Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Voru rómverskir borgarar dæmdir til krossfestingar eða eingöngu útlendingar?

Geir Þ. Þórarinsson

Krossfestingar í einni eða annarri mynd þekktust víða í fornöld, ekki bara hjá Rómverjum. Í Rómaveldi tíðkuðust krossfestingar allt fram á 4. öld þegar kristni varð ríkistrú en þá þóttu krossfestingar ekki lengur við hæfi enda hinn krossfesti frelsari tákn kristinna manna.

Rómverskir borgarar sættu oftast ekki dauðarefsingu, heldur einkum sektum og útlegð. Venjulega voru þrælar og útlendingar einir krossfestir. Ef rómverskir borgarar voru á hinn bóginn dæmdir til dauða var þeim oft gefinn kostur á að svipta sjálfa sig lífi. Til dæmis átti Caecina Paetus kost að svipta sjálfan sig lífi þegar hann hafði verið dæmdur til dauða af Claudíusi keisara. Paetus átti erfitt með að koma sér að verki. Þá tók Arría, kona hans, rýtinginn sér í hönd, stakk sig í hjartastað og rétti honum hnífinn aftur með orðunum: „Þetta er ekki sárt, Paetus.“ (non dolet, Paete!) Einnig má nefna heimspekinginn Lucius Annaeus Seneca sem varð að svipta sig lífi árið 65 eftir að hann var grunaður um aðild að samsæri gegn Neró keisara.



Hluti úr mynd Duccio di Buoninsegna frá byrjun 14. aldar af krossfestingu Krists.

Venjulega voru einungis glæpamenn af lægri stéttum, þrælar og útlendingar krossfestir. Frægasta krossfesting sögunnar er án nokkurs efa krossfesting Jesú, sem lýst er í guðspjöllunum. Hér má auk þess nefna tvær frægar fjöldakrossfestingar.

Árið 71 f.Kr. voru á sjöunda þúsund þrælar krossfestir meðfram Appíusarvegi (via Appia) í kjölfar þrælauppreisnar Spartacusar. Lík hinna krossfestu héngu á krossunum löngu eftir að þeir dóu og áttu að vera öðrum víti til varnaðar en herforinginn Marcus Licinius Crassus gaf aldrei skipun um að krossarnir og líkin skyldu tekin niður.

Uppreisnarmenn voru einnig krossfestir í umsátrinu um Jerúsalem árið 70 e.Kr. Rómverski herinn hafði setið um borgina í hálft ár undir stjórn Títusar Flaviusar Vespasíanusar, sonar Vespasíanusar keisara, sem varð sjálfur keisari að föður sínum látnum árið 79. Títus lét krossfesta liðhlaupa Gyðinga til að vekja með uppreisnarmönnunum ótta og skelfingu eftir að friðarumleitanir fóru út um þúfur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

20.12.2007

Spyrjandi

Tryggvi Ólafsson

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Voru rómverskir borgarar dæmdir til krossfestingar eða eingöngu útlendingar?“ Vísindavefurinn, 20. desember 2007. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6972.

Geir Þ. Þórarinsson. (2007, 20. desember). Voru rómverskir borgarar dæmdir til krossfestingar eða eingöngu útlendingar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6972

Geir Þ. Þórarinsson. „Voru rómverskir borgarar dæmdir til krossfestingar eða eingöngu útlendingar?“ Vísindavefurinn. 20. des. 2007. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6972>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Voru rómverskir borgarar dæmdir til krossfestingar eða eingöngu útlendingar?
Krossfestingar í einni eða annarri mynd þekktust víða í fornöld, ekki bara hjá Rómverjum. Í Rómaveldi tíðkuðust krossfestingar allt fram á 4. öld þegar kristni varð ríkistrú en þá þóttu krossfestingar ekki lengur við hæfi enda hinn krossfesti frelsari tákn kristinna manna.

Rómverskir borgarar sættu oftast ekki dauðarefsingu, heldur einkum sektum og útlegð. Venjulega voru þrælar og útlendingar einir krossfestir. Ef rómverskir borgarar voru á hinn bóginn dæmdir til dauða var þeim oft gefinn kostur á að svipta sjálfa sig lífi. Til dæmis átti Caecina Paetus kost að svipta sjálfan sig lífi þegar hann hafði verið dæmdur til dauða af Claudíusi keisara. Paetus átti erfitt með að koma sér að verki. Þá tók Arría, kona hans, rýtinginn sér í hönd, stakk sig í hjartastað og rétti honum hnífinn aftur með orðunum: „Þetta er ekki sárt, Paetus.“ (non dolet, Paete!) Einnig má nefna heimspekinginn Lucius Annaeus Seneca sem varð að svipta sig lífi árið 65 eftir að hann var grunaður um aðild að samsæri gegn Neró keisara.



Hluti úr mynd Duccio di Buoninsegna frá byrjun 14. aldar af krossfestingu Krists.

Venjulega voru einungis glæpamenn af lægri stéttum, þrælar og útlendingar krossfestir. Frægasta krossfesting sögunnar er án nokkurs efa krossfesting Jesú, sem lýst er í guðspjöllunum. Hér má auk þess nefna tvær frægar fjöldakrossfestingar.

Árið 71 f.Kr. voru á sjöunda þúsund þrælar krossfestir meðfram Appíusarvegi (via Appia) í kjölfar þrælauppreisnar Spartacusar. Lík hinna krossfestu héngu á krossunum löngu eftir að þeir dóu og áttu að vera öðrum víti til varnaðar en herforinginn Marcus Licinius Crassus gaf aldrei skipun um að krossarnir og líkin skyldu tekin niður.

Uppreisnarmenn voru einnig krossfestir í umsátrinu um Jerúsalem árið 70 e.Kr. Rómverski herinn hafði setið um borgina í hálft ár undir stjórn Títusar Flaviusar Vespasíanusar, sonar Vespasíanusar keisara, sem varð sjálfur keisari að föður sínum látnum árið 79. Títus lét krossfesta liðhlaupa Gyðinga til að vekja með uppreisnarmönnunum ótta og skelfingu eftir að friðarumleitanir fóru út um þúfur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...