Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvort er betra að sitja við glugga eða gang í flugvél?

Axel F. Sigurðsson

Það er mjög einstaklingsbundið hvar fólk óskar helst eftir að sitja í flugvélum og sjálfsagt hefur hver sínar ástæður fyrir því að velja einn stað frekar en annan. Það getur hins vegar skipt máli fyrir heilsuna hvar fólk situr þegar það fer í flug. Rannsóknir benda til að það sé verra fyrir heilsuna að sitja í gluggasæti en við gang. Þetta hefur þó ekkert með gluggann sjálfan að gera, geimgeislun eða hitastig sem kannski væri það fyrsta sem hægt væri að láta sér detta í hug.

Á löngu flugi geta myndast blóðtappar í djúpum bláæðum ganglima, fyrirbæri sem kallað hefur verið DVT (e. deep vein thrombosis). Lengi vel var talið að meiri hætta væri á þessu ef ferðast er á venjulegu farrými og fékk DVT því viðurnefnið "economy class syndrome". Slíkir blóðtappar eru ekki hættulausir enda geta þeir rekið til lungna og setið fastir í slagæðum þeirra (blóðtappi í lunga).

Ýmsir áhættuþættir fyrir blóðtappa í djúpri bláæð hafa verið skilgreindir. Sennilega er löng kyrrseta stærsti áhættuþátturinn. Þeir sem sitja í gluggasæti eru ólíklegri til að hreyfa sig í flugi en þeir sem sitja við gang eða í miðsæti. Fólk í gangsæti getur skroppið á salernið og staðið upp þegar því sýnist, án þess að ónáða nokkurn. Þeir sem aftur á móti sitja við gluggann eru til vandræða í hvert sinn sem þeir þurfa að standa á fætur. Þeir veigra sér því gjarnan við að hreyfa sig því það getur truflað sessunautana sem kannski eru sofandi eða í miðri máltíð.

Sæti við glugga eða gang?

Í nýlegum klíniskum leiðbeiningum um varnir gegn blóðsegum, frá American College of Chest Physicians (ACCP), kemur fram að það er áhættuþáttur fyrir blóðtappa að sitja í gluggasæti í flugi. DVT hefur ekkert að gera með hvort fólk er á fyrsta farrými eða hvað það hefur mikið pláss í sætinu. Leiðbeiningar þessar eru birtar í tímaritinu Chest og er hægt að skoðað þær hér.

Prófessor Gordon H Guyatt frá Hamilton, Ontario í Kanada sem fór fyrir hópnum sem samdi leiðbeiningarnar bendir á að hjá heilbrigðum einstaklingum sé hættan á DVT mjög lítil, jafnvel á löngu flugi, minni en 1/1.000. Leiðbeiningarnar beinast fyrst og fremst að þeim sem eru í áhættu, en það eru einstaklingar sem hafa fengið blóðtappa áður, hafa brenglun í storkukerfi eða eru hreyfihamlaðir fyrir. Aðrir sem eru í áhættuhóp eru eldri einstaklingar, ófrískar konur, konur sem taka estrógenhormón, til dæmis p-pilluna og einstaklingar sem nýlega hafa gengist undir skurðaðgerð.

Guyatt leggur áherslu á að ef fólk er í flugi sem er lengra en sex tímar sé ráðlegt að standa upp reglulega og hreyfa sig. Einnig getur verið gagnlegt að spenna kálfavöðvana þótt fólk sitji í sætinu sínu. Fyrir þá sem eru í áhættuhópi getur hjálpað að nota teygjusokka eða svokallaða flugsokka sem hægt er að fá víða. Ekki hefur verið sýnt fram á að aspirín eða magnýl komi í veg fyrir blóðtappamyndun í flugi.

Ef fólk er í löngu flugi ætti það að standa upp á 1-2 tíma fresti og ganga um og ekki hika við þetta, jafnvel þótt það sitji í gluggasæti og þurfi að vekja farþegana við hliðina á sér. Þeim kemur að vísu ekki til með að finnast viðkomandi ánægjulegur ferðafélagi en það gleymist. Það er ekki ráðlegt að taka svefntöflu og liggja í hnipri allt flugið.

Mynd:


Þetta svar er fengið af vefnum Mataræði.is og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn hefur aðeins verið lagaður að Vísindavefnum.

Höfundur

Axel F. Sigurðsson

hjartalæknir

Útgáfudagur

10.6.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Axel F. Sigurðsson. „Hvort er betra að sitja við glugga eða gang í flugvél?“ Vísindavefurinn, 10. júní 2015. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70231.

Axel F. Sigurðsson. (2015, 10. júní). Hvort er betra að sitja við glugga eða gang í flugvél? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70231

Axel F. Sigurðsson. „Hvort er betra að sitja við glugga eða gang í flugvél?“ Vísindavefurinn. 10. jún. 2015. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70231>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er betra að sitja við glugga eða gang í flugvél?
Það er mjög einstaklingsbundið hvar fólk óskar helst eftir að sitja í flugvélum og sjálfsagt hefur hver sínar ástæður fyrir því að velja einn stað frekar en annan. Það getur hins vegar skipt máli fyrir heilsuna hvar fólk situr þegar það fer í flug. Rannsóknir benda til að það sé verra fyrir heilsuna að sitja í gluggasæti en við gang. Þetta hefur þó ekkert með gluggann sjálfan að gera, geimgeislun eða hitastig sem kannski væri það fyrsta sem hægt væri að láta sér detta í hug.

Á löngu flugi geta myndast blóðtappar í djúpum bláæðum ganglima, fyrirbæri sem kallað hefur verið DVT (e. deep vein thrombosis). Lengi vel var talið að meiri hætta væri á þessu ef ferðast er á venjulegu farrými og fékk DVT því viðurnefnið "economy class syndrome". Slíkir blóðtappar eru ekki hættulausir enda geta þeir rekið til lungna og setið fastir í slagæðum þeirra (blóðtappi í lunga).

Ýmsir áhættuþættir fyrir blóðtappa í djúpri bláæð hafa verið skilgreindir. Sennilega er löng kyrrseta stærsti áhættuþátturinn. Þeir sem sitja í gluggasæti eru ólíklegri til að hreyfa sig í flugi en þeir sem sitja við gang eða í miðsæti. Fólk í gangsæti getur skroppið á salernið og staðið upp þegar því sýnist, án þess að ónáða nokkurn. Þeir sem aftur á móti sitja við gluggann eru til vandræða í hvert sinn sem þeir þurfa að standa á fætur. Þeir veigra sér því gjarnan við að hreyfa sig því það getur truflað sessunautana sem kannski eru sofandi eða í miðri máltíð.

Sæti við glugga eða gang?

Í nýlegum klíniskum leiðbeiningum um varnir gegn blóðsegum, frá American College of Chest Physicians (ACCP), kemur fram að það er áhættuþáttur fyrir blóðtappa að sitja í gluggasæti í flugi. DVT hefur ekkert að gera með hvort fólk er á fyrsta farrými eða hvað það hefur mikið pláss í sætinu. Leiðbeiningar þessar eru birtar í tímaritinu Chest og er hægt að skoðað þær hér.

Prófessor Gordon H Guyatt frá Hamilton, Ontario í Kanada sem fór fyrir hópnum sem samdi leiðbeiningarnar bendir á að hjá heilbrigðum einstaklingum sé hættan á DVT mjög lítil, jafnvel á löngu flugi, minni en 1/1.000. Leiðbeiningarnar beinast fyrst og fremst að þeim sem eru í áhættu, en það eru einstaklingar sem hafa fengið blóðtappa áður, hafa brenglun í storkukerfi eða eru hreyfihamlaðir fyrir. Aðrir sem eru í áhættuhóp eru eldri einstaklingar, ófrískar konur, konur sem taka estrógenhormón, til dæmis p-pilluna og einstaklingar sem nýlega hafa gengist undir skurðaðgerð.

Guyatt leggur áherslu á að ef fólk er í flugi sem er lengra en sex tímar sé ráðlegt að standa upp reglulega og hreyfa sig. Einnig getur verið gagnlegt að spenna kálfavöðvana þótt fólk sitji í sætinu sínu. Fyrir þá sem eru í áhættuhópi getur hjálpað að nota teygjusokka eða svokallaða flugsokka sem hægt er að fá víða. Ekki hefur verið sýnt fram á að aspirín eða magnýl komi í veg fyrir blóðtappamyndun í flugi.

Ef fólk er í löngu flugi ætti það að standa upp á 1-2 tíma fresti og ganga um og ekki hika við þetta, jafnvel þótt það sitji í gluggasæti og þurfi að vekja farþegana við hliðina á sér. Þeim kemur að vísu ekki til með að finnast viðkomandi ánægjulegur ferðafélagi en það gleymist. Það er ekki ráðlegt að taka svefntöflu og liggja í hnipri allt flugið.

Mynd:


Þetta svar er fengið af vefnum Mataræði.is og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn hefur aðeins verið lagaður að Vísindavefnum.

...