
Brennuvargar upplifa mikla löngun til að kveikja í. Þeir vilja einnig fylgjast með þeim eldum sem þeir kveikja. © Foreversouls
Mörg dæmi eru um íkveikjur af öðrum ástæðum, til dæmis til að svíkja út tryggingafé fyrir eign sem það á sjálft, í pólitískum tilgangi eða til að fela verksummerki glæps. Aðrar ástæður fyrir því að fólk kveikir í geta verið mikil reiði, ölæði eða alvarlegar geðraskanir þar sem fólk gerir sér ekki grein fyrir hvað það er að gera Einnig er algengt að unglingar í uppreisn (unglingar sem eiga við hegðunarvandamál að etja) kveiki í. Þessir aðilar finna ekki fyrir neinni sérstakri löngun til að kveikja í heldur er um fjárhagslegan ávinning eða einhverskonar útrás að ræða.
Ef maður veltir fyrir sér hvort einhver sé með íkveikjuæði er hægt að skoða hvort einstaklingurinn hefur átt einhverja sögu um að kveikja mikið í sem barn. Hefur hann óeðlilega mikinn áhuga á eldi og eldsvoðum, fer jafnvel af stað til að fylgjast með eldsvoðum? Hefur hann jafnvel gert eitthvað annað - eins og að koma eldvarnarkerfi af stað af ásettu ráði? Auk þess má segja að ef við grunum einhvern um að vera með íkveikjuæði og að hafa orðið valdur að ákveðnum bruna, þá eru töluverðar líkur á að sá hinn sami hafi verið einn af áhorfendunum að eldsvoðanum.
En getur fólk losnað við þetta vandamál og náð bata? Ef menn nást og þiggja þá meðferð eða, sem betra væri, leita sér aðstoðar af sjálfsdáðum, þá eru töluverðar líkur á að einstaklingur nái bata og kveiki ekki í (aftur). Slík meðferð skilar um 70% árangri.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:- Af hverju er hægt að slökkva eld með vatni úr því að súrefni er í vatni og eldur nærist á súrefni? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Hvers vegna kemur reykurinn af eldinum? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Er hætta á að mengandi efni myndist þegar dagblöð eru brennd í kamínu innanhúss? eftir Hermann Þórðarson
- Hvenær uppgötvuðu mennirnir eldinn? eftir Garald Ólafsson
Svar þetta birtist upphaflega á vefsetrinu persona.is og er birt hér með góðfúslegu leyfi í örlítið breyttri mynd.
Myndir:
- Mynd af eldsvoða er tekin af Flickr.com © Foreversouls
- Wikimedia Commons