Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Sögnin að reka er notuð í ýmsum samböndum með mismunandi fylgiorðum, forsetningum eða atviksorðum, til dæmis reka áfram, reka út, reka eftir einhverjum, reka í eitthvað og svo framvegis og hefur eftir því mismunandi merkingar. Í sambandinu reka við einhvers staðar er hún notuð um að hafa stutta viðkomu einhvers staðar, til dæmis ,,Skipið rak við í kauptúninu nýlega“ eða ,,Jón rak stuttlega við hjá mér í gærkvöldi.“
Prumpið stoppar stutt við, þegar við rekum við.
En reka við getur einnig merkt að ‘leysa vind, prumpa’, til dæmis ,,Sigurður rak við af áreynslunni“, og er hugsunin að baki sennilegast hin sama, það er eitthvað hefur stutta viðdvöl, þótt samböndin séu að öðru leyti ólíkt upp byggð. Sigurður sleppti loftinu úr görnunum lausu og það hvarf fljótt.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Guðrún Kvaran. „Af hverju er það kallað að 'reka við' þegar maður prumpar?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2008, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7054.
Guðrún Kvaran. (2008, 7. febrúar). Af hverju er það kallað að 'reka við' þegar maður prumpar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7054
Guðrún Kvaran. „Af hverju er það kallað að 'reka við' þegar maður prumpar?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2008. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7054>.