Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10 svör fundust

Hvaðan er orðið "slagari" komið?

Slagari er tökuorð í íslensku sennilega úr dönsku slager sem aftur tók orðið að láni úr þýsku Schlager. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1944 og er orðið haft í gæsalöppum sem oftast bendir til að um aðkomuorð sé að ræða sem ekki er talið fullgildur gegn í málinu. Orðið slagari varð fyrst til...

Nánar

Hver fann upp orðið sprell?

Orðið sprell 'ærsl, gamanlæti' er tökuorð í íslensku, fengið að láni úr dönsku spræl 'ærsl, ærslagangur'. Danska nafnorðið er leitt af sögninni sprælle 'sprikla'. Á sama hátt er sögnin að sprella 'gera að gamni sínu, ærslast' fengin að láni úr dönsku. Orðið um leikfangið sprellikarl er einnig tökuorð frá því u...

Nánar

Hvernig er glamúrfólk?

Spurningin hljóðaði svona í heild sinni:Hvað er glamúr og hvað snýst hann um? Hvernig er manneskja sem er glamúr? Glamúr, einnig glamor, er aðkomuorð fengið að láni frá ensku glamour, einnig ritað glamor. Orðinu er þannig lýst í Collins Cobuild Dictionary að það eigi við dýrðarljóma og spennu sem virðist fylgja ...

Nánar

Hvers konar gala er í galakjól, galadressi eða galaveislu?

Spurningin í heild sinni hljómaði svona: Hvað merkir orðið gala? Ég er reyndar alls ekki að spyrja um gálga, gála eða að gala heldur um orðið gala þegar það er notað um klæðnað eða veislu, t.d. galadress, galakjóll og galaveisla. Lýsingarorðið gala er notað í merkingunni „hátíðar-, viðhafnar-“, til dæmis gala ...

Nánar

Hefur enska orðið 'brunch' verið íslenskað?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hefur enska orðið 'brunch' verið íslenskað? Ég hef heyrt orðið "dögurður" í þessu sambandi. Heyrði það fyrst á Hótel Sögu árið 1986.Orðið brunch virðist notað af flestum í sinni upprunalegu mynd, það er sem aðkomuorð úr ensku. Eitthvað virðist þó orðið dögurður vera notað um...

Nánar

Hvaðan kemur orðið frímerki?

Frímerki er tökuorð úr dönsku, en samsvarandi danskt orð er frimærke. Um miðja 19. öld var farið að ræða á þingi um að taka upp notkun frímerkja eins og í Danmörku. Í Tíðindum frá Alþíngi Íslendinga 1855 segir svo: „en eg held, að skoðun hans breyttist, ef hér væri innfærð „frímerki“, eins og í Danmörk“. Þarna er...

Nánar

Er orðið „mæma“ til í íslensku?

Þessari spurningu er erfitt að svara annaðhvort játandi eða neitandi. Að baki liggur enska sögnin mime sem borin er fram /maIm/ í merkingunni ‛leika látbragðsleik, herma eftir’. Sögnin mæma er löguð að henni, rituð samkvæmt íslenskum ritvenjum og borin fram með íslenskum sérhljóðum. Sumir telja án efa að hún...

Nánar

Hvaðan kemur orðið þumalputtaregla?

Bæði orðið þumalfingursregla og þumalputtaregla eru notuð um að hafa eitthvað sem almenna, lauslega viðmiðun. Orðin eru ekki gömul í málinu og hafa til dæmis ekki ratað inn í Íslenska orðabók (2002). Þumalputtaregla virðist algengara orð í mæltu máli. Oftast er talað um að hafa eitthvað sem þumalputtareglu, nota e...

Nánar

Hvað er nostalgía?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað merkir orðið nostalgía og í hvaða samhengi er það notað? Hvaðan er orðið nostalgía upphaflega komið og er til íslenskt orð yfir fyrirbærið? Aðrir spyrjendur eru: Viðar Valdimarsson, Ilmur Gísladóttir og Marteinn Marteinsson. Orðið nostalgía er aðkomuorð í íslensku annað ...

Nánar

Hvað tala margir íslenskt táknmál og hvar er auðveldast að læra það?

Íslenskt táknmál, eða ÍTM, á rætur sínar að rekja til seinni hluta 19. aldar þó málið eins og það er í dag sé líklega aðeins yngra. Fyrsti vísir að málsamfélagi varð eftir að kennsla heyrnarlausra hófst hér á landi árið 1868. Fram að þeim tíma höfðu heyrnarlaus börn verið send til náms í Kaupmannahöfn. Tölur um þa...

Nánar

Fleiri niðurstöður