Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvert er stærsta og minnsta liðdýr í heimi?

Jón Már Halldórsson

Stærsta núlifandi liðdýr (Arthropoda) jarðar er japanski köngulóarkrabbinn (Macrocheira kaempferi). Karldýrin eru nokkuð stærri en kvendýrin, þau stærstu mælast allt að 380 cm, frá einni kló til annarrar, lengd bakskjaldarins getur orðið allt að 40 cm og þyngdin allt að 19 kg.

Japanski köngulóarkrabbinn (Macrocheira kaempferi) er stærsta liðdýrið sem nú finnst á jörðinni.

Þessi stórvaxni krabbi finnst á grunnsævinu umhverfis Japanseyjar. Þrátt fyrir stærð er japanski köngulóarkrabbinn ekkert sérstaklega árásargjarn en getur klipið kröftuglega frá sér ef honum er ógnað. Hann var töluvert veiddur fyrir nokkrum áratugum en afli hefur dregist mikið saman miðað við það sem áður var og veiðimenn þurfa að sækja dýpra á miðin til að veiða. Ýmsir hafa áhyggjur af stofnstærð krabbans og ýmislegt er gert til að reyna að byggja stofninn upp aftur.

Til eru mörg afar smávaxin liðdýr, sérstaklega krabbadýr (Crustacea). Minnsta liðdýrið sem vísindamenn hafa fundið er tegund sem nefnist á fræðimáli Stygotantulus stocki. Hún lifir sem ytra sníkjudýr á árfætlum (Copepoda), en dýrið er einungis um 94 µm (0,094 mm) á lengd.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.6.2015

Spyrjandi

Helena Ýr Helgadóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvert er stærsta og minnsta liðdýr í heimi?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2015. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70176.

Jón Már Halldórsson. (2015, 23. júní). Hvert er stærsta og minnsta liðdýr í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70176

Jón Már Halldórsson. „Hvert er stærsta og minnsta liðdýr í heimi?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2015. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70176>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er stærsta og minnsta liðdýr í heimi?
Stærsta núlifandi liðdýr (Arthropoda) jarðar er japanski köngulóarkrabbinn (Macrocheira kaempferi). Karldýrin eru nokkuð stærri en kvendýrin, þau stærstu mælast allt að 380 cm, frá einni kló til annarrar, lengd bakskjaldarins getur orðið allt að 40 cm og þyngdin allt að 19 kg.

Japanski köngulóarkrabbinn (Macrocheira kaempferi) er stærsta liðdýrið sem nú finnst á jörðinni.

Þessi stórvaxni krabbi finnst á grunnsævinu umhverfis Japanseyjar. Þrátt fyrir stærð er japanski köngulóarkrabbinn ekkert sérstaklega árásargjarn en getur klipið kröftuglega frá sér ef honum er ógnað. Hann var töluvert veiddur fyrir nokkrum áratugum en afli hefur dregist mikið saman miðað við það sem áður var og veiðimenn þurfa að sækja dýpra á miðin til að veiða. Ýmsir hafa áhyggjur af stofnstærð krabbans og ýmislegt er gert til að reyna að byggja stofninn upp aftur.

Til eru mörg afar smávaxin liðdýr, sérstaklega krabbadýr (Crustacea). Minnsta liðdýrið sem vísindamenn hafa fundið er tegund sem nefnist á fræðimáli Stygotantulus stocki. Hún lifir sem ytra sníkjudýr á árfætlum (Copepoda), en dýrið er einungis um 94 µm (0,094 mm) á lengd.

Mynd: ...