Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Hvort erum við með augabrúnir eða augabrýr?

JGÞ

Flestir eru með hár yfir augunum. Sumir sjá ofsjónum yfir hárunum og plokka þau af til að snyrta sig. Stundum getur farið svo að öll hárin hverfa og þá er hægt að teikna hárlínuna aftur á með augnblýanti.

Orðið sem við notum yfir þessi hár er augabrún í eintölu og einnig þekkist orðmyndin augnabrún.

Í fornu máli var brýn fleirtala af orðinu brún, samanber orðatiltækin hnykla brýnnar og setja í brýnnar. Fleirtalan brýr var líka notuð. Margir halda að augabrýr sé nýleg fleirtölumynd en í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru dæmi um fleirtölumyndirnar augabrýr og augnabrýr frá 16. öld. Fleirtölumyndirnar augabrúnir og augnabrúnir í sama safni eru frá miðri 19. öld.

Augabrúnir og augabrýr er málnotkun sem samræmist íslenskri málvenju því eru báðar myndirnar réttar. Hægt er að lesa meira um málnotkun í svari Ara Páls Kristinssonar við spurningunni Hvað er rétt og hvað er rangt í máli?

Í fleirtölu getum við þess vegna kallað hárin yfir augunum á okkur þessum nöfnum:
  • augabrúnir
  • augabrýr
  • augnabrúnir
  • augnabrýr

Í málfarsbanka Íslenskrar málstöðvar er frekar mælt með því að nota fyrri liðinn auga- og segja og skrifa augabrúnir eða augabrýr.

Hægt er að lesa meira um þetta í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvort er réttara að segja augabrúnir eða augabrýr í fleirtölu?.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Erum við ekki með augabrúnir en ekki augabrýr af því brún verður brúnir en brýr er af brú?

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.1.2008

Spyrjandi

Agnes Ósk Marzellíusardóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvort erum við með augabrúnir eða augabrýr?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2008. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7007.

JGÞ. (2008, 16. janúar). Hvort erum við með augabrúnir eða augabrýr? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7007

JGÞ. „Hvort erum við með augabrúnir eða augabrýr?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2008. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7007>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort erum við með augabrúnir eða augabrýr?
Flestir eru með hár yfir augunum. Sumir sjá ofsjónum yfir hárunum og plokka þau af til að snyrta sig. Stundum getur farið svo að öll hárin hverfa og þá er hægt að teikna hárlínuna aftur á með augnblýanti.

Orðið sem við notum yfir þessi hár er augabrún í eintölu og einnig þekkist orðmyndin augnabrún.

Í fornu máli var brýn fleirtala af orðinu brún, samanber orðatiltækin hnykla brýnnar og setja í brýnnar. Fleirtalan brýr var líka notuð. Margir halda að augabrýr sé nýleg fleirtölumynd en í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru dæmi um fleirtölumyndirnar augabrýr og augnabrýr frá 16. öld. Fleirtölumyndirnar augabrúnir og augnabrúnir í sama safni eru frá miðri 19. öld.

Augabrúnir og augabrýr er málnotkun sem samræmist íslenskri málvenju því eru báðar myndirnar réttar. Hægt er að lesa meira um málnotkun í svari Ara Páls Kristinssonar við spurningunni Hvað er rétt og hvað er rangt í máli?

Í fleirtölu getum við þess vegna kallað hárin yfir augunum á okkur þessum nöfnum:
  • augabrúnir
  • augabrýr
  • augnabrúnir
  • augnabrýr

Í málfarsbanka Íslenskrar málstöðvar er frekar mælt með því að nota fyrri liðinn auga- og segja og skrifa augabrúnir eða augabrýr.

Hægt er að lesa meira um þetta í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvort er réttara að segja augabrúnir eða augabrýr í fleirtölu?.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Erum við ekki með augabrúnir en ekki augabrýr af því brún verður brúnir en brýr er af brú?

...