Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan er orðið "slagari" komið?

Guðrún Kvaran

Slagari er tökuorð í íslensku sennilega úr dönsku slager sem aftur tók orðið að láni úr þýsku Schlager. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1944 og er orðið haft í gæsalöppum sem oftast bendir til að um aðkomuorð sé að ræða sem ekki er talið fullgildur gegn í málinu.


Orðið slagari varð fyrst til í Vínarborg á 19. öld. Lale Andersen og eiginmaður hennar Artur Beul syngja og leika slagara.

Orðið Sclager er talið hafa orðið til í máli manna í Vínarborg á 19. öld en breiðst þaðan um Austurríki og síðar til Þýskalands og Norðurlanda. Schlager er dregið af þýsku sögninni schlagen ‘slá’ sem er náskyld íslensku sögninni slá. Merking orðsins slagari er ‘dægurlag sem slegið hefur í gegn’. Slík lög eru oft lengi á hvers manns vörum og eru mikið leikin í útvarpi. Líkingin í Schlager í þýsku er sótt til eldingar sem slær skyndilega niður í eitthvað, hús, tré eða annað.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvaðan er orðið "slagari" komið. Hverskonar tónlist má með réttu kalla slagara?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

25.1.2008

Spyrjandi

Ásgeir Ingvarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðið "slagari" komið?“ Vísindavefurinn, 25. janúar 2008. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7028.

Guðrún Kvaran. (2008, 25. janúar). Hvaðan er orðið "slagari" komið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7028

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðið "slagari" komið?“ Vísindavefurinn. 25. jan. 2008. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7028>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan er orðið "slagari" komið?
Slagari er tökuorð í íslensku sennilega úr dönsku slager sem aftur tók orðið að láni úr þýsku Schlager. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1944 og er orðið haft í gæsalöppum sem oftast bendir til að um aðkomuorð sé að ræða sem ekki er talið fullgildur gegn í málinu.


Orðið slagari varð fyrst til í Vínarborg á 19. öld. Lale Andersen og eiginmaður hennar Artur Beul syngja og leika slagara.

Orðið Sclager er talið hafa orðið til í máli manna í Vínarborg á 19. öld en breiðst þaðan um Austurríki og síðar til Þýskalands og Norðurlanda. Schlager er dregið af þýsku sögninni schlagen ‘slá’ sem er náskyld íslensku sögninni slá. Merking orðsins slagari er ‘dægurlag sem slegið hefur í gegn’. Slík lög eru oft lengi á hvers manns vörum og eru mikið leikin í útvarpi. Líkingin í Schlager í þýsku er sótt til eldingar sem slær skyndilega niður í eitthvað, hús, tré eða annað.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvaðan er orðið "slagari" komið. Hverskonar tónlist má með réttu kalla slagara?
...