Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Snjóar frekar á kvöldin og nóttunni en á daginn?

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Ganga djúpar lægðir yfirleitt yfir landið að nóttu til? eru lægðir ekki algengari á einum tíma sólarhrings frekar en öðrum. Úrkoma fylgir oftast lægðakerfum, en ekkert bendir til þess að slík úrkoma falli frekar að nóttu en degi.

Líkur á að snjór bráðni ekki þegar hann snertir jörð eru mestar þegar yfirborð jarðar er kaldast. Að jafnaði er lágmarkshiti sólarhringsins skömmu eftir sólarupprás og snjóhula er af þeim sökum líklegust á sama tíma. Snjóhula er því miður aðeins athuguð einu sinni á dag, en það mun þó vera nokkuð algengt að snjó að morgni taki upp þegar á daginn líður.Snjór á Ísafirði að morgni 6. mars 2007. Kannski finnst okkur oftar snjóa á nóttunni þar sem við munum fremur eftir því sem kemur á óvart heldur en hinu. Breyting á snjóhulu frá morgni til kvölds er minna minnisverð en breyting yfir nótt þar sem sú síðarnefnda virkar miklu sneggri.

Sé hins vegar litið á snjókomu (en ekki snjóhulu) í veðurathugunum í Reykjavík kemur í ljós að tíðni hennar er svipuð á nóttu og að degi. Á tímabilinu 1949 til 2007 var snjókoma að nóttu og morgni (kl. 24, 3, 6, og 9) í 3172 skipti, en að degi og kvöldi í 3040 skipti. Þegar litið er á einstakar árstíðir kemur í ljós að engu munar á vetrum (október til mars), en vor og haust er munurinn marktækur, þá snjóaði 391 sinni að nóttu og morgni á þessu árabili, en aðeins 242 að degi og kvöldi.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um snjó, til dæmis:

Mynd: Albertína Friðbjörg Elíasdóttir


Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Snjóar frekar á kvöldin og nóttunni en á daginn? Það virðist oft á tíðum vera þannig að lægðir koma upp að landinu að kvöld eða næturlagi. Hef nefnilega tekið eftir því að maður vaknar oft á morgnana og það er hvít jörð?

Útgáfudagur

14.1.2008

Spyrjandi

Davíð Bragason

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Snjóar frekar á kvöldin og nóttunni en á daginn?“ Vísindavefurinn, 14. janúar 2008. Sótt 27. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=7001.

Trausti Jónsson. (2008, 14. janúar). Snjóar frekar á kvöldin og nóttunni en á daginn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7001

Trausti Jónsson. „Snjóar frekar á kvöldin og nóttunni en á daginn?“ Vísindavefurinn. 14. jan. 2008. Vefsíða. 27. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7001>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ásta Bryndís Schram

1958

Ásta Bryndís Schram er lektor og kennsluþróunarstjóri við Heilbrigðisvísindasvið HÍ auk þess sem hún starfar við kennsluráðgjöf hjá Kennslumiðstöð. Meginviðfangsefni hennar í rannsóknum er áhugahvöt, sjálfsmynd, samsömun og samspil þessara þátta við kennsluaðferðir.