Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Hvað tala margir íslenskt táknmál og hvar er auðveldast að læra það?

Rannveig Sverrisdóttir

Íslenskt táknmál, eða ÍTM, á rætur sínar að rekja til seinni hluta 19. aldar þó málið eins og það er í dag sé líklega aðeins yngra. Fyrsti vísir að málsamfélagi varð eftir að kennsla heyrnarlausra hófst hér á landi árið 1868. Fram að þeim tíma höfðu heyrnarlaus börn verið send til náms í Kaupmannahöfn. Tölur um það hve mörg börn fóru til náms í Danmörku eru aðeins á reiki en í það minnsta hafa þau verið á fjórða tug. Sum hver ílengdust í Danmörku að loknu námi á meðan önnur létust á meðan á dvölinni stóð. Einhver snéru til baka en lítið hefur verið vitað um afdrif þeirra eftir að heim kom þar til í nýlegum rannsóknum Valgerðar Stefánsdóttur á uppruna ÍTM.

Séra Páll Pálsson var skipaður mál- og heyrnleysingjakennari árið 1867 fyrstur manna á Íslandi og hóf hann kennsluna ári síðar að heimilinu sínu á Prestbakka. Páll var sagður mállaus 14 ára gamall en ekki ber öllum sögum saman um af hverju það stafaði. Einhverjar segja að hann hafi gert sér upp mál- og heyrnarleysi til að komast hjá því að bera vitni. Hvað sem því líður þá var Páll sendur til Kaupmannahafnar þar sem hann lærði fingramál. Páll kenndi nemendum sínum skrift, bendingar og fingrastöfun á íslenskum orðum og setningum þó tákn úr dönsku táknmáli gætu hafa blandast þar inn. Fingrastöfun byggir á því að stafa orð með handformum sem standa fyrir hvern staf í stafrófi viðkomandi raddmáls. Málið sem þróaðist á meðal nemenda Páls var kallað fingramál og átti uppruna sinn í fingrastöfuninni.

Fingramálið, fingrastafróf prentað á póstkort í eigu Friðriks Jónssonar (1883-1974), sem var nemandi í skóla á Stóra-Hrauni hjá séra Gísla Skúlasyni.

Eftir að skólinn fluttist til Reykjavíkur 1908 fór samfélag döff[1] að myndast og stækka og þá voru aðstæður fyrir þróun fingramáls orðnar betri. Raddmálsstefnan svokallaða var tekin upp í skólanum árið 1944 og var það í kjölfar þess að táknmál höfðu verið bönnuð í hinum vestræna heimi, allt frá 1880. Þá var nemendum í Heyrnleysingjaskólanum bannað að nota fingramál og tákn. Þeir áttu að læra að tala íslensku með röddu og lesa af vörum. Meðal barnanna þróaðist nýtt táknmál sem börnin töluðu í leyni. Það má segja að ÍTM eins og það er í dag eigi uppruna sinn í málinu sem þróaðist á tímum raddmálsstefnunnar. Fjara fór undan raddmálsstefnunni í kringum 1980 og í dag er tvítyngisstefnu fylgt í menntun döff á Íslandi þar sem ÍTM og íslenska eiga að hafa jafnt vægi. ÍTM fékk viðurkenningu í lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls árið 2011. Eftir að Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra var stofnuð árið 1990 og kennsla hófst í táknmálsfræði og táknmálstúlkun við Háskóla Íslands árið 1994 hefur þeim sem lært hafa ÍTM fjölgað mikið.

Erfitt er að segja til um nákvæman fjölda þeirra sem tala ÍTM en oftast er sagt að þeir sem hafa ÍTM sem móðurmál eða sitt fyrsta mál séu á bilinu 200-300. Þá er byggt á tölum um þá sem nota táknmálstúlkaþjónustu (túlkun á milli ÍTM og íslensku) og þá sem eru félagar í Félagi heyrnarlausra. Mjög mismunandi er hvernig málnotkun þessa hóps er, hvort fólk er jafnvígt á ÍTM og íslensku og hvort það noti túlka yfirhöfuð. Hve mikil heyrnarskerðing fólks er skiptir ekki höfuðmáli því margir sem hafa einhverjar heyrnarleifar kjósa að nota ÍTM og skilgreina sig sem hluta af mál- og menningarsamfélagi ÍTM, eru döff. Gróflega má skipta þeim sem tala ÍTM í nokkra hópa en þeir skarast þó á ýmsan hátt:

Í fyrsta lagi eru það þeir sem hafa lært ÍTM frá því þeir voru á máltökuskeiði, telja það sitt móðurmál eða fyrsta mál. Þetta geta verið heyrnarlausir eða heyrnaskertir einstaklingar sem hafa lært málið hjá fjölskyldu sinni (hvort sem fjölskyldan er döff eða ekki en arfgengt heyrnarleysi er sjaldgæft á Íslandi) eða í leikskóla. Yfir 90% döff eiga heyrandi foreldra og því læra börnin málið sjaldan af foreldrum þó einhver dæmi séu um það. Þessir döff einstaklingar hafa flestir íslensku sem annað mál eða eru mögulega tvítyngdir og jafnvígir á bæði málin.

Á síðunni SignWiki má bæði læra einstök tákn og taka örnámskeið.

Í öðru lagi eru það þeir sem hafa lært ÍTM síðar á ævinni og telja þá íslensku sitt fyrsta mál en ÍTM sitt annað mál eða telja sig tvítyngda með íslenskuna sem sterkara mál. Þetta geta verið heyrnarlausir eða heyrnarskertir einstaklingar sem hafa misst heyrn eða komist í kynni við táknmál eftir að máltökuskeiði lauk.

Í þriðja lagi eru það heyrandi einstaklingar sem eiga heyrnarlausa foreldra, CODA eins og þeir kallast (CODA stendur fyrir „children of deaf adults“). Margir þeirra hafa ÍTM sem móðurmál og hafa lært það af foreldrum sínum þar sem fyrsta mál foreldranna er ÍTM. Þessi börn læra þá íslensku í skóla og telja ýmist íslenskuna sem sitt annað mál eða eru alveg tvítyngdir á ÍTM og íslensku. Þessi fjöldi er hvergi skráður en samkvæmt upplýsingum frá Félagi heyrnarlausra voru þetta rúmlega 50 einstaklingar árið 2021.

Í fjórða lagi ná nefna erlenda döff sem hafa erlent táknmál sem sitt fyrsta mál en ÍTM sem annað (eða jafnvel þriðja) mál. Þetta eru einstaklingar sem hafa flutt til landsins á fullorðinsárum og lært ÍTM eftir komuna til Íslands eða eru önnur kynslóð innflytjenda og eru þá jafnvel jafnvígir á ÍTM og táknmálið sem foreldrar þeirra tala. Fjöldinn í þessum hópi er síbreytilegur en samkvæmt upplýsingum frá Félagi heyrnarlausra eru þetta 20-30 einstaklingar um mitt ár 2022 en hafa verið fleiri.

Í síðasta lagi eru það allir þeir heyrandi sem læra ÍTM. Þetta eru fjölskyldur döff, vinir og aðrir aðstandendur, táknmálstúlkar, táknmálskennarar og aðrir sem læra málið af áhuga eða vegna vinnu. Mjög erfitt er að áætla fjöldann í þessum hópi en Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra telur hann liggja á bilinu 1000-1500. Í þessu samhengi þarf líka að velta fyrir sér hvað það þýðir „að tala tungumál“, eigum við að telja alla þá sem geta myndað heilar setningar á málinu eða einungis þá sem tala málið reiprennandi? Erfitt er að setja ákveðin mörk um það.

Það má því leiða líkur að því að þeir sem tala ÍTM séu nálægt 2000. Íslenskt táknmál er hægt að læra í Háskóla Íslands, á námskeiðum á vegum Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskerta og einnig er það kennt í nokkrum framhaldsskólum. Í Hlíðaskóla og Sólborg læra nemendur ÍTM, ýmist með beinni kennslu eða óbeint í samskiptum. Að lokum má nefna síðuna SignWiki, þekkingarbrunn fyrir íslenskt táknmál, en þar má bæði læra einstök tákn og taka örnámskeið - sjá https://is.signwiki.org.

Tilvísun:
  1. ^ „Döff“ er aðkomuorð í íslensku sem er leitt af tákninu DÖFF með samsvarandi merkingu. Að vera döff þýðir að vera hluti af táknmálssamfélagi, líta á táknmál sem sitt fyrsta mál og samsama sig menningu táknmálssamfélags. Döff er því menningarleg skilgreining á heyrnarleysi.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Rannveig Sverrisdóttir

lektor í táknmálsfræði og táknmálstúlkun við HÍ

Útgáfudagur

7.9.2022

Spyrjandi

Kristinn

Tilvísun

Rannveig Sverrisdóttir. „Hvað tala margir íslenskt táknmál og hvar er auðveldast að læra það?“ Vísindavefurinn, 7. september 2022. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83428.

Rannveig Sverrisdóttir. (2022, 7. september). Hvað tala margir íslenskt táknmál og hvar er auðveldast að læra það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83428

Rannveig Sverrisdóttir. „Hvað tala margir íslenskt táknmál og hvar er auðveldast að læra það?“ Vísindavefurinn. 7. sep. 2022. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83428>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað tala margir íslenskt táknmál og hvar er auðveldast að læra það?
Íslenskt táknmál, eða ÍTM, á rætur sínar að rekja til seinni hluta 19. aldar þó málið eins og það er í dag sé líklega aðeins yngra. Fyrsti vísir að málsamfélagi varð eftir að kennsla heyrnarlausra hófst hér á landi árið 1868. Fram að þeim tíma höfðu heyrnarlaus börn verið send til náms í Kaupmannahöfn. Tölur um það hve mörg börn fóru til náms í Danmörku eru aðeins á reiki en í það minnsta hafa þau verið á fjórða tug. Sum hver ílengdust í Danmörku að loknu námi á meðan önnur létust á meðan á dvölinni stóð. Einhver snéru til baka en lítið hefur verið vitað um afdrif þeirra eftir að heim kom þar til í nýlegum rannsóknum Valgerðar Stefánsdóttur á uppruna ÍTM.

Séra Páll Pálsson var skipaður mál- og heyrnleysingjakennari árið 1867 fyrstur manna á Íslandi og hóf hann kennsluna ári síðar að heimilinu sínu á Prestbakka. Páll var sagður mállaus 14 ára gamall en ekki ber öllum sögum saman um af hverju það stafaði. Einhverjar segja að hann hafi gert sér upp mál- og heyrnarleysi til að komast hjá því að bera vitni. Hvað sem því líður þá var Páll sendur til Kaupmannahafnar þar sem hann lærði fingramál. Páll kenndi nemendum sínum skrift, bendingar og fingrastöfun á íslenskum orðum og setningum þó tákn úr dönsku táknmáli gætu hafa blandast þar inn. Fingrastöfun byggir á því að stafa orð með handformum sem standa fyrir hvern staf í stafrófi viðkomandi raddmáls. Málið sem þróaðist á meðal nemenda Páls var kallað fingramál og átti uppruna sinn í fingrastöfuninni.

Fingramálið, fingrastafróf prentað á póstkort í eigu Friðriks Jónssonar (1883-1974), sem var nemandi í skóla á Stóra-Hrauni hjá séra Gísla Skúlasyni.

Eftir að skólinn fluttist til Reykjavíkur 1908 fór samfélag döff[1] að myndast og stækka og þá voru aðstæður fyrir þróun fingramáls orðnar betri. Raddmálsstefnan svokallaða var tekin upp í skólanum árið 1944 og var það í kjölfar þess að táknmál höfðu verið bönnuð í hinum vestræna heimi, allt frá 1880. Þá var nemendum í Heyrnleysingjaskólanum bannað að nota fingramál og tákn. Þeir áttu að læra að tala íslensku með röddu og lesa af vörum. Meðal barnanna þróaðist nýtt táknmál sem börnin töluðu í leyni. Það má segja að ÍTM eins og það er í dag eigi uppruna sinn í málinu sem þróaðist á tímum raddmálsstefnunnar. Fjara fór undan raddmálsstefnunni í kringum 1980 og í dag er tvítyngisstefnu fylgt í menntun döff á Íslandi þar sem ÍTM og íslenska eiga að hafa jafnt vægi. ÍTM fékk viðurkenningu í lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls árið 2011. Eftir að Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra var stofnuð árið 1990 og kennsla hófst í táknmálsfræði og táknmálstúlkun við Háskóla Íslands árið 1994 hefur þeim sem lært hafa ÍTM fjölgað mikið.

Erfitt er að segja til um nákvæman fjölda þeirra sem tala ÍTM en oftast er sagt að þeir sem hafa ÍTM sem móðurmál eða sitt fyrsta mál séu á bilinu 200-300. Þá er byggt á tölum um þá sem nota táknmálstúlkaþjónustu (túlkun á milli ÍTM og íslensku) og þá sem eru félagar í Félagi heyrnarlausra. Mjög mismunandi er hvernig málnotkun þessa hóps er, hvort fólk er jafnvígt á ÍTM og íslensku og hvort það noti túlka yfirhöfuð. Hve mikil heyrnarskerðing fólks er skiptir ekki höfuðmáli því margir sem hafa einhverjar heyrnarleifar kjósa að nota ÍTM og skilgreina sig sem hluta af mál- og menningarsamfélagi ÍTM, eru döff. Gróflega má skipta þeim sem tala ÍTM í nokkra hópa en þeir skarast þó á ýmsan hátt:

Í fyrsta lagi eru það þeir sem hafa lært ÍTM frá því þeir voru á máltökuskeiði, telja það sitt móðurmál eða fyrsta mál. Þetta geta verið heyrnarlausir eða heyrnaskertir einstaklingar sem hafa lært málið hjá fjölskyldu sinni (hvort sem fjölskyldan er döff eða ekki en arfgengt heyrnarleysi er sjaldgæft á Íslandi) eða í leikskóla. Yfir 90% döff eiga heyrandi foreldra og því læra börnin málið sjaldan af foreldrum þó einhver dæmi séu um það. Þessir döff einstaklingar hafa flestir íslensku sem annað mál eða eru mögulega tvítyngdir og jafnvígir á bæði málin.

Á síðunni SignWiki má bæði læra einstök tákn og taka örnámskeið.

Í öðru lagi eru það þeir sem hafa lært ÍTM síðar á ævinni og telja þá íslensku sitt fyrsta mál en ÍTM sitt annað mál eða telja sig tvítyngda með íslenskuna sem sterkara mál. Þetta geta verið heyrnarlausir eða heyrnarskertir einstaklingar sem hafa misst heyrn eða komist í kynni við táknmál eftir að máltökuskeiði lauk.

Í þriðja lagi eru það heyrandi einstaklingar sem eiga heyrnarlausa foreldra, CODA eins og þeir kallast (CODA stendur fyrir „children of deaf adults“). Margir þeirra hafa ÍTM sem móðurmál og hafa lært það af foreldrum sínum þar sem fyrsta mál foreldranna er ÍTM. Þessi börn læra þá íslensku í skóla og telja ýmist íslenskuna sem sitt annað mál eða eru alveg tvítyngdir á ÍTM og íslensku. Þessi fjöldi er hvergi skráður en samkvæmt upplýsingum frá Félagi heyrnarlausra voru þetta rúmlega 50 einstaklingar árið 2021.

Í fjórða lagi ná nefna erlenda döff sem hafa erlent táknmál sem sitt fyrsta mál en ÍTM sem annað (eða jafnvel þriðja) mál. Þetta eru einstaklingar sem hafa flutt til landsins á fullorðinsárum og lært ÍTM eftir komuna til Íslands eða eru önnur kynslóð innflytjenda og eru þá jafnvel jafnvígir á ÍTM og táknmálið sem foreldrar þeirra tala. Fjöldinn í þessum hópi er síbreytilegur en samkvæmt upplýsingum frá Félagi heyrnarlausra eru þetta 20-30 einstaklingar um mitt ár 2022 en hafa verið fleiri.

Í síðasta lagi eru það allir þeir heyrandi sem læra ÍTM. Þetta eru fjölskyldur döff, vinir og aðrir aðstandendur, táknmálstúlkar, táknmálskennarar og aðrir sem læra málið af áhuga eða vegna vinnu. Mjög erfitt er að áætla fjöldann í þessum hópi en Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra telur hann liggja á bilinu 1000-1500. Í þessu samhengi þarf líka að velta fyrir sér hvað það þýðir „að tala tungumál“, eigum við að telja alla þá sem geta myndað heilar setningar á málinu eða einungis þá sem tala málið reiprennandi? Erfitt er að setja ákveðin mörk um það.

Það má því leiða líkur að því að þeir sem tala ÍTM séu nálægt 2000. Íslenskt táknmál er hægt að læra í Háskóla Íslands, á námskeiðum á vegum Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskerta og einnig er það kennt í nokkrum framhaldsskólum. Í Hlíðaskóla og Sólborg læra nemendur ÍTM, ýmist með beinni kennslu eða óbeint í samskiptum. Að lokum má nefna síðuna SignWiki, þekkingarbrunn fyrir íslenskt táknmál, en þar má bæði læra einstök tákn og taka örnámskeið - sjá https://is.signwiki.org.

Tilvísun:
  1. ^ „Döff“ er aðkomuorð í íslensku sem er leitt af tákninu DÖFF með samsvarandi merkingu. Að vera döff þýðir að vera hluti af táknmálssamfélagi, líta á táknmál sem sitt fyrsta mál og samsama sig menningu táknmálssamfélags. Döff er því menningarleg skilgreining á heyrnarleysi.

Heimildir og myndir:

...