
Ferðalag íssins frá safnsvæði niður jökulinn getur tekið mörg hundruð ár. Jöklar geta silast fram 100 metra á ári en þá vegalengd hefur heimsmethafinn Usain Bolt hlaupið á 9,58 sekúndum.
Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndin er úr sömu bók og er eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.