Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig stendur á því að jöklar geta náð langt niður á láglendi?

Helgi Björnsson

Jöklarnir verða til fyrir ofan snælínu þar sem snjór nær ekki að bráðna á sumrin. Þeir skríða þaðan niður fjallshlíðarnar þangað til svo hlýtt er orðið að allur ís, sem berst fram, bráðnar. Aðdráttarkraftur jarðar togar í ísinn sem er ekki nógu stífur og harður til þess að standa fastur og kyrr eins og fjöllin. Stundum er jöklum líkt við frosnar ár sem hreyfast mjög hægt.

Ferðalag íssins frá safnsvæði niður jökulinn getur tekið mörg hundruð ár. Jöklar geta silast fram 100 metra á ári en þá vegalengd hefur heimsmethafinn Usain Bolt hlaupið á 9,58 sekúndum.

Jökulsporðurinn getur staðið kyrr árum saman vegna þess að jafnmikið af ís skríður fram og bráðnar. Þá er sagt að jökullinn sé í jafnvægi við loftslag. Kólni hins vegar svo að jökullinn stækkar nær hann að skríða æ lengra fram áður en varmi frá andrúmsloftinu bræðir allan ísinn við blásporðinn. Þá segjum við að jökullinn gangi fram. Hlýni loftslag aftur á móti hopar jökullinn. Á þennan hátt sýnir stærð jökla breytingar í loftslagi.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndin er úr sömu bók og er eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

15.10.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hvernig stendur á því að jöklar geta náð langt niður á láglendi?“ Vísindavefurinn, 15. október 2015, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70643.

Helgi Björnsson. (2015, 15. október). Hvernig stendur á því að jöklar geta náð langt niður á láglendi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70643

Helgi Björnsson. „Hvernig stendur á því að jöklar geta náð langt niður á láglendi?“ Vísindavefurinn. 15. okt. 2015. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70643>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig stendur á því að jöklar geta náð langt niður á láglendi?
Jöklarnir verða til fyrir ofan snælínu þar sem snjór nær ekki að bráðna á sumrin. Þeir skríða þaðan niður fjallshlíðarnar þangað til svo hlýtt er orðið að allur ís, sem berst fram, bráðnar. Aðdráttarkraftur jarðar togar í ísinn sem er ekki nógu stífur og harður til þess að standa fastur og kyrr eins og fjöllin. Stundum er jöklum líkt við frosnar ár sem hreyfast mjög hægt.

Ferðalag íssins frá safnsvæði niður jökulinn getur tekið mörg hundruð ár. Jöklar geta silast fram 100 metra á ári en þá vegalengd hefur heimsmethafinn Usain Bolt hlaupið á 9,58 sekúndum.

Jökulsporðurinn getur staðið kyrr árum saman vegna þess að jafnmikið af ís skríður fram og bráðnar. Þá er sagt að jökullinn sé í jafnvægi við loftslag. Kólni hins vegar svo að jökullinn stækkar nær hann að skríða æ lengra fram áður en varmi frá andrúmsloftinu bræðir allan ísinn við blásporðinn. Þá segjum við að jökullinn gangi fram. Hlýni loftslag aftur á móti hopar jökullinn. Á þennan hátt sýnir stærð jökla breytingar í loftslagi.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndin er úr sömu bók og er eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda....