Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur orðið edrú?

Orðið edrú ‘ódrukkinn, allsgáður’ er tökuorð úr dönsku ædru sem hefur sömu merkingu. Það virðist ekki vera gamalt í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru elstu dæmi frá miðri 20. öld en edrú gæti þó vel verið eldra í talmáli.Þeir sem eru edrú hafa ekki smakkað á neinum af þessum drykkjum.

Orðið er samgermanskt og skyld orð í fornensku eru lýsingarorðið gedréog ‘reglusamur’ og nafnorðið gedréog ‘regla sem hæfir’ og í fornháþýsku urtruhlīh ‘allsgáður, glöggur’. Síðari liðurinn er skyldur lýsingarorðinu drjúgur ‘endingargóður; sem veit talsvert af sér’. Fyrri liðurinn æ- í ædru er sama orð og æ í íslensku í merkingunni ‘ávallt’, samanber germönsku *aiwa- ‘tími, eilífð’ (* merkir að orðið kemur hvergi fyrir í þessari mynd en er endurgert með hliðsjón af öðrum orðum). Fyrsti stafurinn í edrú er lagaður eftir danska framburðinum (æ borið fram sem e).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Útgáfudagur

1.2.2008

Spyrjandi

Andri Sæmundsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið edrú?“ Vísindavefurinn, 1. febrúar 2008. Sótt 16. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=7045.

Guðrún Kvaran. (2008, 1. febrúar). Hvaðan kemur orðið edrú? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7045

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið edrú?“ Vísindavefurinn. 1. feb. 2008. Vefsíða. 16. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7045>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hanna Ragnarsdóttir

1960

Hanna Ragnarsdóttir er prófessor í fjölmenningarfræðum við Menntavísindasvið HÍ. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að börnum og fullorðnum af erlendum uppruna í íslensku samfélagi og skólum og ýmsum þáttum fjölmenningarlegs skólastarfs.