Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru þrjú stærstu núlifandi landdýrin?

Jón Már Halldórsson

Stærsta núlifandi landdýrið er afríski gresjufíllinn (Loxodonta africana). Fullvaxnir tarfar verða að jafnaði um 6 tonn að þyngd en þekkt eru dæmi um mun stærri einstaklinga. Stærsti afríski fíllinn sem hefur verið felldur vó tæplega 13 tonn. Hann var drepinn í Angóla árið 1955.

Næststærsta landdýrið er asíski fíllinn (Elephas maximus) sem verður að jafnaði um 4 tonn að þyngd en stærstu tarfarnir geta orðið rúmlega 5,2 tonn.

Afríski gresjufíllinn er stærsta núlifandi landdýrið.

Þriðja stærsta landdýrið er hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum) sem lifir nú í suðurhluta Afríku en norður-afríska deilitegundin er nánast útdauð í villtri náttúru. Þessir nashyrningar verða að jafnaði rúmlega 2 tonn að þyngd.

Af öðrum landdýrum sem verða að jafnaði meira en eitt tonn að þyngd má fyrst nefna flóðhesta sem eru svipaðir og hvíti nashyrningurinn að þyngd. Gáruxinn (Bos gaurus) er stórvaxinn nautgripur sem getur orðið rúmlega 1,2 tonn að þyngd. Karldýr gíraffans (Giraffa camelopardalis) verða að jafnaði um 1,2 tonn að þyngd og sömuleiðis svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis). Þriðja fílategundin, afríski skógarfíllinn (Loxodonta cyclois) er einnig nokkuð áþekk þessum dýrum að þyngd en tarfarnir geta orðið 1,2 til 1,6 tonn að þyngd.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.3.2012

Síðast uppfært

19.4.2024

Spyrjandi

Elvar Wang Atlason, f. 1998

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver eru þrjú stærstu núlifandi landdýrin?“ Vísindavefurinn, 26. mars 2012, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62037.

Jón Már Halldórsson. (2012, 26. mars). Hver eru þrjú stærstu núlifandi landdýrin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62037

Jón Már Halldórsson. „Hver eru þrjú stærstu núlifandi landdýrin?“ Vísindavefurinn. 26. mar. 2012. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62037>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru þrjú stærstu núlifandi landdýrin?
Stærsta núlifandi landdýrið er afríski gresjufíllinn (Loxodonta africana). Fullvaxnir tarfar verða að jafnaði um 6 tonn að þyngd en þekkt eru dæmi um mun stærri einstaklinga. Stærsti afríski fíllinn sem hefur verið felldur vó tæplega 13 tonn. Hann var drepinn í Angóla árið 1955.

Næststærsta landdýrið er asíski fíllinn (Elephas maximus) sem verður að jafnaði um 4 tonn að þyngd en stærstu tarfarnir geta orðið rúmlega 5,2 tonn.

Afríski gresjufíllinn er stærsta núlifandi landdýrið.

Þriðja stærsta landdýrið er hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum) sem lifir nú í suðurhluta Afríku en norður-afríska deilitegundin er nánast útdauð í villtri náttúru. Þessir nashyrningar verða að jafnaði rúmlega 2 tonn að þyngd.

Af öðrum landdýrum sem verða að jafnaði meira en eitt tonn að þyngd má fyrst nefna flóðhesta sem eru svipaðir og hvíti nashyrningurinn að þyngd. Gáruxinn (Bos gaurus) er stórvaxinn nautgripur sem getur orðið rúmlega 1,2 tonn að þyngd. Karldýr gíraffans (Giraffa camelopardalis) verða að jafnaði um 1,2 tonn að þyngd og sömuleiðis svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis). Þriðja fílategundin, afríski skógarfíllinn (Loxodonta cyclois) er einnig nokkuð áþekk þessum dýrum að þyngd en tarfarnir geta orðið 1,2 til 1,6 tonn að þyngd.

Mynd: