ástæða til að taka það sérstaklega fram.

Mólmassi etanóls er um það bil 46 g/mól og eðlismassi þess er 0,79 g/cm3. Ef áfengisprósentan er þekkt er hægt að reikna út mólstyrkinn samkvæmt jöfnunni:Þar sem cm er mólstyrkur, cp er áfengishlutfallið í prósentum, d er eðlismassinn sem áður var nefndur og M er mólmassinn. Ef drykkur hefur etanólhlutfallið 5% af rúmmáli þá er mólstyrkurinn því:


Svo er margfaldað með 1000 cm3/dm3 og þá fæst 0,86 M (mól á lítra).

Ef mólstyrkur etanóls er 3,1 M eins og spurt er um getum við reiknað út áfengisprósentuna með því að snúa fyrstu jöfnunni við:


Fyrst breytum við 3,1 mól/dm3 í eininguna mól/cm3 með því einfaldlega að margfalda hana með 1x10-3 dm3/cm3 og fáum því:


Slík áfengisprósenta er vel þekkt í styrktum vínum, til dæmis ýmsum tegundum af sérrí. Í einum lítra af slíku víni eru 3,1 mól x 46 g/mól = 143 g af etanóli. Ef einstaklingur drekkur 150 ml af því víni hefur hann innbyrt sem samsvarar 0,15 l x 3,1 mól/l = 0,47 mól af etanóli sem gefur 0,47 x 46 g/mól = 21 g af etanóli. Þar sem lifrin brýtur niður um það bil 7 grömm af etanóli á klukkustund tæki það hann því um þrjá klukkutíma að brjóta niður þetta magn ef allt etanólið er frásogað úr meltingarvegi.

Heimildir:

  • Housecroft, Catherine E. og Constable, Edwin C. 2006. Chemistry, þriðja útgáfa. Pearson education.
  • McMurry, John. 2003. Fundamentals of organic chemistry, fimmta útgáfa. Cornell University.


Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Hvernig er áfengisprósenta drykkja reiknuð? Hvernig er hún í samhengi við mólstyrk, til dæmis ef mólstyrkur etanóls er 3,1 M ?

Höfundur

nemi í lífefnafræði við Kaupmannahafnarháskóla

Útgáfudagur

10.12.2007

Spyrjandi

Erna Jónsdóttir

Tilvísun

Dagur Snær Sævarsson. „Hvernig er áfengisprósenta drykkja reiknuð? Hvernig tengist hún mólstyrk?“ Vísindavefurinn, 10. desember 2007. Sótt 28. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=6952.

Dagur Snær Sævarsson. (2007, 10. desember). Hvernig er áfengisprósenta drykkja reiknuð? Hvernig tengist hún mólstyrk? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6952

Dagur Snær Sævarsson. „Hvernig er áfengisprósenta drykkja reiknuð? Hvernig tengist hún mólstyrk?“ Vísindavefurinn. 10. des. 2007. Vefsíða. 28. jún. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6952>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er áfengisprósenta drykkja reiknuð? Hvernig tengist hún mólstyrk?
Þegar talað er um áfengisprósentu í drykk er yfirleitt átt við hlutfall etanóls af rúmmáli hans. Einnig er stundum átt við hlutfall etanóls af massa drykkjarins, en slíkt er þó sjaldgæfara. Þegar þeirri aðferð er beitt er því ástæða til að taka það sérstaklega fram.

Mólmassi etanóls er um það bil 46 g/mól og eðlismassi þess er 0,79 g/cm3. Ef áfengisprósentan er þekkt er hægt að reikna út mólstyrkinn samkvæmt jöfnunni:Þar sem cm er mólstyrkur, cp er áfengishlutfallið í prósentum, d er eðlismassinn sem áður var nefndur og M er mólmassinn. Ef drykkur hefur etanólhlutfallið 5% af rúmmáli þá er mólstyrkurinn því:


Svo er margfaldað með 1000 cm3/dm3 og þá fæst 0,86 M (mól á lítra).

Ef mólstyrkur etanóls er 3,1 M eins og spurt er um getum við reiknað út áfengisprósentuna með því að snúa fyrstu jöfnunni við:


Fyrst breytum við 3,1 mól/dm3 í eininguna mól/cm3 með því einfaldlega að margfalda hana með 1x10-3 dm3/cm3 og fáum því:


Slík áfengisprósenta er vel þekkt í styrktum vínum, til dæmis ýmsum tegundum af sérrí. Í einum lítra af slíku víni eru 3,1 mól x 46 g/mól = 143 g af etanóli. Ef einstaklingur drekkur 150 ml af því víni hefur hann innbyrt sem samsvarar 0,15 l x 3,1 mól/l = 0,47 mól af etanóli sem gefur 0,47 x 46 g/mól = 21 g af etanóli. Þar sem lifrin brýtur niður um það bil 7 grömm af etanóli á klukkustund tæki það hann því um þrjá klukkutíma að brjóta niður þetta magn ef allt etanólið er frásogað úr meltingarvegi.

Heimildir:

  • Housecroft, Catherine E. og Constable, Edwin C. 2006. Chemistry, þriðja útgáfa. Pearson education.
  • McMurry, John. 2003. Fundamentals of organic chemistry, fimmta útgáfa. Cornell University.


Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Hvernig er áfengisprósenta drykkja reiknuð? Hvernig er hún í samhengi við mólstyrk, til dæmis ef mólstyrkur etanóls er 3,1 M ?
...